Bólusetningaráætlun færist aftur um mánuð vegna seinkunar hjá AstraZeneca Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2021 15:39 Færri skammtar af bóluefni AstraZeneca berast til Evrópuþjóða en áætlað var næstu mánuði. Vísir/Vilhelm Tafir verða á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til allra landa í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bólefni, þar á meðal Íslands. Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þar segir að áætlað hafi verið að afhenda Evrópuþjóðunum 150 milljónir skammta á öðrum ársfjórðungi en nú sé ljóst að aðeins 70 milljónir skammta munu berast á því tímabili. „Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. Bólusetningardagatal heilbrigðisráðuneytisins tekur nú mið af þessum breytingum.“ Hér fyrir neðan má sjá uppfært bólusetningardagatal frá heilbrigðisráðuneytinu. Nú hafa 33.255 einstaklingar verið bólusettir hér á landi. Áætlanir gerðu ráð fyrir um því að um 45.000 einstaklingar yrðu bólusettir hér á landi fyrir lok marsmánaðar. Í dag er gert ráð fyrir að 43.000 einstaklingar muni hafa þegið bólusetningu þá. Ráðuneytið segir að áætlanir um bólusetningar á fyrsta ársfjórðungi muni því standast. Nýjustu afhendingaráætlanir geri ráð fyrir um 60.000 skömmtum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca í aprílmánuði sem munu nýtast um 30.000 manns. Ákveðið var í gær að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi vegna nokkurra tilkynninga um blóðtappa í fólki sem bólusett hafði verið með efninu í Evrópu. Ekkert bendir þó til þess að tengsl séu á milli bóluefnisins og veikindanna. Lyfjastofnun Evrópu sagði í tilkynningu í gær að hún mælti áfram með bóluefni AstraZeneca. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 94 prósent hafa þegið eða segjast munu þiggja bólusetningu 94 prósent landsmanna hafa þegið eða hyggjast þiggja bólusetningu gegn kórónuveirunni COVID-19. Af þeim sem höfðu eða hugðust afþakka bólusetningu voru fimm prósent sem sögðust afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca ef þeim yrði boðin bólusetning með bóluefninu. 12. mars 2021 11:04 Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. 11. mars 2021 18:46 Bóluefni Janssen fær markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun Íslands hefur veitt bóluefni Janssen gegn Covid-19 skilyrt markaðsleyfi á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu veitti bóluefninu markaðsleyfi fyrr í dag til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri. 11. mars 2021 17:39 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þar segir að áætlað hafi verið að afhenda Evrópuþjóðunum 150 milljónir skammta á öðrum ársfjórðungi en nú sé ljóst að aðeins 70 milljónir skammta munu berast á því tímabili. „Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. Bólusetningardagatal heilbrigðisráðuneytisins tekur nú mið af þessum breytingum.“ Hér fyrir neðan má sjá uppfært bólusetningardagatal frá heilbrigðisráðuneytinu. Nú hafa 33.255 einstaklingar verið bólusettir hér á landi. Áætlanir gerðu ráð fyrir um því að um 45.000 einstaklingar yrðu bólusettir hér á landi fyrir lok marsmánaðar. Í dag er gert ráð fyrir að 43.000 einstaklingar muni hafa þegið bólusetningu þá. Ráðuneytið segir að áætlanir um bólusetningar á fyrsta ársfjórðungi muni því standast. Nýjustu afhendingaráætlanir geri ráð fyrir um 60.000 skömmtum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca í aprílmánuði sem munu nýtast um 30.000 manns. Ákveðið var í gær að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi vegna nokkurra tilkynninga um blóðtappa í fólki sem bólusett hafði verið með efninu í Evrópu. Ekkert bendir þó til þess að tengsl séu á milli bóluefnisins og veikindanna. Lyfjastofnun Evrópu sagði í tilkynningu í gær að hún mælti áfram með bóluefni AstraZeneca.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 94 prósent hafa þegið eða segjast munu þiggja bólusetningu 94 prósent landsmanna hafa þegið eða hyggjast þiggja bólusetningu gegn kórónuveirunni COVID-19. Af þeim sem höfðu eða hugðust afþakka bólusetningu voru fimm prósent sem sögðust afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca ef þeim yrði boðin bólusetning með bóluefninu. 12. mars 2021 11:04 Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. 11. mars 2021 18:46 Bóluefni Janssen fær markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun Íslands hefur veitt bóluefni Janssen gegn Covid-19 skilyrt markaðsleyfi á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu veitti bóluefninu markaðsleyfi fyrr í dag til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri. 11. mars 2021 17:39 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
94 prósent hafa þegið eða segjast munu þiggja bólusetningu 94 prósent landsmanna hafa þegið eða hyggjast þiggja bólusetningu gegn kórónuveirunni COVID-19. Af þeim sem höfðu eða hugðust afþakka bólusetningu voru fimm prósent sem sögðust afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca ef þeim yrði boðin bólusetning með bóluefninu. 12. mars 2021 11:04
Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. 11. mars 2021 18:46
Bóluefni Janssen fær markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun Íslands hefur veitt bóluefni Janssen gegn Covid-19 skilyrt markaðsleyfi á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu veitti bóluefninu markaðsleyfi fyrr í dag til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri. 11. mars 2021 17:39
Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55