Handbolti

Fengu þrjár milljónir króna fyrir sigurinn á heims­meisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá leik Makedóníu og Dana árið 2018.
Frá leik Makedóníu og Dana árið 2018. artin Rose/Bongarts/Getty Images)

Það kom mörgum í opna skjöldu er Norður Makedónía gerði sér lítið fyrir og skellti heimsmeisturum Dana, 33-29, í undankeppni EM í Norður Makedóníu í gærkvöldi.

Danirnir spiluðu langt því frá sinn besta bolta í leiknum og sagði meðal annars danski miðillinn BT að frammistaðan hafi verið vandræðaleg. Þetta hafi verið versta frammistaðan undir stjórn Nikolajs Jacobsen.

Zhivko Mukaetov er formaður handknattleikssambandsins í Norður Makedóníu var eðlilega himinlifandi með sigurinn. Það ánægður að hann sagði leikmönnunum í klefanum að þeir fengu tuttugu þúsund evra bónus.

Tuttugu þúsund evrur eru rúmlega þrjár milljónir íslenskrar króna en miðlar þar í landi Vecer og Sportski greina frá þessu. Þó kemur ekki fram hvort að leikmennirnir deili þessum þremur milljónum eða þeir fái hvern og einn þrjár milljónir í sinn vasa.

Það er þó skammt stórra högga á milli og liðin mætast aftur í Danmörku, á morgun. Þá eigast liðin við í Álaborg en í riðlinum eru einnig Finnland og Sviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×