Enski boltinn

Enn syrtir í álinn hjá WBA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Palace fjarlægist fallsvæðið en WBA er í bullandi vandræðum.
Palace fjarlægist fallsvæðið en WBA er í bullandi vandræðum. Andy Rain/Getty

West Bromwich Albion er í ansi vondum malum í ensku úrvalsdeildinni eftir enn eitt tapið. Þeir töpuðu 1-0 fyrir Crystal Palace í dag.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 37. mínútu. Eftir að boltinn fór í hönd Darnell Furlong benti dómarinn Simon Hooper á vítapunktinn eftir skoðun í VARsjánni.

Luka Milivojevic steig á punktinn og skoraði fram hjá Sam Johnstone í marki WBA. Heimamenn 1-0 yfir í hálfleik.

WBA reyndi að finna glufur á vörn Palace í síðari hálfleik en ekki tókst það og lokatölur 1-0 sigur Palace.

WBA er í verulega slæmum málum. Þeir eru átta stigum á eftir Brighton, sem er í sautjánda sætinu, en Brighton á einnig leik til goða.

Palace er í ellefta sætinu með 37 stig, ellefu stigum frá fallbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×