Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. mars 2021 22:07 Taylor lést þegar vopnaðir lögreglumenn brutu sér leið inn í íbúð hennar og skutu hana til bana þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu. Getty/Jon Cherry Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. Dauði hennar olli miklu uppþoti í borginni og kom af stað mótmælum gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. Taylor var skotin til bana af lögreglumönnum sem brutu sér leið inn á heimili hennar um miðja nótt. Lögreglumennirnir voru með heimild til þess að fara inn á heimilið án þess að láta vita af sér og varð hún því ekki vör við komu þeirra. Kærasti Taylor, Kenneth Walker, skaut á og særði einn lögreglumann í aðgerðinni. Fyrr í þessum mánuði var ákæra á hendur honum um morðtilræði felld. Walker sagðist hafa haldið að um innbrotsþjófa væri að ræða. Eftir að Walker skaut á lögregluna svöruðu þeir með 32 kúlna hríð, sex þeirra hæfðu Taylor. Mótmælendur í Louisville minnast dauða Breonnu Taylor.Getty/Jon Cherry Enginn lögregluþjónanna var ákærður vegna dauða Taylor, sem var harðlega gagnrýnt og mótmæli brutust út vegna þess. Dauði Breonnu vakti litla landsathygli fyrst um sinn en varð umtalaður í kjölfar dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns sem lést eftir að lögreglumaður kraup á hálsi hans, í Minneapolis. Dauði Floyd vakti upp mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar síðasta sumar. Fjölskylda Taylor höfðaði mál gegn Louisville borg og samdi borgin við fjölskylduna um að greiða 12 milljóna dala sáttagreiðslu vegna dauða hennar. Aðeins einn lögreglumannanna sem tók þátt í aðgerðinni sem leiddi til dauða Taylor var ákærður í tengslum við aðgerðina. Brett Hankison var ákærður fyrir að hafa lagt líf nágranna Taylor í hættu með því að hafa skotið af byssu sinni inn um útidyrahurðina að næstu íbúð. Bandaríkin Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Dauði hennar olli miklu uppþoti í borginni og kom af stað mótmælum gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. Taylor var skotin til bana af lögreglumönnum sem brutu sér leið inn á heimili hennar um miðja nótt. Lögreglumennirnir voru með heimild til þess að fara inn á heimilið án þess að láta vita af sér og varð hún því ekki vör við komu þeirra. Kærasti Taylor, Kenneth Walker, skaut á og særði einn lögreglumann í aðgerðinni. Fyrr í þessum mánuði var ákæra á hendur honum um morðtilræði felld. Walker sagðist hafa haldið að um innbrotsþjófa væri að ræða. Eftir að Walker skaut á lögregluna svöruðu þeir með 32 kúlna hríð, sex þeirra hæfðu Taylor. Mótmælendur í Louisville minnast dauða Breonnu Taylor.Getty/Jon Cherry Enginn lögregluþjónanna var ákærður vegna dauða Taylor, sem var harðlega gagnrýnt og mótmæli brutust út vegna þess. Dauði Breonnu vakti litla landsathygli fyrst um sinn en varð umtalaður í kjölfar dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns sem lést eftir að lögreglumaður kraup á hálsi hans, í Minneapolis. Dauði Floyd vakti upp mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar síðasta sumar. Fjölskylda Taylor höfðaði mál gegn Louisville borg og samdi borgin við fjölskylduna um að greiða 12 milljóna dala sáttagreiðslu vegna dauða hennar. Aðeins einn lögreglumannanna sem tók þátt í aðgerðinni sem leiddi til dauða Taylor var ákærður í tengslum við aðgerðina. Brett Hankison var ákærður fyrir að hafa lagt líf nágranna Taylor í hættu með því að hafa skotið af byssu sinni inn um útidyrahurðina að næstu íbúð.
Bandaríkin Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira