Fer á milli hesthúsa og skiptir faxi á hestum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. mars 2021 07:04 Aníta Rós Kristjánsdóttir, sem hefur meira en nóg að gera að fara á milli hesthúsa og skipta faxi á hestum. Hér er hún að vinna í hesthúsinu í Austurási í Árborg við að skipta faxinu á merinni Kröflu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sautján ára stelpa í Mosfellsbænum hefur meira en nóg að gera að fara á milli hesthúsa og skipta faxi á hestum. Hún segir að hestunum líki mjög vel við slíkt dekur en það tekur hana um fjörutíu og fimm mínútur að skipta faxinu með tilheyrandi föndri. Aníta Rós Kristjánsdóttir fer ekki bara í hesthús á höfuðborgarsvæðinu því hún fer líka á Suðurland og í Borgarfjörð. Hér er hún mætt í fax skiptinu í hesthúsinu í Austurási í Árborg til að skipta faxinu á merinni Kröflu, sem er drottningin í hesthúsinu. „Þetta er sem sagt bæði mjög fallegt, þetta felur list í sér. Þetta er róandi fyrir hestinn og hesturinn finnur alveg vel fyrir því þegar þunginn á faxinu jafnast. Ef hestar eru með mjög mikið fax þá er faxið kannski bara öðru megin, þá er alltaf meiri þungi þar. Svo náttúrulega þegar þú skiptir faxinu þá jafnast þessi þungi og hestinum líður bara miklu betur í líkamanum sínum“, segir Aníta Rós. Það er augljóst að hestunum líður mjög vel þegar Aníta Rós er að skipta faxinu. „Já, þeir róast mjög mikið við þetta, þetta er eins og gott nudd fyrir þá. Mannfólkið þekki þetta, ef einhver er að nudda þig eða fikta í hárinu á þér, þá finnst manni það ógeðslega þægilegt, þeim finnst það líka.“ Aníta Rós segir að skiptingin haldi sér í fjórar til sex vikur. En hvernig er að vera atvinnumaður í þessu faxi, hestafaxskiptinga stelpa? „Þetta er bara mjög skemmtilegt, maður hittir alltaf eitthvað nýtt fólk og nýja hesta og er í nýju umhverfi á hverjum degi. Mér finnst alltaf skemmtilegt að kynnast nýju fólki, ég er ekkert að kvarta yfir þessu,“ segir Aníta Rós hlægjandi. Handverkið er fallegt hjá Anítu Rós en skiptingin heldur sér yfirleitt í fjórar til sex vikur.Aðsend Árborg Hestar Landbúnaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Aníta Rós Kristjánsdóttir fer ekki bara í hesthús á höfuðborgarsvæðinu því hún fer líka á Suðurland og í Borgarfjörð. Hér er hún mætt í fax skiptinu í hesthúsinu í Austurási í Árborg til að skipta faxinu á merinni Kröflu, sem er drottningin í hesthúsinu. „Þetta er sem sagt bæði mjög fallegt, þetta felur list í sér. Þetta er róandi fyrir hestinn og hesturinn finnur alveg vel fyrir því þegar þunginn á faxinu jafnast. Ef hestar eru með mjög mikið fax þá er faxið kannski bara öðru megin, þá er alltaf meiri þungi þar. Svo náttúrulega þegar þú skiptir faxinu þá jafnast þessi þungi og hestinum líður bara miklu betur í líkamanum sínum“, segir Aníta Rós. Það er augljóst að hestunum líður mjög vel þegar Aníta Rós er að skipta faxinu. „Já, þeir róast mjög mikið við þetta, þetta er eins og gott nudd fyrir þá. Mannfólkið þekki þetta, ef einhver er að nudda þig eða fikta í hárinu á þér, þá finnst manni það ógeðslega þægilegt, þeim finnst það líka.“ Aníta Rós segir að skiptingin haldi sér í fjórar til sex vikur. En hvernig er að vera atvinnumaður í þessu faxi, hestafaxskiptinga stelpa? „Þetta er bara mjög skemmtilegt, maður hittir alltaf eitthvað nýtt fólk og nýja hesta og er í nýju umhverfi á hverjum degi. Mér finnst alltaf skemmtilegt að kynnast nýju fólki, ég er ekkert að kvarta yfir þessu,“ segir Aníta Rós hlægjandi. Handverkið er fallegt hjá Anítu Rós en skiptingin heldur sér yfirleitt í fjórar til sex vikur.Aðsend
Árborg Hestar Landbúnaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira