Stjórnvöld hafi reynt að blekkja félagið til að endurvekja SALEK Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2021 12:16 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ríkisstjórnina hafa reynt að blekkja félagið til að endurvekja SALEK-samkomulagið í formi Grænbókar. Hún kallar eftir skýringum frá stjórnvöldum. Nefnd um gerð grænbókar um kjarasamninga og vinnumarkaðsmál var sett á laggirnar í nóvember í fyrra og ætlað að skila tillögum sínum til forsætisráðherra í apríl. Efling sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar félagsfundar á föstudag þar sem verkefnið var harðlega gagnrýnt. „Á engum einasta tímapunkti er okkur sagt frá því að grænbókarvinna, að stjórnvöld eigi að fá að fara þessa leið og að útbúa sérstaka vinnu sem eigi að leiða til þess að fara að knýja á um að við drögumst inn í þessa vinnu og þennan ramma. Á engum tímapunkti er okkur sagt þetta,” segir Sólveig. „Ég fullyrði það að ef okkur hefði verið sagt þetta, ef ég hefði fengið þessi skilaboð, ég hefði farið með þau til minnar samninganefndar og þar hefði fólk hlegið þetta út af borðinu. En svo gerist það að þetta er þarna engu að síður. Og það er að mínu viti stórkostlega undarlegt.” Sólveig Anna hefur verið afar gagnrýnin á SALEK-samkomulagið. SALEK er norrænt vinnumarkaðsmódel og er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. „Þetta er allt hin ótrúlegasta atburðarás sem hér hefur átt sér stað. Eins og þú segir þá hefur SALEK ekki bara verið eitur í mínum beinum heldur var þeirri nálgun alfarið hafnað á þingi ASÍ árið 2016,” segir hún. „Þetta módel útilokar alla markvissa baráttu vinnandi fólks og að mínu viti er nálgun eins og þessi bara sérstaklega ólýðræðisleg. Á svona tímum sem við búum þegar verka- og láglaunafólk er á þeim stað að pólitíkin hefur alfarið snúið sér burt frá þeim og sýnir þeim engan áhuga, þá er þeim mun mikilvægara að við höfum þá möguleika í gegnum verkalýðsfélögin okkar að knýja á um þá sanngirni sem við teljum að við eigum inni.” Vinnumarkaður Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Nefnd um gerð grænbókar um kjarasamninga og vinnumarkaðsmál var sett á laggirnar í nóvember í fyrra og ætlað að skila tillögum sínum til forsætisráðherra í apríl. Efling sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar félagsfundar á föstudag þar sem verkefnið var harðlega gagnrýnt. „Á engum einasta tímapunkti er okkur sagt frá því að grænbókarvinna, að stjórnvöld eigi að fá að fara þessa leið og að útbúa sérstaka vinnu sem eigi að leiða til þess að fara að knýja á um að við drögumst inn í þessa vinnu og þennan ramma. Á engum tímapunkti er okkur sagt þetta,” segir Sólveig. „Ég fullyrði það að ef okkur hefði verið sagt þetta, ef ég hefði fengið þessi skilaboð, ég hefði farið með þau til minnar samninganefndar og þar hefði fólk hlegið þetta út af borðinu. En svo gerist það að þetta er þarna engu að síður. Og það er að mínu viti stórkostlega undarlegt.” Sólveig Anna hefur verið afar gagnrýnin á SALEK-samkomulagið. SALEK er norrænt vinnumarkaðsmódel og er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. „Þetta er allt hin ótrúlegasta atburðarás sem hér hefur átt sér stað. Eins og þú segir þá hefur SALEK ekki bara verið eitur í mínum beinum heldur var þeirri nálgun alfarið hafnað á þingi ASÍ árið 2016,” segir hún. „Þetta módel útilokar alla markvissa baráttu vinnandi fólks og að mínu viti er nálgun eins og þessi bara sérstaklega ólýðræðisleg. Á svona tímum sem við búum þegar verka- og láglaunafólk er á þeim stað að pólitíkin hefur alfarið snúið sér burt frá þeim og sýnir þeim engan áhuga, þá er þeim mun mikilvægara að við höfum þá möguleika í gegnum verkalýðsfélögin okkar að knýja á um þá sanngirni sem við teljum að við eigum inni.”
Vinnumarkaður Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira