Kannast ekki við tal um aðskilnað en sagði áður „óhjákvæmilegt“ að stefna að því markmiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2021 14:48 Ráðherra vildi ekki kannast við það í dag að rætt hefði verið að stefna að aðskilnaði ríkis og kirkju. Dómsmálaráðherra sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun ekki kannast við að um það hefði verið rætt að stefna að aðskilnaði ríkis og kirkju. Stangast þetta á við fyrri ummæli ráðherra um málið. Uppfært kl. 16.58: Svo virðist sem misskilningur hafi orðið þegar ráðherra ræddi við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hið rétta er að það stóð ekki til að koma á aðskilnaði ríkis og kirkju með umræddu frumvarpi en ráðherra segir engu að síður stefnt að því með tíð og tíma. Stundin fjallaði um viðsnúning ráðherra í frétt í morgun en í nóvember 2019 hafði RÚV eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að hún hygðist á næsta ári setja af stað vinnu til að undirbúa aðskilnað ríkis og kirkju. Sagði hún kröfur um sjálfstæði trúfélaga og lífsskoðunarfélaga vera að aukast og að bregðast þyrfti við því. Vísaði hún til þeirra samninga sem gerðir voru í september það ár um aukið fjárhagslegt sjálfstæði Þjóðkirkjunnar og forræði yfir starfsmannamálum. „Og síðan hef ég hug á því í framhaldinu að fara að vinna með kirkjunni hver næstu skref verða og horfa til framtíðar í þeim efnum,“ sagði hún við RÚV, sem fullyrti að ráðherra hefði talað um að markmið þeirrar vinnu væri aðskilnaður ríkis og kirkju. „Óhjákvæmilegt“ að stefna að fullum aðskilnaði „Hérna er verið að leggja fram frumvarp í takt við þann samning sem var gerður við Þjóðkirkjuna 2019 um stóraukið sjálfstæði kirkjunnar,“ sagði ráðherra í viðtali eftir ríkisstjórnarfundinn í dag. Kannaðist hún ekki við að hafa áður rætt um að stefna að aðskilnaði og sagði meiri vinnu þurfa að liggja þar að baki. „En þetta er stórt skref og mikilvæg að þetta sé gert í sátt við kirkjuna og í takti við það samkomulag sem var gert við Þjóðkirkjuna í lok árs 2019,“ sagði hún. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að umrætt frumvarp, ný heildarlög um Þjóðkirkjuna, færðu kirkjunni óheyrilegt fjármagn án nokkurra skuldbindinga. Þá sagði hann það uppfylla í engu orð um aðskilnað. Sjálf sagði Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í nóvember 2019: „Nýlegt samkomulag milli ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar felur í sér að hún verður ekki lengur eins og hver önnur ríkisstofnun. Hún mun fremur líkjast frjálsu trúfélagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. Þessar breytingar eru til mikilla bóta og óhjákvæmilegt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði.“ Þjóðkirkjan Trúmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Sjá meira
Uppfært kl. 16.58: Svo virðist sem misskilningur hafi orðið þegar ráðherra ræddi við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hið rétta er að það stóð ekki til að koma á aðskilnaði ríkis og kirkju með umræddu frumvarpi en ráðherra segir engu að síður stefnt að því með tíð og tíma. Stundin fjallaði um viðsnúning ráðherra í frétt í morgun en í nóvember 2019 hafði RÚV eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að hún hygðist á næsta ári setja af stað vinnu til að undirbúa aðskilnað ríkis og kirkju. Sagði hún kröfur um sjálfstæði trúfélaga og lífsskoðunarfélaga vera að aukast og að bregðast þyrfti við því. Vísaði hún til þeirra samninga sem gerðir voru í september það ár um aukið fjárhagslegt sjálfstæði Þjóðkirkjunnar og forræði yfir starfsmannamálum. „Og síðan hef ég hug á því í framhaldinu að fara að vinna með kirkjunni hver næstu skref verða og horfa til framtíðar í þeim efnum,“ sagði hún við RÚV, sem fullyrti að ráðherra hefði talað um að markmið þeirrar vinnu væri aðskilnaður ríkis og kirkju. „Óhjákvæmilegt“ að stefna að fullum aðskilnaði „Hérna er verið að leggja fram frumvarp í takt við þann samning sem var gerður við Þjóðkirkjuna 2019 um stóraukið sjálfstæði kirkjunnar,“ sagði ráðherra í viðtali eftir ríkisstjórnarfundinn í dag. Kannaðist hún ekki við að hafa áður rætt um að stefna að aðskilnaði og sagði meiri vinnu þurfa að liggja þar að baki. „En þetta er stórt skref og mikilvæg að þetta sé gert í sátt við kirkjuna og í takti við það samkomulag sem var gert við Þjóðkirkjuna í lok árs 2019,“ sagði hún. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að umrætt frumvarp, ný heildarlög um Þjóðkirkjuna, færðu kirkjunni óheyrilegt fjármagn án nokkurra skuldbindinga. Þá sagði hann það uppfylla í engu orð um aðskilnað. Sjálf sagði Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í nóvember 2019: „Nýlegt samkomulag milli ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar felur í sér að hún verður ekki lengur eins og hver önnur ríkisstofnun. Hún mun fremur líkjast frjálsu trúfélagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. Þessar breytingar eru til mikilla bóta og óhjákvæmilegt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði.“
Þjóðkirkjan Trúmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Sjá meira