Stefán Rafn: Þetta var bara heppni, ég verð vonandi betri Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 16. mars 2021 22:45 Stefán Rafn mættur á Ásvelli á ný Stefán Rafn Sigurmannsson var mættur á völlinn í sínum fyrsta leik fyrir Hauka síðan 2012. Hann skoraði 6 mörk í endurkomunni gegn Stjörnunni á Ásvöllum „Þetta var bara fínt, ég er bara þreyttur. Ég er náttúrulega búinn að spila svo lítið síðastliðna eitt og hálfa árið svo þetta situr smá í manni svona strax eftir leik“ sagði Stefán Rafn, sem hefur lítið sem ekkert spilað vegna meiðsla og var það ástæðan fyrir heimkomunni frá Pick Szeged undir lok seinasta árs. „Það var mjög gaman að koma hérna aftur, spila aðeins með strákunum. Mjög jákvætt að sækja þessi tvö stig eftir að við misstum þetta svolítið niður, við gerðum mikið af tæknifeilum, vorum ekki að vinna maður á mann og gerðum mikið af bara aulamistökum“ sagði Stefán Rafn um gang leiksins Haukar höfðu öll tök á leiknum í fyrri hálfleik með fimm marka forystu í hálfleik og í nokkuð þægilegri stöðu eftir góða spilamennsku í fyrri hálfleiknum. Stefán vill ekki meina að þeir hafi ekki búist við þessum viðsnúningi gestanna „þetta var kannski bara kæruleysi hjá okkur, við vorum bara að spila illa sóknarlega á köflum. Það varð bara erfitt að hlaupa á eftir þeim, en við hristum allavega upp í þessu og náðum í þessa tvo punkta“ Stefán byrjaði leikinn í horninu og spilaði nær allan leikinn sem er talsvert meira en hann sjálfur bjóst við fyrir leik „Ég ætlaði ekki að spila svona rosalega mikið, það sýndi sig líka undir lokin að ég var orðinn mjög þreyttur. Það er bara „recovery“ á morgun og reyna að vera klár í næsta leik“ Stefán talaði um það fyrir leik að hann væri ekki orðinn 100% heill af sínum meiðslum en hann spilaði mjög vel í dag og skoraði 6 mörk, hann vill þó ekki gera mikið úr sinni frammistöðu „Þetta var bara heppni, ég verð vonandi betri þegar ég verð orðinn 100%“ sagði Stebbi en fann hann fyrir mikilli pressu að mæta á völlinn eftir 8 ár í atvinnumennsku? „Nei nei, ég er svo kærulaus, ég pæli svo lítið í þessu. Ég elska bara Hauka og líður ótrúlega vel hérna“ sagði Stefán Rafn að lokum Olís-deild karla Haukar Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira
„Þetta var bara fínt, ég er bara þreyttur. Ég er náttúrulega búinn að spila svo lítið síðastliðna eitt og hálfa árið svo þetta situr smá í manni svona strax eftir leik“ sagði Stefán Rafn, sem hefur lítið sem ekkert spilað vegna meiðsla og var það ástæðan fyrir heimkomunni frá Pick Szeged undir lok seinasta árs. „Það var mjög gaman að koma hérna aftur, spila aðeins með strákunum. Mjög jákvætt að sækja þessi tvö stig eftir að við misstum þetta svolítið niður, við gerðum mikið af tæknifeilum, vorum ekki að vinna maður á mann og gerðum mikið af bara aulamistökum“ sagði Stefán Rafn um gang leiksins Haukar höfðu öll tök á leiknum í fyrri hálfleik með fimm marka forystu í hálfleik og í nokkuð þægilegri stöðu eftir góða spilamennsku í fyrri hálfleiknum. Stefán vill ekki meina að þeir hafi ekki búist við þessum viðsnúningi gestanna „þetta var kannski bara kæruleysi hjá okkur, við vorum bara að spila illa sóknarlega á köflum. Það varð bara erfitt að hlaupa á eftir þeim, en við hristum allavega upp í þessu og náðum í þessa tvo punkta“ Stefán byrjaði leikinn í horninu og spilaði nær allan leikinn sem er talsvert meira en hann sjálfur bjóst við fyrir leik „Ég ætlaði ekki að spila svona rosalega mikið, það sýndi sig líka undir lokin að ég var orðinn mjög þreyttur. Það er bara „recovery“ á morgun og reyna að vera klár í næsta leik“ Stefán talaði um það fyrir leik að hann væri ekki orðinn 100% heill af sínum meiðslum en hann spilaði mjög vel í dag og skoraði 6 mörk, hann vill þó ekki gera mikið úr sinni frammistöðu „Þetta var bara heppni, ég verð vonandi betri þegar ég verð orðinn 100%“ sagði Stebbi en fann hann fyrir mikilli pressu að mæta á völlinn eftir 8 ár í atvinnumennsku? „Nei nei, ég er svo kærulaus, ég pæli svo lítið í þessu. Ég elska bara Hauka og líður ótrúlega vel hérna“ sagði Stefán Rafn að lokum
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira