Fyrstu myndir dagsins staðfesta að um lítið gos sé að ræða Eiður Þór Árnason skrifar 20. mars 2021 08:51 Fyrstu myndir af gosinu í dagsbirtu sýna hraun flæða upp úr sprungunni í Geldingadal. Landhelgisgæslan Fyrstu myndir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar nú í morgun staðfesta að um lítið gos sé að ræða á Reykjanesskaga og hraunstreymið sé enn innikróað í Geldingadal við Fagradalsfjall. Þetta segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort krafturinn í gosinu hafi breyst en nýjar upplýsingar liggja fyrir á tíunda tímanum. Þyrlan fór í loftið klukkan 7:20 með náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands. Áætlað er að þyrlan lendi í Reykjavík um níuleytið. „Framundan eru gasmælingar og fleiri mælingar til að meta framvinunda núna með morgninum,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi. Hann segir að ný gasspá verði tilbúin á næstunni en íbúar sem búa austan við eldstöðvarnar, í Ölfusi, Selvogi, Þorlákshöfn, Hveragerði og á Árborgarsvæðinu voru beðnir um að loka gluggum í gærkvöldi vegna hættu á gasmengun. Engar skaðlegar gastegundir mældust í byggð í nótt. „Það þarf að áætla kvikustreymi og gasútsteymi á staðnum upp á að spáin verði sem nákvæmust og það er verið að vinna í því núna.“ Kvikustrókarnir um og yfir 50 metra Einar segir að skjálftavirkni hafi minnkað eftir að gosið hófst líkt og búast mátti við. Um 160 skjálftar mældust frá miðnætti að klukkan sex í morgun, sá stærsti 2,3 að stærð klukkan 05:01. Líkt og áður segir munu sérfræðingar Veðurstofunnar leggjast yfir nýjustu gögn og mælingar á næstu klukkustundum til að átta sig betur á stöðunni. „Miðað við athuganir sem voru gerðar í nótt þá voru kvikustrókarnir þá um og yfir 50 metra í loftið. Svo verður það metið á ný út frá nýjustu myndunum núna en það er ekki óalgengt að mesti krafturinn sé í byrjun goss,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28 Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Þyrlan fór í loftið klukkan 7:20 með náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands. Áætlað er að þyrlan lendi í Reykjavík um níuleytið. „Framundan eru gasmælingar og fleiri mælingar til að meta framvinunda núna með morgninum,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi. Hann segir að ný gasspá verði tilbúin á næstunni en íbúar sem búa austan við eldstöðvarnar, í Ölfusi, Selvogi, Þorlákshöfn, Hveragerði og á Árborgarsvæðinu voru beðnir um að loka gluggum í gærkvöldi vegna hættu á gasmengun. Engar skaðlegar gastegundir mældust í byggð í nótt. „Það þarf að áætla kvikustreymi og gasútsteymi á staðnum upp á að spáin verði sem nákvæmust og það er verið að vinna í því núna.“ Kvikustrókarnir um og yfir 50 metra Einar segir að skjálftavirkni hafi minnkað eftir að gosið hófst líkt og búast mátti við. Um 160 skjálftar mældust frá miðnætti að klukkan sex í morgun, sá stærsti 2,3 að stærð klukkan 05:01. Líkt og áður segir munu sérfræðingar Veðurstofunnar leggjast yfir nýjustu gögn og mælingar á næstu klukkustundum til að átta sig betur á stöðunni. „Miðað við athuganir sem voru gerðar í nótt þá voru kvikustrókarnir þá um og yfir 50 metra í loftið. Svo verður það metið á ný út frá nýjustu myndunum núna en það er ekki óalgengt að mesti krafturinn sé í byrjun goss,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28 Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28
Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39