Staðfestir höfnun á innflutningi fugla sem voru aflífaðir fyrir þremur árum Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 16:41 Skrautfuglarnir voru af mörgum stærðum og gerðum. Þeirra á meðal voru gárar eins og þessi. Stöð 2 Tæpur þremur árum eftir að á þriðja hundrað skrautfuglar voru aflífaðir að kröfu Matvælastofnunar hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfest ákvörðun stofnunarinnar um að hafna innflutningi á fuglunum. Gæludýraverslunin Dýraríkið í Holtagörðum flutti inn 358 unga skrautfugla frá Hollandi í febrúar árið 2018. Þeir voru hafðir í sóttkví sem átti upphaflega að standa yfir í fjórar vikur. Sníkjudýr greindist í fuglunum í sóttkvínni, þar á meðal svonefndur norrænn fuglamítill í fyrsta skipti á Íslandi. Norræni fuglamítillinn er sagður þekktur skaðvaldur erlendis, meðal annars á alifuglabúum. Hætta hafi verið á að smit bærist í aðra fugla og að mítillinn næði fótfestu hérlendis með tilheyrandi tjóni. Töluverðar deilur upphófust á milli eigenda Dýraríkisins og Matvælastofnunar vegna fuglanna. Stofnuni krafðist þess að þeir yrðu aflífaðir en eigendurnir töldu hægt að meðhöndla þá með lyfjum. Úr varð að 232 fuglar sem eftir lifðu voru aflífaðir í júlí 2018. Þá höfðu 37% þegar drepist í sóttkvínni, að því er kemur fram í ákvörðun ráðuneytisins um að staðfesta höfnun innflutningsins sem var birt í dag. Ráðuneytið féllst ekki á rök innflytjandans um að Matvælastofnun hefði hvorki sinnt rannsóknarskyldu sinni né gætt meðalhófs við meðferð málsins. Matvælastofnun hefði kannað hvort hægt væri að útrýma mítlinum en taldi að ekki væri hægt að sýna fram á fullnægjandi aðferð til þess. „Ráðuneytið taldi að ekki væri hægt að tryggja að smit bærist ekki í aðra fugla í landinu. Samkvæmt 15. gr. laga um innflutning dýra bæri Matvælastofnun að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma sem upp koma í einangrunarstöðvum. Var því höfnun innflutnings staðfest af ráðuneytinu,“ segir í ákvörðuninni. Dýr Stjórnsýsla Gæludýr Fuglar Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Gæludýraverslunin Dýraríkið í Holtagörðum flutti inn 358 unga skrautfugla frá Hollandi í febrúar árið 2018. Þeir voru hafðir í sóttkví sem átti upphaflega að standa yfir í fjórar vikur. Sníkjudýr greindist í fuglunum í sóttkvínni, þar á meðal svonefndur norrænn fuglamítill í fyrsta skipti á Íslandi. Norræni fuglamítillinn er sagður þekktur skaðvaldur erlendis, meðal annars á alifuglabúum. Hætta hafi verið á að smit bærist í aðra fugla og að mítillinn næði fótfestu hérlendis með tilheyrandi tjóni. Töluverðar deilur upphófust á milli eigenda Dýraríkisins og Matvælastofnunar vegna fuglanna. Stofnuni krafðist þess að þeir yrðu aflífaðir en eigendurnir töldu hægt að meðhöndla þá með lyfjum. Úr varð að 232 fuglar sem eftir lifðu voru aflífaðir í júlí 2018. Þá höfðu 37% þegar drepist í sóttkvínni, að því er kemur fram í ákvörðun ráðuneytisins um að staðfesta höfnun innflutningsins sem var birt í dag. Ráðuneytið féllst ekki á rök innflytjandans um að Matvælastofnun hefði hvorki sinnt rannsóknarskyldu sinni né gætt meðalhófs við meðferð málsins. Matvælastofnun hefði kannað hvort hægt væri að útrýma mítlinum en taldi að ekki væri hægt að sýna fram á fullnægjandi aðferð til þess. „Ráðuneytið taldi að ekki væri hægt að tryggja að smit bærist ekki í aðra fugla í landinu. Samkvæmt 15. gr. laga um innflutning dýra bæri Matvælastofnun að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma sem upp koma í einangrunarstöðvum. Var því höfnun innflutnings staðfest af ráðuneytinu,“ segir í ákvörðuninni.
Dýr Stjórnsýsla Gæludýr Fuglar Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira