Allir frá rauðum löndum í sótttvarnahús Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2021 19:20 Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að afbrigði sem eru meira smitandi eins og breska afbrigðið af kórónuveirunni nái fótfestu í landinu. Stöð 2/Sigurjón Börn fædd árið 2005 eða síðar skulu fara í sýnatöku við komuna til landsins eins og fullorðnir og allir sem koma frá hásmitasvæðum verður gert að taka sóttkví út í sóttvarnahúsi frá og með fyrsta apríl. Verið er að leita að hótelum til að hýsa þetta fólk. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fundaði með formönnum stjórnarflokkanna fyrir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann hafði áður sent heilbrigðisráðherra minnisblað um breyttar aðgerðir á landamærunum. Hvað er þá helst hægt að gera, skikka fólk í sóttvarnahús eða hvað? „Já það er eitt af því, að ger það. Því við erum að sjá þessi smit sem koma inn koma í tengslum við að fólk er kannski ekki alveg að halda sóttkví eins vel og það ætti að gera og við viljum einhvern veginn reyna að girða fyrir það,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti þá tillögu sóttvarnalæknis að fólk frá eldrauðum löndum í Evrópu þurfi allt að taka sóttkví milli tvöfaldrar sýnatöku við komuna til landsins út í sóttvarnahúsi. Þær reglur taki gildi hinn 1. apríl. „Þetta sem við erum að tala um sem eldrauð lönd eru þau lönd þar sem smitið og útbreiðslan er hvað mest. Þar undir eru til dæmis Pólland og Ungverjaland og fleiri lönd,“ segir heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir segir taka einhverja daga að ganga frá samningum við hótel þannig að hægt sé að koma öllum farþegum frá rauðum löndum fyrir í sóttvarnahúsi.Stöð 2/Arnar Þannig að hvort sem það eru Íslendingar eða erlendir ferðamenn þá fari allir í sóttvarnahús sem komi frá vissum svæðum? „Já, það er í raun og veru það sem við erum að leggja til. Við sjáum að það mun taka einhverja daga að koma þessu í kring. Við erum að vinna að því að leigja hótel og fleiri rými til að geta gert þetta svona,“ segir Svandís. Þá verði þau sem greinist með hættulegri afbrigði af veirunni einnig að dvelja í sóttvarnahúsi. Heilbrigðisráðherra samþykkti einnig þá tillögu Þórólfs að börn fædd 2005 og síðar þurfi að sömuleiðis að fara í sóttvarnahús með þeim fullorðnu einstaklingum sem þau koma með til landsins. Enda vísbendingar um að breska afbrigðið leggist einnig á börn. „Það eru upplýsingar til dæmis frá Noregi um að yngri aldurshópar séu að sýkjast. Kannski veikjast meira en áður og leggjast jafnvel inn. Þannig að við þurfum þá að endurskoða hvort börn gætu hugsanlega verið að bera með sér veiruna hingað inn,“ sagði Þórólfur Guðnason. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fundaði með formönnum stjórnarflokkanna fyrir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann hafði áður sent heilbrigðisráðherra minnisblað um breyttar aðgerðir á landamærunum. Hvað er þá helst hægt að gera, skikka fólk í sóttvarnahús eða hvað? „Já það er eitt af því, að ger það. Því við erum að sjá þessi smit sem koma inn koma í tengslum við að fólk er kannski ekki alveg að halda sóttkví eins vel og það ætti að gera og við viljum einhvern veginn reyna að girða fyrir það,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti þá tillögu sóttvarnalæknis að fólk frá eldrauðum löndum í Evrópu þurfi allt að taka sóttkví milli tvöfaldrar sýnatöku við komuna til landsins út í sóttvarnahúsi. Þær reglur taki gildi hinn 1. apríl. „Þetta sem við erum að tala um sem eldrauð lönd eru þau lönd þar sem smitið og útbreiðslan er hvað mest. Þar undir eru til dæmis Pólland og Ungverjaland og fleiri lönd,“ segir heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir segir taka einhverja daga að ganga frá samningum við hótel þannig að hægt sé að koma öllum farþegum frá rauðum löndum fyrir í sóttvarnahúsi.Stöð 2/Arnar Þannig að hvort sem það eru Íslendingar eða erlendir ferðamenn þá fari allir í sóttvarnahús sem komi frá vissum svæðum? „Já, það er í raun og veru það sem við erum að leggja til. Við sjáum að það mun taka einhverja daga að koma þessu í kring. Við erum að vinna að því að leigja hótel og fleiri rými til að geta gert þetta svona,“ segir Svandís. Þá verði þau sem greinist með hættulegri afbrigði af veirunni einnig að dvelja í sóttvarnahúsi. Heilbrigðisráðherra samþykkti einnig þá tillögu Þórólfs að börn fædd 2005 og síðar þurfi að sömuleiðis að fara í sóttvarnahús með þeim fullorðnu einstaklingum sem þau koma með til landsins. Enda vísbendingar um að breska afbrigðið leggist einnig á börn. „Það eru upplýsingar til dæmis frá Noregi um að yngri aldurshópar séu að sýkjast. Kannski veikjast meira en áður og leggjast jafnvel inn. Þannig að við þurfum þá að endurskoða hvort börn gætu hugsanlega verið að bera með sér veiruna hingað inn,“ sagði Þórólfur Guðnason.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira