Fótboltastrákurinn fyrst í sóttkví „en svo fór boltinn að rúlla“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. mars 2021 14:42 Eyrún Helga Aradóttir, þriggja barna móðir, tók fréttum af sóttkví allra þriggja barna hennar af miklu æðruleysi. Hún bindur vonir við að rakningarteyminu takist að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Á efri hæðinni eru þau Björn Steinar Garðarsson, Lilja Garðarsdóttir og Eyrún Helga Aradóttir og út í garði stendur Ari Bergur Garðarsson. Vísir/Vilhelm „Þetta lítur bara alls ekki vel út. Engum blöðum er um það að fletta.“ Þetta segir Eyrún Helga Aradóttir, þriggja barna móðir í Laugarneshverfi, en hún er í þeirri stöðu að börnin hennar þrjú eru ýmist í sóttkví eða úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar í Laugarnesskóla. Í gær kom í ljós að ellefu nemendur 6. bekkjar við skólann hefðu smitast af veirunni. Nemendurnir eru því alls tólf sem hafa greinst með veiruna auk eins kennara við skólann. Forsaga málsins er sú að smit kom upp hjá 5. flokki drengja sem æfa knattspyrnu hjá Þrótti. Í gærkvöldi var ákveðið að allur 5. flokkur færi í sóttkví. Hinn tíu ára fótboltastrákur Ari Bergur Garðarsson er á meðal þeirra sem var sendur í sóttkví vegna málsins. Eyrún segir að hún hafi fengið þetta staðfest í gærkvöldi. „En svo fór boltinn að rúlla. Við í hverfinu erum vel tengd og vel tengd inn í skólasamfélagið og erum öll í góðu sambandi og samstarfi hér – og sjálfsagt er það þannig í öllum skólahverfum – en eftir að við töluðum saman þá fór maður að skilja hvað væri í gangi. […] Það virðast bara vera ótal mörg smit innan veggja skólans.“ Ari Bergur Garðarsson fótboltakappinn knái létur sér ekki leiðast í sóttkví. Hann hefur nýtt tímann í að spila tölvuleiki og í að æfa sig í fótbolta úti í garði.Vísir/vilhelm Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla voru sendir í úrvinnslusóttkví í gær en það hafði í för með sér að hinn sonur Eyrúnar, hinn átta ára Björn Steinar Garðarsson, þurfti einnig að fara í sóttkví. Í morgun fékk Eyrún skilaboð frá leikskóla dóttur sinnar, Lilju Garðarsdóttur, um að vinsamlegast halda börnum sínum heima ef önnur börn á heimilinu væru annað hvort í sóttkví eða úrvinnslusóttkví svo úr varð að öll börnin þrjú eru heima í dag. Eyrún segir ljóst að verið sé að huga að öryggi barnanna og er þakklát fyrir að leikskólinn hafi tekið þessa stefnu í málinu. „Sem er frábært, eðlilegt og gott að þessi ákvörðun sé bara tekin fyrir mann.“ Hún kveðst einnig afar þakklát skólayfirvöldum fyrir að hafa tekið fast og vel á málum og vonar að skólinn verði lokaður fram yfir páska. Þá segir hún viðbrögð þjálfara hjá Þrótti hafa verið fumlaus og upplýsingaflæðið gott. „Þetta er gríðarleg vinna. Þeir hafa staðið sig mjög vel og haldið okkur vel upplýstum og þjálfarinn búinn að hringja og það er engin smá vinna að hringja kannski í foreldra alls sjötíu og fimm stráka.“ Það hafi mikla þýðingu að vera vel upplýst um gang mála því það sé talsvert ógnvekjandi að hópsýking hafi komið upp í skóla barna hennar. „Mér finnst þetta bara mjög ógnvekjandi og þetta setur vissulega að mér ugg. […] Um leið og maður heyrði að það væri eitt barn sem hefði hugsanlega smitast innan veggja skólans, þá eiginlega getur maður verið fullviss um að þau eru fleiri og það hefur komið á daginn.“ Eyrún Helga Aradóttir og kátu krakkarnir hennar þrír. Vísir/Vilhelm Ari Bergur hefur sér aðstöðu á neðri hæðinni þar sem hann getur verið í sóttkví en Eyrún segir að honum leiðist alls ekki neitt. „Hann er bara mjög hress og nokkuð sáttur. Hann er bara í tölvuherberginu og finnst það ekkert leiðinlegt og fer út í garð og æfir sig í fótbolta og sá sem er í þriðja bekk er líka mjög hress. Leikskólabarnið er farið að hósta sem er í sjálfu sér, í venjulegu árferði, ekkert óeðlilegt.“ Að öðru leyti séu allir nokkuð hraustir. Eyrún er búin að panta sýnatöku fyrir barnahópinn í heild sinni. Það sé afar mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. „Við verðum að gera þetta saman, við verðum að taka höndum saman, það er bara ekkert öðruvísi en það.“ „Ég viðurkenni það alveg að maður var farinn að hlakka til að fara út að borða og gera eitthvað skemmtilegt en þetta var aldrei búið og það var líka alveg búið að gefa það út. Þetta er ekki búið, við verðum að fara varlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir „Ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar“ Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir erfitt að segja til um hversu mikið samfélagslegt smit er orðið eða hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin. 24. mars 2021 12:34 Kortleggja áhrif hópsýkingar á skólastarf Ellefu nemendur við Laugarnesskóla greindust með Covid-19 smit eftir sýnatöku gærdagsins. Í heild hafa því þrettán smit greinst í skólanum, tólf nemendur og einn kennari. 24. mars 2021 12:26 „Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46 Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Í gær kom í ljós að ellefu nemendur 6. bekkjar við skólann hefðu smitast af veirunni. Nemendurnir eru því alls tólf sem hafa greinst með veiruna auk eins kennara við skólann. Forsaga málsins er sú að smit kom upp hjá 5. flokki drengja sem æfa knattspyrnu hjá Þrótti. Í gærkvöldi var ákveðið að allur 5. flokkur færi í sóttkví. Hinn tíu ára fótboltastrákur Ari Bergur Garðarsson er á meðal þeirra sem var sendur í sóttkví vegna málsins. Eyrún segir að hún hafi fengið þetta staðfest í gærkvöldi. „En svo fór boltinn að rúlla. Við í hverfinu erum vel tengd og vel tengd inn í skólasamfélagið og erum öll í góðu sambandi og samstarfi hér – og sjálfsagt er það þannig í öllum skólahverfum – en eftir að við töluðum saman þá fór maður að skilja hvað væri í gangi. […] Það virðast bara vera ótal mörg smit innan veggja skólans.“ Ari Bergur Garðarsson fótboltakappinn knái létur sér ekki leiðast í sóttkví. Hann hefur nýtt tímann í að spila tölvuleiki og í að æfa sig í fótbolta úti í garði.Vísir/vilhelm Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla voru sendir í úrvinnslusóttkví í gær en það hafði í för með sér að hinn sonur Eyrúnar, hinn átta ára Björn Steinar Garðarsson, þurfti einnig að fara í sóttkví. Í morgun fékk Eyrún skilaboð frá leikskóla dóttur sinnar, Lilju Garðarsdóttur, um að vinsamlegast halda börnum sínum heima ef önnur börn á heimilinu væru annað hvort í sóttkví eða úrvinnslusóttkví svo úr varð að öll börnin þrjú eru heima í dag. Eyrún segir ljóst að verið sé að huga að öryggi barnanna og er þakklát fyrir að leikskólinn hafi tekið þessa stefnu í málinu. „Sem er frábært, eðlilegt og gott að þessi ákvörðun sé bara tekin fyrir mann.“ Hún kveðst einnig afar þakklát skólayfirvöldum fyrir að hafa tekið fast og vel á málum og vonar að skólinn verði lokaður fram yfir páska. Þá segir hún viðbrögð þjálfara hjá Þrótti hafa verið fumlaus og upplýsingaflæðið gott. „Þetta er gríðarleg vinna. Þeir hafa staðið sig mjög vel og haldið okkur vel upplýstum og þjálfarinn búinn að hringja og það er engin smá vinna að hringja kannski í foreldra alls sjötíu og fimm stráka.“ Það hafi mikla þýðingu að vera vel upplýst um gang mála því það sé talsvert ógnvekjandi að hópsýking hafi komið upp í skóla barna hennar. „Mér finnst þetta bara mjög ógnvekjandi og þetta setur vissulega að mér ugg. […] Um leið og maður heyrði að það væri eitt barn sem hefði hugsanlega smitast innan veggja skólans, þá eiginlega getur maður verið fullviss um að þau eru fleiri og það hefur komið á daginn.“ Eyrún Helga Aradóttir og kátu krakkarnir hennar þrír. Vísir/Vilhelm Ari Bergur hefur sér aðstöðu á neðri hæðinni þar sem hann getur verið í sóttkví en Eyrún segir að honum leiðist alls ekki neitt. „Hann er bara mjög hress og nokkuð sáttur. Hann er bara í tölvuherberginu og finnst það ekkert leiðinlegt og fer út í garð og æfir sig í fótbolta og sá sem er í þriðja bekk er líka mjög hress. Leikskólabarnið er farið að hósta sem er í sjálfu sér, í venjulegu árferði, ekkert óeðlilegt.“ Að öðru leyti séu allir nokkuð hraustir. Eyrún er búin að panta sýnatöku fyrir barnahópinn í heild sinni. Það sé afar mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. „Við verðum að gera þetta saman, við verðum að taka höndum saman, það er bara ekkert öðruvísi en það.“ „Ég viðurkenni það alveg að maður var farinn að hlakka til að fara út að borða og gera eitthvað skemmtilegt en þetta var aldrei búið og það var líka alveg búið að gefa það út. Þetta er ekki búið, við verðum að fara varlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir „Ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar“ Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir erfitt að segja til um hversu mikið samfélagslegt smit er orðið eða hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin. 24. mars 2021 12:34 Kortleggja áhrif hópsýkingar á skólastarf Ellefu nemendur við Laugarnesskóla greindust með Covid-19 smit eftir sýnatöku gærdagsins. Í heild hafa því þrettán smit greinst í skólanum, tólf nemendur og einn kennari. 24. mars 2021 12:26 „Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46 Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
„Ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar“ Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir erfitt að segja til um hversu mikið samfélagslegt smit er orðið eða hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin. 24. mars 2021 12:34
Kortleggja áhrif hópsýkingar á skólastarf Ellefu nemendur við Laugarnesskóla greindust með Covid-19 smit eftir sýnatöku gærdagsins. Í heild hafa því þrettán smit greinst í skólanum, tólf nemendur og einn kennari. 24. mars 2021 12:26
„Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46
Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30