Tíu prósent smitaðra gætu þurft að leggjast inn: Aftur safnað í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2021 11:29 Alma Möller landlæknir. Lögreglan Heilbrigðisyfirvöld gera ráð fyrir að allt að 10 prósent þeirra sem veikjast af breska afbrigði SARS-CoV-2 muni þurfa að leggjast inn á spítala. Verið er að vinna í að styrkja getu Covid-19 göngudeildar og getuna til að taka á móti börnum. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Fram kom á fundinum að breska afbrigðið er ekki bara meira smitandi heldur einnig alvarlegra en önnur en tvær tegundir þess eru nú á landinu. 2,5 fallt fleiri leggjast inn á sjúkrahús vegna breska afbrigðisins en þeirra sem á undan hafa farið og má gera ráð fyrir að hið fjögurra prósenta hlutfall smitaðra sem lögðust inn í fyrri bylgjum aukist í tíu prósent. Heilbrigðisyfirvöld funduðu með fulltrúum Landspítala í gær og hafa einnig átt samtöl við forsvarsmenn annarra heilbrigðisstofnana. Þá hefur mikið verið að gera hjá heilsugæslunni en búist er við að á þriðja þúsund sýna verði tekin í dag. Sömuleiðis er mikið að gera í bólusetningum og verða mörg þúsund bólusett í vikunni. Heilsugæslan biðlar til þeirra sem eru í sóttkví að mæta eingöngu í boðaðan tíma í sýnatöku og þeir sem þurfa á læknisaðstoð að halda eru beðnir um að hringja og fá leiðbeiningar. Þeir sem eru með einkenni öndunarfærasýkinga eru beðnir um að fara fyrst í sýnatöku og ef þeir fá neikvætt að hringja þá í heilsugæsluna eða koma á vaktina ef þeir þurfa aðstoð. Viðhafa þarf ýtrustu smitvarnir en ef menn eru mjög veikir er hægt að mæta beint á heilsugæsluna. Alma sagði skráningu hafna að nýju í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Verið væri að byrja upp á nýtt þannig að þeir sem vildu bjóða fram krafta sína þyrftu að hafa aftur samband. Biðlaði hún sérstaklega til heilbrigðisstarfsfólk sem væri að vinna við önnur störf, utan opinberu heilbrigðisþjónustunnar eða væru farnir á eftirlaun. Þá geta nemar einnig skráð sig. Sagðist hún hins vegar vonast til þess að ástandið yrði ekki langvarandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Fram kom á fundinum að breska afbrigðið er ekki bara meira smitandi heldur einnig alvarlegra en önnur en tvær tegundir þess eru nú á landinu. 2,5 fallt fleiri leggjast inn á sjúkrahús vegna breska afbrigðisins en þeirra sem á undan hafa farið og má gera ráð fyrir að hið fjögurra prósenta hlutfall smitaðra sem lögðust inn í fyrri bylgjum aukist í tíu prósent. Heilbrigðisyfirvöld funduðu með fulltrúum Landspítala í gær og hafa einnig átt samtöl við forsvarsmenn annarra heilbrigðisstofnana. Þá hefur mikið verið að gera hjá heilsugæslunni en búist er við að á þriðja þúsund sýna verði tekin í dag. Sömuleiðis er mikið að gera í bólusetningum og verða mörg þúsund bólusett í vikunni. Heilsugæslan biðlar til þeirra sem eru í sóttkví að mæta eingöngu í boðaðan tíma í sýnatöku og þeir sem þurfa á læknisaðstoð að halda eru beðnir um að hringja og fá leiðbeiningar. Þeir sem eru með einkenni öndunarfærasýkinga eru beðnir um að fara fyrst í sýnatöku og ef þeir fá neikvætt að hringja þá í heilsugæsluna eða koma á vaktina ef þeir þurfa aðstoð. Viðhafa þarf ýtrustu smitvarnir en ef menn eru mjög veikir er hægt að mæta beint á heilsugæsluna. Alma sagði skráningu hafna að nýju í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Verið væri að byrja upp á nýtt þannig að þeir sem vildu bjóða fram krafta sína þyrftu að hafa aftur samband. Biðlaði hún sérstaklega til heilbrigðisstarfsfólk sem væri að vinna við önnur störf, utan opinberu heilbrigðisþjónustunnar eða væru farnir á eftirlaun. Þá geta nemar einnig skráð sig. Sagðist hún hins vegar vonast til þess að ástandið yrði ekki langvarandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira