Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2021 15:36 Bólusetningin fer fram í Laugardagshöllinni. Vísir/Vilhelm Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. Er um að ræða fyrri bólusetningu fyrir þennan hóp og verður notast við bóluefni AstraZeneca. Frá þessu er greint á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en þar segir að reynsla síðustu mánaða hafi sýnt að umrætt bóluefni sé öruggt og áhrifaríkt fyrir eldra fólk. Hlé var um tíma gert á notkun efnisins á meðan athugun fór fram á blóðtappatilfellum. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag að rannsóknir hafi nú sýnt að blóðsega- og blæðingavandamál á borð við blóðtappa kæmu nær eingöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára. Þá sagði sóttvarnalæknir gögn gefa til kynna að bóluefnið væri jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá þeim yngri og fækkaði tilfellum um 85 prósent. Evrópuþjóðir, þar á meðal Svíar og Finnar hafa nú hafið bólusetningar á ný með bóluefni AstraZeneca hjá 65 ára og eldri. Þórólfur sagði að bóluefnið yrði hér fyrst um sinn gefið 70 ára og eldri og hvatti alla sem fengju boð í bólusetningu til að mæta og láta það ekki vera fyrirstöðu að um væri að ræða bóluefnið frá AstraZeneca. Geta mætt þó SMS hafi ekki borist Boð um bólusetninguna á morgun hafa verið send með SMS-skilaboðum og er fólk beðið um að fylgja tímasetningu sem þar kemur fram, af því er fram kemur á vef heilsugæslunnar. Þeir sem eru fæddir 1948 eða fyrr en hafa ekki fengið SMS-skilaboð geta samt sem áður komið í Laugardalshöllina á morgun milli klukkan 9-15 og fengið bólusetningu. Heilsugæslan beinir því til fólks að mæta með skilríki og minnir á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin. Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það. Þeir sem ekki þiggja bólusetningu eru beðnir um að láta vita með tölvupósti á bolusetning@heilsugaeslan.is eða i síma 513-5000. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Er um að ræða fyrri bólusetningu fyrir þennan hóp og verður notast við bóluefni AstraZeneca. Frá þessu er greint á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en þar segir að reynsla síðustu mánaða hafi sýnt að umrætt bóluefni sé öruggt og áhrifaríkt fyrir eldra fólk. Hlé var um tíma gert á notkun efnisins á meðan athugun fór fram á blóðtappatilfellum. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag að rannsóknir hafi nú sýnt að blóðsega- og blæðingavandamál á borð við blóðtappa kæmu nær eingöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára. Þá sagði sóttvarnalæknir gögn gefa til kynna að bóluefnið væri jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá þeim yngri og fækkaði tilfellum um 85 prósent. Evrópuþjóðir, þar á meðal Svíar og Finnar hafa nú hafið bólusetningar á ný með bóluefni AstraZeneca hjá 65 ára og eldri. Þórólfur sagði að bóluefnið yrði hér fyrst um sinn gefið 70 ára og eldri og hvatti alla sem fengju boð í bólusetningu til að mæta og láta það ekki vera fyrirstöðu að um væri að ræða bóluefnið frá AstraZeneca. Geta mætt þó SMS hafi ekki borist Boð um bólusetninguna á morgun hafa verið send með SMS-skilaboðum og er fólk beðið um að fylgja tímasetningu sem þar kemur fram, af því er fram kemur á vef heilsugæslunnar. Þeir sem eru fæddir 1948 eða fyrr en hafa ekki fengið SMS-skilaboð geta samt sem áður komið í Laugardalshöllina á morgun milli klukkan 9-15 og fengið bólusetningu. Heilsugæslan beinir því til fólks að mæta með skilríki og minnir á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin. Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það. Þeir sem ekki þiggja bólusetningu eru beðnir um að láta vita með tölvupósti á bolusetning@heilsugaeslan.is eða i síma 513-5000. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40