Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. mars 2021 15:19 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var kátur í Laugardalshöll í dag. Eftir margra mánaða fræðilega stúdíu á bóluefnum gegn Covid-19 var komið að verklega hlutanum. Vísir/Sigurjón Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. Kári sagðist vera mjög þakklátur fyrir að hafa fengið bóluefni og hvetur alla til að þiggja slíkt boð. Ekki sé ástæða til að óttast öryggi bóluefnisins frá AstraZenca. „Ég held að þetta bóluefni frá AstraZeneca sé að öllum líkindum svipað bóluefnunum frá Pfizer og Moderna. Það er bara óheppilegt að sagan í kringum AstraZeneca bóluefnið varð dálítið klaufaleg en þegar maður skoðar gögnin þá er þetta afskaplega gott bóluefni og líkur á aukaverkunum næstum því engar,“ sagði hann í samtali við fréttastofu skömmu eftir bólusetningu í Laugardalshöll. Mikill fjöldi lagði leið sína í Laugardalshöll í dag.Vísir/Sigurjón Bóluefnið í boði fyrir 70 ára og eldri Hlé var um tíma gert á notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi á meðan athugun fór fram á tilfellum blóðtappa. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í gær að rannsóknir hafi nú sýnt að blóðsega- og blæðingavandamál kæmu nær eingöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um hefja notkun efnisins aftur og verður það fyrst um sinn gefið 70 ára og eldri. Sömuleiðis benda nýleg gögn til þess að bóluefnið sé jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá þeim yngri og fækki tilfellum Covid-19 um 85 prósent. Er það svipað hlutfall og hjá bóluefni Pfizer/BioNTech og Moderna. „Það má ekki gleyma því að það er verið að bólusetja tugi milljóna með þessum bóluefnum. Tölfræðin segir okkur að eitthvað af þessu fólki sem er bólusett hlýtur að fá alvarlega sjúkdóma vegna þess að þetta bóluefni ver mann bara fyrir Covid en engu öðru,“ sagði Kári. Svo það hefur aldrei verið efi í þínum huga, jafnvel á meðan það voru fréttir um að það væri verið að skoða þetta? „Nei. Mjög lítill efi.“ Kári fylgdi ekki tilmælum heilsugæslunnar um að mæta í stuttermabol innst klæða.Vísir/Sigurjón Til í Sputnik V Kári segir það bagalegt að Íslendingar séu að fá færri skammta af bóluefni en vonast var til og að það hefði verið mjög gott ef hægt yrði að bólusetja meirihluta landsmanna fyrir sumarið. Nú sé þó ekki útlit fyrir að svo verði. Aðspurður um hvort hann telji að stjórnvöld eigi að leggja aukna áherslu á að fá skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V segir Kári mikilvægt að koma meira bóluefni tiltölulega hratt til landsins. „Hvort það bóluefni heitir Sputnik eða eitthvað annað skiptir mig ekki máli. Öll bóluefni sem eru í notkun núna viðrast vera afskaplega góð.“ Ríkisstjórnin hefur gefið út að stjórnvöld hafi sett sig í samband við framleiðanda bóluefnisins og skoði nú mögulegan flöt á samstarfi en Sputnik V er nú í mati hjá Lyfjastofnun Evrópu. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36 „Nei, nú ætla ég að segja stopp“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi ástæðu til að lesa yfir Frosta Logasyni á öldum ljósvakans í morgun. 25. mars 2021 13:03 Starfsfólk hjúkrunarheimila hálfbólusett: Herða reglur til að standa vörð um þjónustuna Ástæða þess að reglur hafa verið hertar á hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðal annars hvað varðar heimsóknir, er sú að starfsmenn hafa almennt ekki fengið nema einn bóluefnaskammt. 26. mars 2021 10:24 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Kári sagðist vera mjög þakklátur fyrir að hafa fengið bóluefni og hvetur alla til að þiggja slíkt boð. Ekki sé ástæða til að óttast öryggi bóluefnisins frá AstraZenca. „Ég held að þetta bóluefni frá AstraZeneca sé að öllum líkindum svipað bóluefnunum frá Pfizer og Moderna. Það er bara óheppilegt að sagan í kringum AstraZeneca bóluefnið varð dálítið klaufaleg en þegar maður skoðar gögnin þá er þetta afskaplega gott bóluefni og líkur á aukaverkunum næstum því engar,“ sagði hann í samtali við fréttastofu skömmu eftir bólusetningu í Laugardalshöll. Mikill fjöldi lagði leið sína í Laugardalshöll í dag.Vísir/Sigurjón Bóluefnið í boði fyrir 70 ára og eldri Hlé var um tíma gert á notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi á meðan athugun fór fram á tilfellum blóðtappa. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í gær að rannsóknir hafi nú sýnt að blóðsega- og blæðingavandamál kæmu nær eingöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um hefja notkun efnisins aftur og verður það fyrst um sinn gefið 70 ára og eldri. Sömuleiðis benda nýleg gögn til þess að bóluefnið sé jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá þeim yngri og fækki tilfellum Covid-19 um 85 prósent. Er það svipað hlutfall og hjá bóluefni Pfizer/BioNTech og Moderna. „Það má ekki gleyma því að það er verið að bólusetja tugi milljóna með þessum bóluefnum. Tölfræðin segir okkur að eitthvað af þessu fólki sem er bólusett hlýtur að fá alvarlega sjúkdóma vegna þess að þetta bóluefni ver mann bara fyrir Covid en engu öðru,“ sagði Kári. Svo það hefur aldrei verið efi í þínum huga, jafnvel á meðan það voru fréttir um að það væri verið að skoða þetta? „Nei. Mjög lítill efi.“ Kári fylgdi ekki tilmælum heilsugæslunnar um að mæta í stuttermabol innst klæða.Vísir/Sigurjón Til í Sputnik V Kári segir það bagalegt að Íslendingar séu að fá færri skammta af bóluefni en vonast var til og að það hefði verið mjög gott ef hægt yrði að bólusetja meirihluta landsmanna fyrir sumarið. Nú sé þó ekki útlit fyrir að svo verði. Aðspurður um hvort hann telji að stjórnvöld eigi að leggja aukna áherslu á að fá skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V segir Kári mikilvægt að koma meira bóluefni tiltölulega hratt til landsins. „Hvort það bóluefni heitir Sputnik eða eitthvað annað skiptir mig ekki máli. Öll bóluefni sem eru í notkun núna viðrast vera afskaplega góð.“ Ríkisstjórnin hefur gefið út að stjórnvöld hafi sett sig í samband við framleiðanda bóluefnisins og skoði nú mögulegan flöt á samstarfi en Sputnik V er nú í mati hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36 „Nei, nú ætla ég að segja stopp“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi ástæðu til að lesa yfir Frosta Logasyni á öldum ljósvakans í morgun. 25. mars 2021 13:03 Starfsfólk hjúkrunarheimila hálfbólusett: Herða reglur til að standa vörð um þjónustuna Ástæða þess að reglur hafa verið hertar á hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðal annars hvað varðar heimsóknir, er sú að starfsmenn hafa almennt ekki fengið nema einn bóluefnaskammt. 26. mars 2021 10:24 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36
„Nei, nú ætla ég að segja stopp“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi ástæðu til að lesa yfir Frosta Logasyni á öldum ljósvakans í morgun. 25. mars 2021 13:03
Starfsfólk hjúkrunarheimila hálfbólusett: Herða reglur til að standa vörð um þjónustuna Ástæða þess að reglur hafa verið hertar á hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðal annars hvað varðar heimsóknir, er sú að starfsmenn hafa almennt ekki fengið nema einn bóluefnaskammt. 26. mars 2021 10:24
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent