Áætlun stjórnvalda „á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2021 12:26 Kári segist ekki trúa því að af litakóðakerfi stjórnvalda á landamærunum verði. Fyrirhugað er að það taki gildi 1. maí. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að stökkbreytingar á kórónuveirunni geti leitt til þess að hún verði skaðminni þegar fram líða stundir. Hann telur fyrirhugað litakóðakerfi stjórnvalda við landamærin ekki góða hugmynd. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann meðal annars breska afbrigði kórónuveirunnar, sem nú er ríkjandi hér á landi og víðar um heim. Hann segir veiruna stökkbreytast í fjórða hvert skipti sem hún flyst á milli manna. „Þessi veira er búin að dreifa sér svo mikið að hún hefur haft tækifæri til að stökkbreytast alveg gífurlega mikið. Það er eðli svona veiru að stökkbreytast þannig að hún geti flust á milli fólks, auðveldar. Það endar þannig að sú stökkbreyting sem leiðir til veiru sem flyst auðveldast á milli, hún blífur. Hún fer að ríkja í þeim sem sýkjast,“ sagði Kári í viðtalinu. Hann telur þá að framtíðarstökkbreytingar veirunnar geti leitt til þess að hún verði meira smitandi, en leiði til minni veikinda. „Ef þú veltir fyrir þér hagsmunum, innan gæsalappa, veirunnar. Ef það eru hagsmunir veirunnar að vera sem víðast og koma sem víðast, þá þjónar það hagsmunum veirunnar að vera eins skaðlítil og mögulegt er. Þannig að ef maður horfir til mjög langs tíma, þá er líklegt að veiran verði skaðminni og skaðminni, en flytjist hraðar á milli.“ „Gjörsamlega út í hött“ Kári kvaðst þá telja ólíklegt að af fyrirætlunum stjórnvalda yrði, um að styðjast við svokallað litakóðunarkerfi þegar fólki er hleypt inn í landið, frá og með 1. maí. Þá yrði nóg fyrir ferðamenn með bólusetningar- eða mótefnavottorð að framvísa þeim við komuna til landsins og þyrftu þeir því ekki að sæta sóttkví. Eins yrði nóg fyrir ferðamenn frá löndum sem skilgreind eru sem græn að framvísa neikvæðu PCR-prófi frá brottfararstað og undirgangast einfalda skimun á landamærum án sóttkvíar. „Sú tillaga er einhvers staðar á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg. Það er alveg gjörsamlega út í hött.“ Hann telji ríkisstjórnina þó almennt hafa staðið sig vel, þar sem hún hafi farið að ráðum sóttvarnayfirvalda og ekki tranað sér fram í faraldrinum. Það sé lofsvert. Svona verður fyrirkomulagið. „En þessi tillaga, ég veit ekki hvaðan hún kom. Hún kom ekki frá sóttvarnayfirvöldum. Ég held að hún hafi byggst bara á óskhyggju, og ég er handviss um að það verður aldrei regla sem við förum eftir. Ég hef enga trú á að menn haldi í þetta, þetta er svo heimskulegt,“ sagði Kári. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kára í Sprengisandi í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann meðal annars breska afbrigði kórónuveirunnar, sem nú er ríkjandi hér á landi og víðar um heim. Hann segir veiruna stökkbreytast í fjórða hvert skipti sem hún flyst á milli manna. „Þessi veira er búin að dreifa sér svo mikið að hún hefur haft tækifæri til að stökkbreytast alveg gífurlega mikið. Það er eðli svona veiru að stökkbreytast þannig að hún geti flust á milli fólks, auðveldar. Það endar þannig að sú stökkbreyting sem leiðir til veiru sem flyst auðveldast á milli, hún blífur. Hún fer að ríkja í þeim sem sýkjast,“ sagði Kári í viðtalinu. Hann telur þá að framtíðarstökkbreytingar veirunnar geti leitt til þess að hún verði meira smitandi, en leiði til minni veikinda. „Ef þú veltir fyrir þér hagsmunum, innan gæsalappa, veirunnar. Ef það eru hagsmunir veirunnar að vera sem víðast og koma sem víðast, þá þjónar það hagsmunum veirunnar að vera eins skaðlítil og mögulegt er. Þannig að ef maður horfir til mjög langs tíma, þá er líklegt að veiran verði skaðminni og skaðminni, en flytjist hraðar á milli.“ „Gjörsamlega út í hött“ Kári kvaðst þá telja ólíklegt að af fyrirætlunum stjórnvalda yrði, um að styðjast við svokallað litakóðunarkerfi þegar fólki er hleypt inn í landið, frá og með 1. maí. Þá yrði nóg fyrir ferðamenn með bólusetningar- eða mótefnavottorð að framvísa þeim við komuna til landsins og þyrftu þeir því ekki að sæta sóttkví. Eins yrði nóg fyrir ferðamenn frá löndum sem skilgreind eru sem græn að framvísa neikvæðu PCR-prófi frá brottfararstað og undirgangast einfalda skimun á landamærum án sóttkvíar. „Sú tillaga er einhvers staðar á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg. Það er alveg gjörsamlega út í hött.“ Hann telji ríkisstjórnina þó almennt hafa staðið sig vel, þar sem hún hafi farið að ráðum sóttvarnayfirvalda og ekki tranað sér fram í faraldrinum. Það sé lofsvert. Svona verður fyrirkomulagið. „En þessi tillaga, ég veit ekki hvaðan hún kom. Hún kom ekki frá sóttvarnayfirvöldum. Ég held að hún hafi byggst bara á óskhyggju, og ég er handviss um að það verður aldrei regla sem við förum eftir. Ég hef enga trú á að menn haldi í þetta, þetta er svo heimskulegt,“ sagði Kári. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kára í Sprengisandi í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira