Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2021 13:53 Um 400 heilbrigðisstarfsmenn voru bólusettir með efni AstraZeneca fyrr í mars. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu en að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra Landspítala, voru tæplega 400 starfsmenn bólusettir með efninu þann 11. mars síðastliðinn. Bólusetning þeirra var skyndilega stöðvuð þegar sóttvarnalæknir tilkynnti síðar um morguninn að hlé yrði gert á notkun AstraZeneca bóluefnisins vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkefnum. Þrír mánuðir eru látnir líða á milli fyrri og seinni skammts AstraZeneca. Bóluefnið öryggt og áhrifaríkt Nýverið lauk athugun á öryggi bóluefnisins en rannsóknir á Norðurlöndunum og í Bretlandi leiddu í ljós að blóðsega- og blæðingavandamál á borð við blóðtappa kæmu nær eingöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára og um væri að ræða fátíð tilfelli. Í kjölfarið hófst bólusetning með efni AstraZeneca hérlendis á ný á föstudag og nær fyrst um sinn einungis til 70 ára og eldri. Áður hafði Lyfjastofnun Evrópu gefið út að engar vísbendingar hafi fundist um galla eða gæðaskort í rannsókn hennar á bóluefninu þar sem einstaka tilfelli blóðtappa voru skoðuð. Að sögn stofnunarinnar eru heilt yfir ekki meiri líkur á blóðtappa eftir bólusetningu og jafnvel vísbendingar um minni líkur á blóðtappa hjá bólusettum. Með nálina í öxlinni Til stóð að bólusetja um 500 starfsmenn Landspítala þann 11. mars og þurfti spítalinn að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca þegar bólusetning var stöðvuð. „Það var hafin bólusetning þarna um morguninn. Þá var búið að blanda skammta fyrir bólusetningartímabilið þann daginn,“ sagði Anna Sigrún í samtali við Vísi þann 16. mars. Bóluefni AstraZeneca geymist í um sex klukkutíma eftir að það hefur verið blandað. „Það var nánast fólk með nálina í öxlinni þegar tilkynningin kom. Við vorum byrjuð að bólusetja þennan dag. Við blöndum samdægurs, því þetta lifir í svo stuttan tíma. Það var sem betur fer ekki meira en þetta.“ Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af AstraZeneca bóluefninu sem dugar fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Nú hafa tæplega 14 þúsund fengið fyrri skammtinn en notkun þess hófst aftur síðasta föstudag þegar ríflega 4.600 einstaklingar fæddir árin 1946 til 1949 voru bólusettir. Áfram verður bólusett í eldri aldurshópum með bóluefni AstraZeneca í þessari viku. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Heilsugæslunni tókst að bólusetja fleiri en voru boðaðir Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tókst að bólusetja 4400 manns fædda árin 1946-1949 í dag. Fólk var afar ánægt með að fá loks bólusetningu og fáir sem gerðu athugasemd við að bólusett var með bóluefni Astra Zeneca. 26. mars 2021 20:00 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55 Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu en að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra Landspítala, voru tæplega 400 starfsmenn bólusettir með efninu þann 11. mars síðastliðinn. Bólusetning þeirra var skyndilega stöðvuð þegar sóttvarnalæknir tilkynnti síðar um morguninn að hlé yrði gert á notkun AstraZeneca bóluefnisins vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkefnum. Þrír mánuðir eru látnir líða á milli fyrri og seinni skammts AstraZeneca. Bóluefnið öryggt og áhrifaríkt Nýverið lauk athugun á öryggi bóluefnisins en rannsóknir á Norðurlöndunum og í Bretlandi leiddu í ljós að blóðsega- og blæðingavandamál á borð við blóðtappa kæmu nær eingöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára og um væri að ræða fátíð tilfelli. Í kjölfarið hófst bólusetning með efni AstraZeneca hérlendis á ný á föstudag og nær fyrst um sinn einungis til 70 ára og eldri. Áður hafði Lyfjastofnun Evrópu gefið út að engar vísbendingar hafi fundist um galla eða gæðaskort í rannsókn hennar á bóluefninu þar sem einstaka tilfelli blóðtappa voru skoðuð. Að sögn stofnunarinnar eru heilt yfir ekki meiri líkur á blóðtappa eftir bólusetningu og jafnvel vísbendingar um minni líkur á blóðtappa hjá bólusettum. Með nálina í öxlinni Til stóð að bólusetja um 500 starfsmenn Landspítala þann 11. mars og þurfti spítalinn að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca þegar bólusetning var stöðvuð. „Það var hafin bólusetning þarna um morguninn. Þá var búið að blanda skammta fyrir bólusetningartímabilið þann daginn,“ sagði Anna Sigrún í samtali við Vísi þann 16. mars. Bóluefni AstraZeneca geymist í um sex klukkutíma eftir að það hefur verið blandað. „Það var nánast fólk með nálina í öxlinni þegar tilkynningin kom. Við vorum byrjuð að bólusetja þennan dag. Við blöndum samdægurs, því þetta lifir í svo stuttan tíma. Það var sem betur fer ekki meira en þetta.“ Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af AstraZeneca bóluefninu sem dugar fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Nú hafa tæplega 14 þúsund fengið fyrri skammtinn en notkun þess hófst aftur síðasta föstudag þegar ríflega 4.600 einstaklingar fæddir árin 1946 til 1949 voru bólusettir. Áfram verður bólusett í eldri aldurshópum með bóluefni AstraZeneca í þessari viku.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Heilsugæslunni tókst að bólusetja fleiri en voru boðaðir Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tókst að bólusetja 4400 manns fædda árin 1946-1949 í dag. Fólk var afar ánægt með að fá loks bólusetningu og fáir sem gerðu athugasemd við að bólusett var með bóluefni Astra Zeneca. 26. mars 2021 20:00 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55 Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Heilsugæslunni tókst að bólusetja fleiri en voru boðaðir Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tókst að bólusetja 4400 manns fædda árin 1946-1949 í dag. Fólk var afar ánægt með að fá loks bólusetningu og fáir sem gerðu athugasemd við að bólusett var með bóluefni Astra Zeneca. 26. mars 2021 20:00
Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13
Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55
Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent