Ekkert til í því að Man. United maðurinn haldi með Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 10:01 Daniel James sækir hér að Liverpool manninum Sadio Mane ásamt félaga sínum Victor Lindelof hjá Manchester United. Getty/Andrew Powell Að halda eða halda ekki með Liverpool. Það er spurninginn sem Manchester United maðurinn Daniel James er nú lokins búinn að svara. Það eru vissulega skrýtnar sumar sögusagnirnar sem komast á flug eins og þessi um að Manchetser United maðurinn Daniel James hefði verið mikill stuðningsmaður Liverpool þegar hann var yngri. Upphafið af því var að þegar James var keyptur til Manchester United frá Swansea á sínum tíma þá lýsti sjónvarpsmaðurinn Jim White því yfir á Sky Sports að strákurinn væri mikill stuðningsmaður Liverpool. Þetta var árið 2019 og Daniel James hefur síðan aldrei talað hreint út um sitt uppáhaldsfélag þegar hann var yngri. Sagan hafði því fengið að lifa og vaxa. Nú hefur orðin breyting á því. The Man Utd star has responded to claims he supports Liverpool... https://t.co/kmi7gMB3Hl— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 30, 2021 Daniel James hefur nú spilað 66 leiki með Manchester United og er með 9 mörk og 8 stoðsendingar í þeim. Hann hefur skorað fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. James hefur nú loksins sagt frá því hvaða lið hann hélt með þegar hann var yngri og það var ekki Liverpool. James ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti Manchester United. James staðfesti það þar að hafi ekkert verið til í því að Man. United maðurinn hafi einhvern tímann haldið með Liverpool. Hann hafi aftur á móti haldið með Chelsea þegar hann var yngri þegar hann elskaði að horfa á menn eins og Eden Hazard og Didier Drogba. „Þegar ég kom til United þá sagði einn fréttamaðurinn á Sky Sports að ég væri stuðningsmaður Liverpool. Ég vissi auðvitað að ég héldi ekki með Liverpool en ég vildi um leið ekki opinbera það að ég hafi haldið með Chelsea þegar ég var yngri,“ sagði Daniel James í hlaðvarpsviðtali við heimasíðu Manchester United. "It was just pure emotion, goosebumps."We'll never forget your dream debut either, @Daniel_James_97 @SamHomewood @6HellsBells @DavidMay04#MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 30, 2021 „Þegar ég fór að spila með Swansea þá var Chelsea liðið sem ég hélt með en ég var samt enginn stuðningsmaður þess. Ég leit hins vegar mikið upp til leikmanna þeirra þegar ég var yngri, leikmanna eins og Hazard, [Juan] Mata og Drogba. Það voru leikmennirnir sem ég elskaði en ég óx aftur á móti upp úr því,“ sagði James. James spilaði síðan sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark þegar hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri á Chelsea í ágúst 2019. „Það var skrýtið að mæta þeim í fyrsta leik tímabilsins og fyrir leikinn hélt ég að ég fengi ekki að koma inn á. Þetta var stór leikur sem ég hélt að yrði jafn og spennandi. Við vorum hins vegar 3-0 yfir þegar ég kom inn á,“ sagði Daniel James sem fékk frábærar móttökur frá stuðningsmönnum Manchester United og var mjög þakklátur fyrir það. Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira
Það eru vissulega skrýtnar sumar sögusagnirnar sem komast á flug eins og þessi um að Manchetser United maðurinn Daniel James hefði verið mikill stuðningsmaður Liverpool þegar hann var yngri. Upphafið af því var að þegar James var keyptur til Manchester United frá Swansea á sínum tíma þá lýsti sjónvarpsmaðurinn Jim White því yfir á Sky Sports að strákurinn væri mikill stuðningsmaður Liverpool. Þetta var árið 2019 og Daniel James hefur síðan aldrei talað hreint út um sitt uppáhaldsfélag þegar hann var yngri. Sagan hafði því fengið að lifa og vaxa. Nú hefur orðin breyting á því. The Man Utd star has responded to claims he supports Liverpool... https://t.co/kmi7gMB3Hl— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 30, 2021 Daniel James hefur nú spilað 66 leiki með Manchester United og er með 9 mörk og 8 stoðsendingar í þeim. Hann hefur skorað fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. James hefur nú loksins sagt frá því hvaða lið hann hélt með þegar hann var yngri og það var ekki Liverpool. James ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti Manchester United. James staðfesti það þar að hafi ekkert verið til í því að Man. United maðurinn hafi einhvern tímann haldið með Liverpool. Hann hafi aftur á móti haldið með Chelsea þegar hann var yngri þegar hann elskaði að horfa á menn eins og Eden Hazard og Didier Drogba. „Þegar ég kom til United þá sagði einn fréttamaðurinn á Sky Sports að ég væri stuðningsmaður Liverpool. Ég vissi auðvitað að ég héldi ekki með Liverpool en ég vildi um leið ekki opinbera það að ég hafi haldið með Chelsea þegar ég var yngri,“ sagði Daniel James í hlaðvarpsviðtali við heimasíðu Manchester United. "It was just pure emotion, goosebumps."We'll never forget your dream debut either, @Daniel_James_97 @SamHomewood @6HellsBells @DavidMay04#MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 30, 2021 „Þegar ég fór að spila með Swansea þá var Chelsea liðið sem ég hélt með en ég var samt enginn stuðningsmaður þess. Ég leit hins vegar mikið upp til leikmanna þeirra þegar ég var yngri, leikmanna eins og Hazard, [Juan] Mata og Drogba. Það voru leikmennirnir sem ég elskaði en ég óx aftur á móti upp úr því,“ sagði James. James spilaði síðan sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark þegar hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri á Chelsea í ágúst 2019. „Það var skrýtið að mæta þeim í fyrsta leik tímabilsins og fyrir leikinn hélt ég að ég fengi ekki að koma inn á. Þetta var stór leikur sem ég hélt að yrði jafn og spennandi. Við vorum hins vegar 3-0 yfir þegar ég kom inn á,“ sagði Daniel James sem fékk frábærar móttökur frá stuðningsmönnum Manchester United og var mjög þakklátur fyrir það.
Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira