Ekkert til í því að Man. United maðurinn haldi með Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 10:01 Daniel James sækir hér að Liverpool manninum Sadio Mane ásamt félaga sínum Victor Lindelof hjá Manchester United. Getty/Andrew Powell Að halda eða halda ekki með Liverpool. Það er spurninginn sem Manchester United maðurinn Daniel James er nú lokins búinn að svara. Það eru vissulega skrýtnar sumar sögusagnirnar sem komast á flug eins og þessi um að Manchetser United maðurinn Daniel James hefði verið mikill stuðningsmaður Liverpool þegar hann var yngri. Upphafið af því var að þegar James var keyptur til Manchester United frá Swansea á sínum tíma þá lýsti sjónvarpsmaðurinn Jim White því yfir á Sky Sports að strákurinn væri mikill stuðningsmaður Liverpool. Þetta var árið 2019 og Daniel James hefur síðan aldrei talað hreint út um sitt uppáhaldsfélag þegar hann var yngri. Sagan hafði því fengið að lifa og vaxa. Nú hefur orðin breyting á því. The Man Utd star has responded to claims he supports Liverpool... https://t.co/kmi7gMB3Hl— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 30, 2021 Daniel James hefur nú spilað 66 leiki með Manchester United og er með 9 mörk og 8 stoðsendingar í þeim. Hann hefur skorað fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. James hefur nú loksins sagt frá því hvaða lið hann hélt með þegar hann var yngri og það var ekki Liverpool. James ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti Manchester United. James staðfesti það þar að hafi ekkert verið til í því að Man. United maðurinn hafi einhvern tímann haldið með Liverpool. Hann hafi aftur á móti haldið með Chelsea þegar hann var yngri þegar hann elskaði að horfa á menn eins og Eden Hazard og Didier Drogba. „Þegar ég kom til United þá sagði einn fréttamaðurinn á Sky Sports að ég væri stuðningsmaður Liverpool. Ég vissi auðvitað að ég héldi ekki með Liverpool en ég vildi um leið ekki opinbera það að ég hafi haldið með Chelsea þegar ég var yngri,“ sagði Daniel James í hlaðvarpsviðtali við heimasíðu Manchester United. "It was just pure emotion, goosebumps."We'll never forget your dream debut either, @Daniel_James_97 @SamHomewood @6HellsBells @DavidMay04#MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 30, 2021 „Þegar ég fór að spila með Swansea þá var Chelsea liðið sem ég hélt með en ég var samt enginn stuðningsmaður þess. Ég leit hins vegar mikið upp til leikmanna þeirra þegar ég var yngri, leikmanna eins og Hazard, [Juan] Mata og Drogba. Það voru leikmennirnir sem ég elskaði en ég óx aftur á móti upp úr því,“ sagði James. James spilaði síðan sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark þegar hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri á Chelsea í ágúst 2019. „Það var skrýtið að mæta þeim í fyrsta leik tímabilsins og fyrir leikinn hélt ég að ég fengi ekki að koma inn á. Þetta var stór leikur sem ég hélt að yrði jafn og spennandi. Við vorum hins vegar 3-0 yfir þegar ég kom inn á,“ sagði Daniel James sem fékk frábærar móttökur frá stuðningsmönnum Manchester United og var mjög þakklátur fyrir það. Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Það eru vissulega skrýtnar sumar sögusagnirnar sem komast á flug eins og þessi um að Manchetser United maðurinn Daniel James hefði verið mikill stuðningsmaður Liverpool þegar hann var yngri. Upphafið af því var að þegar James var keyptur til Manchester United frá Swansea á sínum tíma þá lýsti sjónvarpsmaðurinn Jim White því yfir á Sky Sports að strákurinn væri mikill stuðningsmaður Liverpool. Þetta var árið 2019 og Daniel James hefur síðan aldrei talað hreint út um sitt uppáhaldsfélag þegar hann var yngri. Sagan hafði því fengið að lifa og vaxa. Nú hefur orðin breyting á því. The Man Utd star has responded to claims he supports Liverpool... https://t.co/kmi7gMB3Hl— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 30, 2021 Daniel James hefur nú spilað 66 leiki með Manchester United og er með 9 mörk og 8 stoðsendingar í þeim. Hann hefur skorað fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. James hefur nú loksins sagt frá því hvaða lið hann hélt með þegar hann var yngri og það var ekki Liverpool. James ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti Manchester United. James staðfesti það þar að hafi ekkert verið til í því að Man. United maðurinn hafi einhvern tímann haldið með Liverpool. Hann hafi aftur á móti haldið með Chelsea þegar hann var yngri þegar hann elskaði að horfa á menn eins og Eden Hazard og Didier Drogba. „Þegar ég kom til United þá sagði einn fréttamaðurinn á Sky Sports að ég væri stuðningsmaður Liverpool. Ég vissi auðvitað að ég héldi ekki með Liverpool en ég vildi um leið ekki opinbera það að ég hafi haldið með Chelsea þegar ég var yngri,“ sagði Daniel James í hlaðvarpsviðtali við heimasíðu Manchester United. "It was just pure emotion, goosebumps."We'll never forget your dream debut either, @Daniel_James_97 @SamHomewood @6HellsBells @DavidMay04#MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 30, 2021 „Þegar ég fór að spila með Swansea þá var Chelsea liðið sem ég hélt með en ég var samt enginn stuðningsmaður þess. Ég leit hins vegar mikið upp til leikmanna þeirra þegar ég var yngri, leikmanna eins og Hazard, [Juan] Mata og Drogba. Það voru leikmennirnir sem ég elskaði en ég óx aftur á móti upp úr því,“ sagði James. James spilaði síðan sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark þegar hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri á Chelsea í ágúst 2019. „Það var skrýtið að mæta þeim í fyrsta leik tímabilsins og fyrir leikinn hélt ég að ég fengi ekki að koma inn á. Þetta var stór leikur sem ég hélt að yrði jafn og spennandi. Við vorum hins vegar 3-0 yfir þegar ég kom inn á,“ sagði Daniel James sem fékk frábærar móttökur frá stuðningsmönnum Manchester United og var mjög þakklátur fyrir það.
Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira