BB Hótel á Ásbrú skoðað í dag fyrir sóttkvíarhótel Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2021 11:58 Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, staddur á hótelherbergi á Fosshótel við Þórunnartún sem verður svokallað sóttkvíarhótel á næstunni. vísir/Sigurjón Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótel verði opnað í Reykjanesbæ þegar Fosshótel við Þórunnartún fyllist. Unnið er að því að búa hótelið undir komu farþega úr þremur flugvélum á morgun. Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærunum og þurfa þá allir sem koma frá svæðum sem eru flokkuð dökkrauð vegna fjölda smita eða grá vegna ófullnægjandi upplýsinga um smit að fara í sóttkví á hóteli í fimm daga á milli fyrri og seinni sýnatöku. Þetta á við um alla farþega og jafnframt Íslendinga og aðra sem búsettir eru hér á landi. Á morgun er von á þremur flugvélum frá Hollandi, Póllandi og Svíþjóð sem teljast dökkrauð svæði og því fara allir farþegar sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu í sóttkví á Fosshótel við Þórunnartún. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossinn, var önnum kafinn við undirbúning á hótelinu þegar fréttastofa leit við í morgun. Hann var þó enn ekki kominn með upplýsingar um hversu margir gestir séu væntanlegir á morgun. Kassar fullir af ýmsum sóttvarnarbúnaði voru á hótelinu í morgun. Starfsmenn verða í hlífðarfatnaði og spritt verður í hverju horni.vísir/Sigurjón Á Fosshótel eru um 320 herbergi og Gylfi gerir ráð fyrir að þau fyllist fyrr en síðar. „Já fyrr en síðar, en ég veit ekki hvenær fyrr er,“ segir Gylfi og bætir við að hann fái vonandi farþegatölur fljótlega. „Því við þurfum að haga undirbúningi eftir því en almannavarnir eru að vinna í því með okkur að finna út úr þessu.“ Hvað gerið þið ef hótelið fyllist strax um helgina? „Þá opnum við á nýjum stað. Það verður að öllum líkindum í Reykjanesbæ.“ Rauði krossinn mun í dag skoða BB hótel á Ásbrú sem hugsanlega aðstöðu en enn hefur þó ekki verið gengið frá samningi. Þá stendur einnig til að opna hótel á Akureyri fyrir fólk sem lendir þar og fyrir austan fyrir þá sem koma með Norrænu. Von er á næstu ferju þann 6. apríl. Frá 11. apríl kostar nóttin tíu þúsund krónur fyrir hvert herbergi og þrjár daglegar máltíðir sem verða sendar upp á herbergi eru innifaldar. Ferðamenn sem veikjast á hótelinu verða færðir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Lögregla verður kölluð til ef fólk yfirgefur hótelið. „Ef fólk fer út er það að brjóta sóttkví og þá ber okkur að láta yfirvöld vita; láta lögreglu vita. Líklega væri það sekt og jafnvel þá bara að fólk verði fært hingað aftur,“ segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærunum og þurfa þá allir sem koma frá svæðum sem eru flokkuð dökkrauð vegna fjölda smita eða grá vegna ófullnægjandi upplýsinga um smit að fara í sóttkví á hóteli í fimm daga á milli fyrri og seinni sýnatöku. Þetta á við um alla farþega og jafnframt Íslendinga og aðra sem búsettir eru hér á landi. Á morgun er von á þremur flugvélum frá Hollandi, Póllandi og Svíþjóð sem teljast dökkrauð svæði og því fara allir farþegar sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu í sóttkví á Fosshótel við Þórunnartún. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossinn, var önnum kafinn við undirbúning á hótelinu þegar fréttastofa leit við í morgun. Hann var þó enn ekki kominn með upplýsingar um hversu margir gestir séu væntanlegir á morgun. Kassar fullir af ýmsum sóttvarnarbúnaði voru á hótelinu í morgun. Starfsmenn verða í hlífðarfatnaði og spritt verður í hverju horni.vísir/Sigurjón Á Fosshótel eru um 320 herbergi og Gylfi gerir ráð fyrir að þau fyllist fyrr en síðar. „Já fyrr en síðar, en ég veit ekki hvenær fyrr er,“ segir Gylfi og bætir við að hann fái vonandi farþegatölur fljótlega. „Því við þurfum að haga undirbúningi eftir því en almannavarnir eru að vinna í því með okkur að finna út úr þessu.“ Hvað gerið þið ef hótelið fyllist strax um helgina? „Þá opnum við á nýjum stað. Það verður að öllum líkindum í Reykjanesbæ.“ Rauði krossinn mun í dag skoða BB hótel á Ásbrú sem hugsanlega aðstöðu en enn hefur þó ekki verið gengið frá samningi. Þá stendur einnig til að opna hótel á Akureyri fyrir fólk sem lendir þar og fyrir austan fyrir þá sem koma með Norrænu. Von er á næstu ferju þann 6. apríl. Frá 11. apríl kostar nóttin tíu þúsund krónur fyrir hvert herbergi og þrjár daglegar máltíðir sem verða sendar upp á herbergi eru innifaldar. Ferðamenn sem veikjast á hótelinu verða færðir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Lögregla verður kölluð til ef fólk yfirgefur hótelið. „Ef fólk fer út er það að brjóta sóttkví og þá ber okkur að láta yfirvöld vita; láta lögreglu vita. Líklega væri það sekt og jafnvel þá bara að fólk verði fært hingað aftur,“ segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira