Ekkert páskalamb á borðum Stjörnu-Sævars Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2021 14:59 Sævar Helgi segist ekki lengur kaupa lambakjöt af umhverfisástæðum. Sævar Helgi Bragason sjónvarpsmaður með meiru hefur fengið gríðarleg viðbrögð við þætti sínum um ofbeit á ýmsum landsvæðum. Hann segir að menn megi ekki taka gagnrýni á kerfi svona persónulega. Vísir greindi frá þessu í gær: Sagt var af því að bændur hafi tekið því afar óstinnt upp að í „Hvað getum við gert?“, þætti Sævars Helga, sem jafnan gengur undir nafninu Stjörnu-Sævar vegna margvíslegrar umfjöllunar hans um stjörnufræði, hafi sauðkindin dregin fram sem helsti sökudólgurinn fyrir gróðurvana landi. Sævar hafði öðrum hnöppum að hneppa í gær og lét viðbrögðin þá sem vind um eyru þjóta í gær enda löngu búinn að læra það að kippa sér ekki upp við það þótt þau séu stundum ofsafengin. Vinur er sá er til vamms segir „Ég var og er svo sem bara sendiboðinn, sérfræðingarnir sáu um að tala um staðreyndirnar. En svona til að svara einhverju, þá skil ég reiði bænda svo sem að einhverju leyti. Staðreyndir eru stundum óþægilegar og sannleikanum verður hver sárreiðastur. En vinur er sá er til vamms segir. Það sjá allir sem ferðast um landið hvar landið ræður ekki við beit og hvar ástandið er gott,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Sævar Helgi segir það hins vegar skrítið að ef kerfi sé gagnrýnt þá sé þeirri gagnrýni tekið persónulega. „Við leysum aldrei loftslags- og umhverfismálin ef við ætlum að taka allri gagnrýni eða umfjöllun persónulega. Við getum ekki skellt skollaeyrum við og lifað í djúpstæðri afneitun. Þá skín bara hagsmunagæslan í gegn. Fátt er verra en skortur á vilja til að breyta því sem þarf að breyta og leysa vandamál.“ Neytandinn vill og á að fá að vita hvaðan kjötið kemur Sævar segir að við verðum einfaldlega að gera hlutina betur. Hann spyr hvort það sé ekki eitthvað gallað við landbúnaðarkerfi sem leiðir til þess að land er eyðilagt að óþörfu og heldur sauðfjárbændum í fátæktargildu? „Ég hef nefnilega líka heyrt frá bændum sem þykir alls ekki að sér vegið, heldur vita að lausabeit er vandamál búið til að stórlega gölluðu landbúnaðarkerfið sem þarf að breyta til að leysa og laga. Við vitum öll sem er að fjöldi bænda hefur allt á hreinu hjá sér og eru til fyrirmyndar. Bændur sem leggja líka heilmargt stórkostlegt af mörkum til landgræðslu en við vitum ekkert af þeim. Ég vil kaupa afurðirnar af þeim. Af hverju er ekki hægt að stunda sauðfjárrækt í sjálfbærum hólfum, tryggja beitarstýringu og fara þannig betur með náttúruna? Gætum við ekki tryggt það að þeir bændur sem gera hlutina betur fái betur borgað?“ Sævar telur að hinn almenni neytandi eigi að hafa miklu hærra og krefjast breytinga. Strax. „Þetta á að vera eitt af stóru málunum fyrir næstu kosningar enda er losun frá landi stærsti staki losunarþáttur Íslands. Við sem neytendur eigum að geta rakið uppruna afurðarinnar sem við kaupum. Það er hægt og skortir bara vilja hjá stjórnvöldum og afurðarstöðvunum, það hef ég að minnsta kosti eftir nokkrum bændum. Neytandinn veit ekkert hvaðan kjötið kemur, hvort það kemur frá fyrirmyndarbúi eða búi sem er með allt niður um sig. Hvernig var aðbúnaður dýranna? Hvernig var farið með landið sem beitt var á? Held að neytendur kæri sig almennt ekki um að kaupa vöru sem veldur skaða. Þau mundu frekar velja vöru sem er sannarlega vistvæn og framúrskarandi.“ Kaupir ekki lengur lambakjöt af umhverfisástæðum Sævar segir að hann kaupi sjálfur ekki lengur lambakjöt af umhverfisástæðum en mundi sannarlega byrja aftur ef hann fengi tryggingu fyrir því að fénu hefði ekki verið beitt á land í hnignun. Það verður sem sagt ekkert páskalamb á þínum borðum þetta árið? „Nei, á meðan ég veit ekki hversu stórt kolefnissporið er verður ekki páskalamb í boði,“ segir Sævar Helgi og hlær. Og heldur svo áfram ræðu sinni, þetta er honum hjartans mál: Sævar Helgi vildi svo gjarnan kaupa sauðfjárafurðir en eins og nú háttar er honum ekki stætt á því siðferðilega.vísir/Baldur Hrafnkell „Mig dauðlangar mig að kaupa ljúffengar og vistvænar lambaafurðir frá þeim fjölmörgu bændum sem standa sig vel. Af hverju get ég sem neytandi ekki fengið vottaðar vörur? Ég hef fengið alveg ótrúlega mikil viðbrögð við þættinum. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra er mikil ánægja. Fólk sem vinnur að umhverfismálum, sérfræðingar innan Landbúnaðarháskólans og margir margir fleiri, líka fjölskyldur bænda sem finnst skrítið hvernig í pottinn er búið í dag.“ Að sögn Sævars er það nefnilega svo að fólki finnst almennt fyllsta ástæða til þess að fjalla um nýtingu á landi sem ræður ekki við beit og veldur sannarlega skaða. „Ég heyri bara ákall um breytingar. Við þurfum bara að laga þetta og tryggja í leiðinni að þeir bændur sem standa sig vel fái miklu meira fyrir afurðirnar sínar. Hef fengið fleiri myndskeið send líka, til að mynda frá Austurlandi frá Ívari Ingimarssyni fyrrum knattspyrnumanni. Skora á þig að heyra í honum til að fá annað sjónarhorn. Líka í Bryndísi Marteinsdóttur og Þórunni Pétursdóttur hjá Landgræðslunni.“ Landbúnaður Umhverfismál Stjórnsýsla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Vísir greindi frá þessu í gær: Sagt var af því að bændur hafi tekið því afar óstinnt upp að í „Hvað getum við gert?“, þætti Sævars Helga, sem jafnan gengur undir nafninu Stjörnu-Sævar vegna margvíslegrar umfjöllunar hans um stjörnufræði, hafi sauðkindin dregin fram sem helsti sökudólgurinn fyrir gróðurvana landi. Sævar hafði öðrum hnöppum að hneppa í gær og lét viðbrögðin þá sem vind um eyru þjóta í gær enda löngu búinn að læra það að kippa sér ekki upp við það þótt þau séu stundum ofsafengin. Vinur er sá er til vamms segir „Ég var og er svo sem bara sendiboðinn, sérfræðingarnir sáu um að tala um staðreyndirnar. En svona til að svara einhverju, þá skil ég reiði bænda svo sem að einhverju leyti. Staðreyndir eru stundum óþægilegar og sannleikanum verður hver sárreiðastur. En vinur er sá er til vamms segir. Það sjá allir sem ferðast um landið hvar landið ræður ekki við beit og hvar ástandið er gott,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Sævar Helgi segir það hins vegar skrítið að ef kerfi sé gagnrýnt þá sé þeirri gagnrýni tekið persónulega. „Við leysum aldrei loftslags- og umhverfismálin ef við ætlum að taka allri gagnrýni eða umfjöllun persónulega. Við getum ekki skellt skollaeyrum við og lifað í djúpstæðri afneitun. Þá skín bara hagsmunagæslan í gegn. Fátt er verra en skortur á vilja til að breyta því sem þarf að breyta og leysa vandamál.“ Neytandinn vill og á að fá að vita hvaðan kjötið kemur Sævar segir að við verðum einfaldlega að gera hlutina betur. Hann spyr hvort það sé ekki eitthvað gallað við landbúnaðarkerfi sem leiðir til þess að land er eyðilagt að óþörfu og heldur sauðfjárbændum í fátæktargildu? „Ég hef nefnilega líka heyrt frá bændum sem þykir alls ekki að sér vegið, heldur vita að lausabeit er vandamál búið til að stórlega gölluðu landbúnaðarkerfið sem þarf að breyta til að leysa og laga. Við vitum öll sem er að fjöldi bænda hefur allt á hreinu hjá sér og eru til fyrirmyndar. Bændur sem leggja líka heilmargt stórkostlegt af mörkum til landgræðslu en við vitum ekkert af þeim. Ég vil kaupa afurðirnar af þeim. Af hverju er ekki hægt að stunda sauðfjárrækt í sjálfbærum hólfum, tryggja beitarstýringu og fara þannig betur með náttúruna? Gætum við ekki tryggt það að þeir bændur sem gera hlutina betur fái betur borgað?“ Sævar telur að hinn almenni neytandi eigi að hafa miklu hærra og krefjast breytinga. Strax. „Þetta á að vera eitt af stóru málunum fyrir næstu kosningar enda er losun frá landi stærsti staki losunarþáttur Íslands. Við sem neytendur eigum að geta rakið uppruna afurðarinnar sem við kaupum. Það er hægt og skortir bara vilja hjá stjórnvöldum og afurðarstöðvunum, það hef ég að minnsta kosti eftir nokkrum bændum. Neytandinn veit ekkert hvaðan kjötið kemur, hvort það kemur frá fyrirmyndarbúi eða búi sem er með allt niður um sig. Hvernig var aðbúnaður dýranna? Hvernig var farið með landið sem beitt var á? Held að neytendur kæri sig almennt ekki um að kaupa vöru sem veldur skaða. Þau mundu frekar velja vöru sem er sannarlega vistvæn og framúrskarandi.“ Kaupir ekki lengur lambakjöt af umhverfisástæðum Sævar segir að hann kaupi sjálfur ekki lengur lambakjöt af umhverfisástæðum en mundi sannarlega byrja aftur ef hann fengi tryggingu fyrir því að fénu hefði ekki verið beitt á land í hnignun. Það verður sem sagt ekkert páskalamb á þínum borðum þetta árið? „Nei, á meðan ég veit ekki hversu stórt kolefnissporið er verður ekki páskalamb í boði,“ segir Sævar Helgi og hlær. Og heldur svo áfram ræðu sinni, þetta er honum hjartans mál: Sævar Helgi vildi svo gjarnan kaupa sauðfjárafurðir en eins og nú háttar er honum ekki stætt á því siðferðilega.vísir/Baldur Hrafnkell „Mig dauðlangar mig að kaupa ljúffengar og vistvænar lambaafurðir frá þeim fjölmörgu bændum sem standa sig vel. Af hverju get ég sem neytandi ekki fengið vottaðar vörur? Ég hef fengið alveg ótrúlega mikil viðbrögð við þættinum. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra er mikil ánægja. Fólk sem vinnur að umhverfismálum, sérfræðingar innan Landbúnaðarháskólans og margir margir fleiri, líka fjölskyldur bænda sem finnst skrítið hvernig í pottinn er búið í dag.“ Að sögn Sævars er það nefnilega svo að fólki finnst almennt fyllsta ástæða til þess að fjalla um nýtingu á landi sem ræður ekki við beit og veldur sannarlega skaða. „Ég heyri bara ákall um breytingar. Við þurfum bara að laga þetta og tryggja í leiðinni að þeir bændur sem standa sig vel fái miklu meira fyrir afurðirnar sínar. Hef fengið fleiri myndskeið send líka, til að mynda frá Austurlandi frá Ívari Ingimarssyni fyrrum knattspyrnumanni. Skora á þig að heyra í honum til að fá annað sjónarhorn. Líka í Bryndísi Marteinsdóttur og Þórunni Pétursdóttur hjá Landgræðslunni.“
Landbúnaður Umhverfismál Stjórnsýsla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira