Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2021 19:01 Frá Fosshótel við Þórunnartún. Undirbúningur stendur nú yfir en von er á fjölda farþega á morgun sem þurfa í sóttkví á hótelinu. Vísir/Sigurjón Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. Fullir kassar af grímum, hlífðarfötum og sprittbrúsum blasa við þegar gengið er inn á Fosshótel við Þórunnartún enda er verið að búa hótelið undir komu flugfarþega sem verða skikkaðir í sóttkví þar á morgun þegar nýjar landamærareglur taka gildi. Allir sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu sem koma með vélum frá Póllandi, Hollandi og Svíþjóð á morgun fara á hótelið. Á föstudag bætast við fleiri farþegar frá Póllandi. Þegar hótelið fyllist verður hótel í Reykjanesbæ tekið í notkun og unnið er að samningum við BB hótel á Ásbrú. Þá hefur verið samið við Hótel Hallormsstað á Egilsstöðum fyrir farþega úr Norrænu og annað hótel verður á Akureyri. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.vísir/Egill „Okkur var falið að útvega sjö hundruð rými á fjórum stöðum á landinu. Við erum núna komin með rúmlega fjögur hundruð og erum að ganga frá samningum um það sem upp á vantar,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, og bætir við að fjöldi herbergja sé miðaður við áætlaðan fjölda ferðamanna. Heildarkostnaður hins opinbera liggur ekki fyrir og er breytilegur eftir fjölda ferðamanna. Farþegar munu greiða tíu þúsund krónur á nóttina fyrir eitt herbergi og fæði. „Það sem þeir greiða vegur mjög þungt í því verði sem við höfum samið um við hótelin. Við höfum fengið þau á mjög góðu verði,“ segir María. Sjúkratryggingum Íslands var falið að semja um og útvega alla þjónustu sem tengist verkefninu. „Það eru þá hótelrými og mannskapur og aðkoma Rauða krossins. Einnig fæði og rútuferðir að hótelinu og skimun á fimmta degi auk almennrar heilbrigðisþjónustu við íbúa þannig að ekki þurfi að flytja þá til læknis út af einhverju smálegu,“ segir María. Hótelin, sem eru kölluð sóttkvíarhótel á meðan þau eru nýtt fyrir ferðamenn í sóttkví, verða á fjórum stöðum á landinu.vísir Hún segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Þökk sé okkar frábæru samnings- og samstarfsaðilum og þar eru fremstir í flokki starfsmenn Rauða krossins sem í rauninni gera þetta allt saman mögulegt.“ Spánn var í dag tekinn út af lista yfir áhættusvæði en landið rataði upphaflega á listann þar sem upplýsingar skorti um stöðu faraldursins í einungis einu héraði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir nauðsynlegt að skikka einnig þá sem eru búsettir hér á landi á hótel þar sem erfitt sé að meta sérstaklega hverjum þurfi að fylgjast betur með. „Bara til þess að ná góðum tökum á þessu eins og staðan er núna. Á meðan við erum að reyna kveða þennan faraldur innanlands alveg niður held ég að við þurfum að gera þetta svona,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Sjá meira
Fullir kassar af grímum, hlífðarfötum og sprittbrúsum blasa við þegar gengið er inn á Fosshótel við Þórunnartún enda er verið að búa hótelið undir komu flugfarþega sem verða skikkaðir í sóttkví þar á morgun þegar nýjar landamærareglur taka gildi. Allir sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu sem koma með vélum frá Póllandi, Hollandi og Svíþjóð á morgun fara á hótelið. Á föstudag bætast við fleiri farþegar frá Póllandi. Þegar hótelið fyllist verður hótel í Reykjanesbæ tekið í notkun og unnið er að samningum við BB hótel á Ásbrú. Þá hefur verið samið við Hótel Hallormsstað á Egilsstöðum fyrir farþega úr Norrænu og annað hótel verður á Akureyri. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.vísir/Egill „Okkur var falið að útvega sjö hundruð rými á fjórum stöðum á landinu. Við erum núna komin með rúmlega fjögur hundruð og erum að ganga frá samningum um það sem upp á vantar,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, og bætir við að fjöldi herbergja sé miðaður við áætlaðan fjölda ferðamanna. Heildarkostnaður hins opinbera liggur ekki fyrir og er breytilegur eftir fjölda ferðamanna. Farþegar munu greiða tíu þúsund krónur á nóttina fyrir eitt herbergi og fæði. „Það sem þeir greiða vegur mjög þungt í því verði sem við höfum samið um við hótelin. Við höfum fengið þau á mjög góðu verði,“ segir María. Sjúkratryggingum Íslands var falið að semja um og útvega alla þjónustu sem tengist verkefninu. „Það eru þá hótelrými og mannskapur og aðkoma Rauða krossins. Einnig fæði og rútuferðir að hótelinu og skimun á fimmta degi auk almennrar heilbrigðisþjónustu við íbúa þannig að ekki þurfi að flytja þá til læknis út af einhverju smálegu,“ segir María. Hótelin, sem eru kölluð sóttkvíarhótel á meðan þau eru nýtt fyrir ferðamenn í sóttkví, verða á fjórum stöðum á landinu.vísir Hún segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Þökk sé okkar frábæru samnings- og samstarfsaðilum og þar eru fremstir í flokki starfsmenn Rauða krossins sem í rauninni gera þetta allt saman mögulegt.“ Spánn var í dag tekinn út af lista yfir áhættusvæði en landið rataði upphaflega á listann þar sem upplýsingar skorti um stöðu faraldursins í einungis einu héraði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir nauðsynlegt að skikka einnig þá sem eru búsettir hér á landi á hótel þar sem erfitt sé að meta sérstaklega hverjum þurfi að fylgjast betur með. „Bara til þess að ná góðum tökum á þessu eins og staðan er núna. Á meðan við erum að reyna kveða þennan faraldur innanlands alveg niður held ég að við þurfum að gera þetta svona,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Sjá meira