1. apríl 2021: Fríar þyrluferðir, lítið notuð kynlífstæki og óvænt bóluefni í boði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. apríl 2021 18:04 Fjöldi Íslendinga féll fyrir aprílgöbbum í ár. Vísir Fólk og fyrirtæki keppast gjarnan við að reyna að láta fólk hlaupa apríl á fyrsta degi þessa herrans mánaðar sem er í dag. Þótt almenna reglan hafi í gegnum tíðina verið sú að reyna að fá fólk til að hlaupa apríl í orðsins fyllstu merkingu, það er í tíma og rúmi, þá hafa göbbin í ár líkt og í fyrra mörg einkennst af því að vera á rafrænu formi með einum eða örðum hætti í ljósi kórónuveirufaraldursins. Aprílgabb Vísis birtist í frétt í morgun þar sem leitað var að fjórða meðlimnum fyrir nýja þáttaröð af raunveruleikaþættinum Æði sem slegið hefur í gegn á Stöð 2. Tæplega þrjú þúsund manns létu blekkjast og ýttu á ábendingahnapp sem fylgdi fréttinni. Margir þeirra sendu fínustu ábendingar um þá sem þeir töldu geta slegið í gegn í þáttunum. Tik Tok-notandinn @bara_palli skrásetti það þegar hann féll fyrir Vísisgabbinu: @bara_palli Ég hef aldrei verið eins svikinn...eins gott að ég fái cameo í seríu 3 @patrekurjaimee @binniglee @bassi_maraj ##fyp ##æði2 ##funny ##iceland ##aprilfools original sound - Bara Palli Þyrluferð og Cocoa Puffs Þá birti Fréttablaðið í morgun frétt þar sem segir frá því að Þórarinn Ævarsson, eigandi pítsustaðarins Spaðans og fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, hafi stofnað þyrluþjónustuna Þyrluspaðann og hyggist bjóða upp á ódýrar þyrluferðir yfir eldgosið í Geldingadölum. „Til að fagna páskum býður Fréttablaðið tíu lesendum að fljúga með Spaðaásnum að eldstöðvunum. Með því að senda tölvupóst á thyrluferdir@frettabladid.is fer viðkomandi í pott sem dregið verður úr klukkan fimm í dag. Fyrsta ferð er áætluð í fyrramálið klukkan 6.30,“ segir í aprílgabbi Fréttablaðsins. DV sagði frá því að birgjar og endursöluaðilar muni sitja uppi með gríðarlegan lager af bæði Cocoa Puffs og Lucky Charms eftir að fréttir bárust af því að morgunkornin vinsælu yrðu tekin af markaði vegna nýrrar Evrópureglugerðar. Haft er eftir vörumerkjastjóra í frétt DV að sé ekki annað í stöðunni en að gefa lagerinn sem til er af morgunkorninu. „Hægt verður að nálgast pakkanna í þjónustuveri innflytjandans á Korputorgi í dag til 15:00 og á Glerártorgi á Akureyri til 14:00,“ segir í fréttinni. Lítið notuð „leikföng“ Þá sagðist Mjölnir MMA á Facebook síðu sinni vera komið í samstarf við Landspítalann um bólusetningu með 400 skömmtum af bóluefni AstraZeneca fyrir meðlimi Mjölnis. Kynlífstækjaverslunin Losti auglýsti einnig „lítið notuð kynlífstæki á frábæru verði,“ sem hægt væri að koma og versla í verslun fyrirtækisins í Borgartúni. View this post on Instagram A post shared by Losti.is (@losti.is) Á samfélagsmiðlum rifjuðu sumir upp gamalt aprílgabb, meðal annars þetta hér frá árinu 2001, þegar fjölmiðlar féllu sjálfir fyrir aprílgabbi. Eitt svakalegasta aprílgabb Íslandssögunnar er 20 ára. Einhver hringdi inn frétt. Blaðamaður hringdi í viðmælanda sem lék með - en spurði víst hvort blaðamaður vissi ekki örugglega hvaða dagur væri, sem hann jánkaði víst. 2. apríl birtist þetta á forsíðu og baksíðu. pic.twitter.com/4LnyFa78tS— Brynjólfur Þór Guðmundsson (@BrynThor) April 1, 2021 Aprílgabb Tengdar fréttir Leita að fjórða meðlimnum fyrir nýja þáttaröð af Æði Raunveruleikaþátturinn Æði hefur slegið rækilega í gegn á Stöð 2+. Önnur þáttaröð fór í loftið nú í vetur. Sú þriðja fer í tökur í sumar og er hafin leit að fjórðu stjörnunni til að vera í burðarhlutverki. 1. apríl 2021 07:00 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Aprílgabb Vísis birtist í frétt í morgun þar sem leitað var að fjórða meðlimnum fyrir nýja þáttaröð af raunveruleikaþættinum Æði sem slegið hefur í gegn á Stöð 2. Tæplega þrjú þúsund manns létu blekkjast og ýttu á ábendingahnapp sem fylgdi fréttinni. Margir þeirra sendu fínustu ábendingar um þá sem þeir töldu geta slegið í gegn í þáttunum. Tik Tok-notandinn @bara_palli skrásetti það þegar hann féll fyrir Vísisgabbinu: @bara_palli Ég hef aldrei verið eins svikinn...eins gott að ég fái cameo í seríu 3 @patrekurjaimee @binniglee @bassi_maraj ##fyp ##æði2 ##funny ##iceland ##aprilfools original sound - Bara Palli Þyrluferð og Cocoa Puffs Þá birti Fréttablaðið í morgun frétt þar sem segir frá því að Þórarinn Ævarsson, eigandi pítsustaðarins Spaðans og fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, hafi stofnað þyrluþjónustuna Þyrluspaðann og hyggist bjóða upp á ódýrar þyrluferðir yfir eldgosið í Geldingadölum. „Til að fagna páskum býður Fréttablaðið tíu lesendum að fljúga með Spaðaásnum að eldstöðvunum. Með því að senda tölvupóst á thyrluferdir@frettabladid.is fer viðkomandi í pott sem dregið verður úr klukkan fimm í dag. Fyrsta ferð er áætluð í fyrramálið klukkan 6.30,“ segir í aprílgabbi Fréttablaðsins. DV sagði frá því að birgjar og endursöluaðilar muni sitja uppi með gríðarlegan lager af bæði Cocoa Puffs og Lucky Charms eftir að fréttir bárust af því að morgunkornin vinsælu yrðu tekin af markaði vegna nýrrar Evrópureglugerðar. Haft er eftir vörumerkjastjóra í frétt DV að sé ekki annað í stöðunni en að gefa lagerinn sem til er af morgunkorninu. „Hægt verður að nálgast pakkanna í þjónustuveri innflytjandans á Korputorgi í dag til 15:00 og á Glerártorgi á Akureyri til 14:00,“ segir í fréttinni. Lítið notuð „leikföng“ Þá sagðist Mjölnir MMA á Facebook síðu sinni vera komið í samstarf við Landspítalann um bólusetningu með 400 skömmtum af bóluefni AstraZeneca fyrir meðlimi Mjölnis. Kynlífstækjaverslunin Losti auglýsti einnig „lítið notuð kynlífstæki á frábæru verði,“ sem hægt væri að koma og versla í verslun fyrirtækisins í Borgartúni. View this post on Instagram A post shared by Losti.is (@losti.is) Á samfélagsmiðlum rifjuðu sumir upp gamalt aprílgabb, meðal annars þetta hér frá árinu 2001, þegar fjölmiðlar féllu sjálfir fyrir aprílgabbi. Eitt svakalegasta aprílgabb Íslandssögunnar er 20 ára. Einhver hringdi inn frétt. Blaðamaður hringdi í viðmælanda sem lék með - en spurði víst hvort blaðamaður vissi ekki örugglega hvaða dagur væri, sem hann jánkaði víst. 2. apríl birtist þetta á forsíðu og baksíðu. pic.twitter.com/4LnyFa78tS— Brynjólfur Þór Guðmundsson (@BrynThor) April 1, 2021
Aprílgabb Tengdar fréttir Leita að fjórða meðlimnum fyrir nýja þáttaröð af Æði Raunveruleikaþátturinn Æði hefur slegið rækilega í gegn á Stöð 2+. Önnur þáttaröð fór í loftið nú í vetur. Sú þriðja fer í tökur í sumar og er hafin leit að fjórðu stjörnunni til að vera í burðarhlutverki. 1. apríl 2021 07:00 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Leita að fjórða meðlimnum fyrir nýja þáttaröð af Æði Raunveruleikaþátturinn Æði hefur slegið rækilega í gegn á Stöð 2+. Önnur þáttaröð fór í loftið nú í vetur. Sú þriðja fer í tökur í sumar og er hafin leit að fjórðu stjörnunni til að vera í burðarhlutverki. 1. apríl 2021 07:00