Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2021 19:00 Valgerður kvartar ekki undan dvölinni á sóttvarnahótelinu, né yfir að þurfa að dvelja á öðru sóttvarnahóteli í Noregi eftir tíu daga. Hún hefði þó viljað mega fara út í göngutúr. Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. Hundrað sextíu og fimm manns dvelja nú á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík, eftir að reglugerð um að allir farþegar sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum þurfi að fara þangað, tók gildi. Valgerður Pálsdóttir kom hingað frá Gardermoen í Ósló með millilendingu á Kastrúp í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Hún átti að koma til landsins 31. mars, degi áður en reglurnar tóku gildi, en fékk ekki PCR próf í tæka tíð. „Ég var að vona að ég fengi að fara í íbúðina mína í Hafnarfirði og er bara að ganga frá henni núna, er búin að selja, og ætlaði að verja þessum fimm dögum í það í sóttkvínni, en svona er þetta bara,” segir Valgerður. Hún segist sýna reglunum fullan skilning en segir það miður að fáir einstaklingar hafi þurft að eyðileggja fyrir með því að virða ekki sóttkví. „Ég er í sjálfu sér alveg búin að sætta mig við þetta. En málið er að þegar ég kom þá fékk ég að vita að við fengjum ekkert að fara út úr herberginu. Og mér brá við það, ég viðurkenni það. Ég sá fyrir mér að ég gæti farið út og gengið hérna með fram sjónum í kannski hálftíma á dag,” segir Valgerður, en upphaflega átti að leyfa fólki að fara út í að hámarki 30 mínútur á dag. „Það er vissulega svolítið hart að mega ekki fara út,” segir hún. Valgerður segist hafa það fínt, starfsfólkið sé indælt og fjölskylda og vinir passi að hún hafi nóg fyrir stafni. „Ég auðvitað geri mér grein fyrir því að það þarf að taka hart á hlutunum. Og það væsir svo sem ekkert um mig hér. Ég á mjög góða fjölskyldu og vini sem eru að bera í mig mat, bækur og annað og aðbúnaður er bara fínn. En ég finn til með þeim sem eru hérna með born og þurfa að vera hér innilokuð í fimm sólarhringa.” Sjálf ætlar hún að reyna að nýta daginn eins og kostur er. „Verður maður ekki að reyna að fara á fætur, klæða sig og gera einhverjar æfingar. Ég er að fá mjög spennandi bækur, er með sjónvarp, netið og öll tæki og tól. Síminn hringir mikið og það verður þannig næstu dagana. Ég kvarta ekki.” Sóttkvínni er þó ekki lokið hjá Valgerði, því þegar hún fer aftur heim til Noregs eftir tíu daga, tekur við önnur dvöl á sóttkvíarhóteli. „Ég má búast við tíu dögum á sóttkvíarhóteli þar. En maður leikur sér ekkert að því að fara í svona ferðalag. Þetta er af nauðsyn.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Hundrað sextíu og fimm manns dvelja nú á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík, eftir að reglugerð um að allir farþegar sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum þurfi að fara þangað, tók gildi. Valgerður Pálsdóttir kom hingað frá Gardermoen í Ósló með millilendingu á Kastrúp í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Hún átti að koma til landsins 31. mars, degi áður en reglurnar tóku gildi, en fékk ekki PCR próf í tæka tíð. „Ég var að vona að ég fengi að fara í íbúðina mína í Hafnarfirði og er bara að ganga frá henni núna, er búin að selja, og ætlaði að verja þessum fimm dögum í það í sóttkvínni, en svona er þetta bara,” segir Valgerður. Hún segist sýna reglunum fullan skilning en segir það miður að fáir einstaklingar hafi þurft að eyðileggja fyrir með því að virða ekki sóttkví. „Ég er í sjálfu sér alveg búin að sætta mig við þetta. En málið er að þegar ég kom þá fékk ég að vita að við fengjum ekkert að fara út úr herberginu. Og mér brá við það, ég viðurkenni það. Ég sá fyrir mér að ég gæti farið út og gengið hérna með fram sjónum í kannski hálftíma á dag,” segir Valgerður, en upphaflega átti að leyfa fólki að fara út í að hámarki 30 mínútur á dag. „Það er vissulega svolítið hart að mega ekki fara út,” segir hún. Valgerður segist hafa það fínt, starfsfólkið sé indælt og fjölskylda og vinir passi að hún hafi nóg fyrir stafni. „Ég auðvitað geri mér grein fyrir því að það þarf að taka hart á hlutunum. Og það væsir svo sem ekkert um mig hér. Ég á mjög góða fjölskyldu og vini sem eru að bera í mig mat, bækur og annað og aðbúnaður er bara fínn. En ég finn til með þeim sem eru hérna með born og þurfa að vera hér innilokuð í fimm sólarhringa.” Sjálf ætlar hún að reyna að nýta daginn eins og kostur er. „Verður maður ekki að reyna að fara á fætur, klæða sig og gera einhverjar æfingar. Ég er að fá mjög spennandi bækur, er með sjónvarp, netið og öll tæki og tól. Síminn hringir mikið og það verður þannig næstu dagana. Ég kvarta ekki.” Sóttkvínni er þó ekki lokið hjá Valgerði, því þegar hún fer aftur heim til Noregs eftir tíu daga, tekur við önnur dvöl á sóttkvíarhóteli. „Ég má búast við tíu dögum á sóttkvíarhóteli þar. En maður leikur sér ekkert að því að fara í svona ferðalag. Þetta er af nauðsyn.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira