Á annað hundrað manns yfirgefa sóttkvíarhótelið Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 6. apríl 2021 19:04 Farþegar mæta á Fosshótelið við Þórunnartún. Stöð 2/Egill Um 120 manns sem hafa fengið niðurstöður úr seinni sýnatöku yfirgefa sóttkvíarhótelið í Reykjavík í dag og í kvöld. Manneskja sem fór í skimun vegna einkenna sem komu fram á hótelinu greindist með kórónuveirusmit en fékk að fara heim til sín í einangrun. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, sagði töluverða hreyfingu á gestum á Fosshóteli í Reykjavík, sem hefur verið notað sem sóttkvíarhótel síðustu daga, þar sem stór hluti þeirra sem komu fyrsta daginn sem það opnaði fái niðurstöðu úr seinni skimun í dag. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Tveir gestir greindust smitaðir af kórónuveirunni í fyrri sýnatöku. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Gylfi Þór að einn gestur hefði farið í sýnatöku vegna einkenna og reynst smitaður. Sá hafi fengið að fara heim til sín þar sem hann gat „rúttað til“ heima hjá sér og fengið aðra heimilismenn til að fara að heiman á meðan. Hinir tveir sem greindust smitaðir á hótelinu voru fluttir í farsóttarhús. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt væri að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhótelinu ef það gat sýnt fram á að það hefði aðstöðu heima hjá sér til að virða sóttkví. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar. Gylfi Þór sagði að gestir sem hefðu ákveðið að vera um kyrrt á hótelinu væru ánægðir með vistina. Engin vandamál hafi komið upp með þá erlendu ferðamenn sem dvelja á sóttkvíarhótelinu, að sögn Gylfa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23 Úrskurðurinn kærður til Landsréttar Úrskurður héraðsdóms frá því í tengslum við sóttvarnarhús verður kærður til Landsréttar. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi rétt í þessu. Fimmtán völdu að yfirgefa sóttvarnahús eftir að úrskurðurinn lá fyrir í gær, af um 250. 6. apríl 2021 11:15 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, sagði töluverða hreyfingu á gestum á Fosshóteli í Reykjavík, sem hefur verið notað sem sóttkvíarhótel síðustu daga, þar sem stór hluti þeirra sem komu fyrsta daginn sem það opnaði fái niðurstöðu úr seinni skimun í dag. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Tveir gestir greindust smitaðir af kórónuveirunni í fyrri sýnatöku. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Gylfi Þór að einn gestur hefði farið í sýnatöku vegna einkenna og reynst smitaður. Sá hafi fengið að fara heim til sín þar sem hann gat „rúttað til“ heima hjá sér og fengið aðra heimilismenn til að fara að heiman á meðan. Hinir tveir sem greindust smitaðir á hótelinu voru fluttir í farsóttarhús. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt væri að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhótelinu ef það gat sýnt fram á að það hefði aðstöðu heima hjá sér til að virða sóttkví. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar. Gylfi Þór sagði að gestir sem hefðu ákveðið að vera um kyrrt á hótelinu væru ánægðir með vistina. Engin vandamál hafi komið upp með þá erlendu ferðamenn sem dvelja á sóttkvíarhótelinu, að sögn Gylfa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23 Úrskurðurinn kærður til Landsréttar Úrskurður héraðsdóms frá því í tengslum við sóttvarnarhús verður kærður til Landsréttar. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi rétt í þessu. Fimmtán völdu að yfirgefa sóttvarnahús eftir að úrskurðurinn lá fyrir í gær, af um 250. 6. apríl 2021 11:15 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36
Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23
Úrskurðurinn kærður til Landsréttar Úrskurður héraðsdóms frá því í tengslum við sóttvarnarhús verður kærður til Landsréttar. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi rétt í þessu. Fimmtán völdu að yfirgefa sóttvarnahús eftir að úrskurðurinn lá fyrir í gær, af um 250. 6. apríl 2021 11:15