Ekki á því að loka landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 22:49 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi um sóttvarnaráðstafanir fyrir komufarþega sem stjórnvöld voru gerð afturreka með í gær í Kastljósviðtali í kvöld. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist ekki hafa sannfæringu fyrir því að loka landamærunum þar til tekist hefur að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Breyta þurfi reglugerð um sóttkvíarhótel svo að hún standist lög. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að reglugerð sem skikkar fólk sem kemur til Íslands frá svonefndum áhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til dvalar á sóttkvíarhóteli fram yfir seinni skimun stæðist ekki lög. Í viðtali í Kastljósi í Ríkisútvarpinu í kvöld sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að úrskurðurinn væri vonbrigði. Staðfesti Landsréttur hann kæmi tvennt til greina: að skoða lögin og gera þau skýrari eða fara yfir framkvæmd sóttvarna innan gildandi lagaramma og gera betur. Sóttkvíarhótelinu var meðal annars komið á fót vegna þess að brögð voru að því að fólk sem átti að vera í sóttkví eftir komu til landsins virti hana ekki sem skyldi. Katrín sagði í viðtalinu að hún væri sannfærð um ágæti núverandi fyrirkomulags á landamærunum þar sem ferðalangar þurfa að framvísa neikvæðu PCR-rpófi og gangast undir tvær skimanir. Það hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda smita. „Við höfum séð góðar heimtur en því miður eru heimturnar ekki hundrað prósent. Af því að eðli þessarar veiru er það sem það er, af því að hún er svo bráðsmitandi þá þarf ekki sérlega mörg tilfelli til þess að valda töluverðum usla,“ sagði forsætisráðherra. Engu að síður sagðist hún ekki hafa sannfæringu fyrir því að skella í lás á landamærunum verði sóttkvíarhótelið endanlega úrskurðað ólöglegt. Sum ríki, þar á meðal eyríkið Nýja-Sjáland, hafa grípið til slíkra aðgerða til þess að halda veirunni fjarri. Katrín sagði það mun róttækari aðgerð en að skikka ferðalanga sem koma frá svonefndum hárauðum ríkjum á sóttkvíarhótel. „Ég hef ekki haft fyrir því sannfæringu endilega að ganga svo langt,“ sagði forsætisráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að reglugerð sem skikkar fólk sem kemur til Íslands frá svonefndum áhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til dvalar á sóttkvíarhóteli fram yfir seinni skimun stæðist ekki lög. Í viðtali í Kastljósi í Ríkisútvarpinu í kvöld sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að úrskurðurinn væri vonbrigði. Staðfesti Landsréttur hann kæmi tvennt til greina: að skoða lögin og gera þau skýrari eða fara yfir framkvæmd sóttvarna innan gildandi lagaramma og gera betur. Sóttkvíarhótelinu var meðal annars komið á fót vegna þess að brögð voru að því að fólk sem átti að vera í sóttkví eftir komu til landsins virti hana ekki sem skyldi. Katrín sagði í viðtalinu að hún væri sannfærð um ágæti núverandi fyrirkomulags á landamærunum þar sem ferðalangar þurfa að framvísa neikvæðu PCR-rpófi og gangast undir tvær skimanir. Það hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda smita. „Við höfum séð góðar heimtur en því miður eru heimturnar ekki hundrað prósent. Af því að eðli þessarar veiru er það sem það er, af því að hún er svo bráðsmitandi þá þarf ekki sérlega mörg tilfelli til þess að valda töluverðum usla,“ sagði forsætisráðherra. Engu að síður sagðist hún ekki hafa sannfæringu fyrir því að skella í lás á landamærunum verði sóttkvíarhótelið endanlega úrskurðað ólöglegt. Sum ríki, þar á meðal eyríkið Nýja-Sjáland, hafa grípið til slíkra aðgerða til þess að halda veirunni fjarri. Katrín sagði það mun róttækari aðgerð en að skikka ferðalanga sem koma frá svonefndum hárauðum ríkjum á sóttkvíarhótel. „Ég hef ekki haft fyrir því sannfæringu endilega að ganga svo langt,“ sagði forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36
Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23