„Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Snorri Másson skrifar 7. apríl 2021 11:07 Herra Hnetusmjör sendir ríkisstjórninni tóninn. Daniel Thor Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. „Jæja. Hvenær ætlum við að hætta að láta vaða yfir okkur?“ spurði rapparinn, Árni Páll Árnason að skírnarnafni, á hringrás sinni á Instagram í gær (e. story). Fylgjendur rapparans eru rúmlega 22.000 talsins og að uppistöðu ungt fólk, að ætla má. Fyrst birti Árni Páll skjáskot af frétt af því að nú væri farþegum utan Schengen hleypt inn í landið. Næsta mynd var síðan skjáskot með yfirliti af þeim hörðu takmörkunum sem Íslendingar lifa nú við hversdagslega, þar sem stór hópur fólks fær ekki stundað atvinnu sína eða líkamsrækt. Þarna eru stjórnvöld komin í mótsögn við sjálf sig, að mati Árna. Mynd og mynd fara ekki saman, að mati Herra Hnetusmjörs.Instagram Rapparinn hvetur til aðgerða: „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg. Nóg af því að vera sett í annað sæti. Nóg af því að mega ekki hitta ástvini. Nóg af því að mega ekki stunda nám eða vinnu. Allt á meðan landamærin eru opnuð enn meir.“ Næst opnar hann fyrir tillögur frá fylgjendum sínum og spyr: „Mótmæli? Hætta að hlýða? Brenna allt? Opinn fyrir öllu.“ Vísir sló á þráðinn til rapparans sem kvaðst ekki hafa neinu við skilaboð sín í hringrásinni að bæta. Ætla má að rapparinn hafi orðið af miklum tekjum í gegnum faraldurinn en á Íslandi hafa samkomutakmarkanir verið við lýði í einhverri mynd samfleytt í meira en ár. Þessa stundina mega aðeins tíu koma saman á einkasamkomum. Barir og skemmtistaðir eru lokaðir, líkamsræktarstöðvum og sundlaugum er óheimilt að starfa og allar sviðslistir eru ólöglegar. Þetta á að gilda til 15. apríl en engin loforð hafa verið gefin um afléttingar þegar ákvörðun verður tekin um framhaldið. Rapparinn biður fylgjendur sína að gefa sér ráð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Jæja. Hvenær ætlum við að hætta að láta vaða yfir okkur?“ spurði rapparinn, Árni Páll Árnason að skírnarnafni, á hringrás sinni á Instagram í gær (e. story). Fylgjendur rapparans eru rúmlega 22.000 talsins og að uppistöðu ungt fólk, að ætla má. Fyrst birti Árni Páll skjáskot af frétt af því að nú væri farþegum utan Schengen hleypt inn í landið. Næsta mynd var síðan skjáskot með yfirliti af þeim hörðu takmörkunum sem Íslendingar lifa nú við hversdagslega, þar sem stór hópur fólks fær ekki stundað atvinnu sína eða líkamsrækt. Þarna eru stjórnvöld komin í mótsögn við sjálf sig, að mati Árna. Mynd og mynd fara ekki saman, að mati Herra Hnetusmjörs.Instagram Rapparinn hvetur til aðgerða: „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg. Nóg af því að vera sett í annað sæti. Nóg af því að mega ekki hitta ástvini. Nóg af því að mega ekki stunda nám eða vinnu. Allt á meðan landamærin eru opnuð enn meir.“ Næst opnar hann fyrir tillögur frá fylgjendum sínum og spyr: „Mótmæli? Hætta að hlýða? Brenna allt? Opinn fyrir öllu.“ Vísir sló á þráðinn til rapparans sem kvaðst ekki hafa neinu við skilaboð sín í hringrásinni að bæta. Ætla má að rapparinn hafi orðið af miklum tekjum í gegnum faraldurinn en á Íslandi hafa samkomutakmarkanir verið við lýði í einhverri mynd samfleytt í meira en ár. Þessa stundina mega aðeins tíu koma saman á einkasamkomum. Barir og skemmtistaðir eru lokaðir, líkamsræktarstöðvum og sundlaugum er óheimilt að starfa og allar sviðslistir eru ólöglegar. Þetta á að gilda til 15. apríl en engin loforð hafa verið gefin um afléttingar þegar ákvörðun verður tekin um framhaldið. Rapparinn biður fylgjendur sína að gefa sér ráð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira