Sérreglur fyrir ákveðna hópa erfiðar í framkvæmd Kjartan Kjartansson skrifar 7. apríl 2021 19:16 Sundlaugar hafa verið lokaðar frá því að sóttvarnareglur voru hertar 25. mars. Eldri borgarar eru á meðal tryggustu gesta baðstaða á landinu. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið skoðað sérstaklega að slaka á sóttvarnareglum fyrir fólk sem hefur verið bólusett gegn kórónuveirunni, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur að sérreglur fyrir bólusetta eða þá sem hafa fengið Covid-19 erfiðar í framkvæmd og eftirliti. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, lýsti því sem góðri hugmynd að hleypa eldri borgunum í sund nú þegar flestir yfir sjötugu hafi fengið að minnsta kosti fyrri skammt af bóluefni gegn veirunni. Sundstaðir hafa verið lokaðir frá því að sóttvarnaaðgerðir voru hertar í mars. Það gæti þó verið afar erfitt í framkvæmd að slaka á sóttvarnareglum fyrir tiltekinn hóp eins og bólusetta eldri borgara að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hann að slíkt hefði verið reynt erlendis og yfirvöld hafi lent í vandræðum þar. „Ég er ekki endilega viss um að á þessu stigi munum við fara út í það. Við höfum reynt að vera með almennar reglur og ekki verið að undanskilja þá sem eru bólusettir eða fengið Covid neitt sérstaklega. Það gæti verið mjög erfitt í framkvæmd og yrði mjög erfitt að hafa eftirlit með því,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ekki hægt að gefa það út nákvæmlega við hvaða mörk yrði hægt að aflétta hinum eða þessum sóttvarnaaðgerðum. Þegar góðri útbreiðslu bólusetninga væri náð, um 50% þjóðarinnar, ætti að vera hægt að byrja að slaka á en ýmsu væru þó enn ósvarað um faraldurinn sjálfan og bólusetningar, þar á meðal um hvernig mismunandi afbrigði veirunnar hegða sér og hvort bólusettir geti borið smit á milli fólks. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér að þróunin verði hæg fram á sumarið en ef bólusetningar ganga vel áfram hilli undir að hægt verði að slaka á takmörkunum. „Við verðum að vera viðbúin alls konar uppákomum í þessu,“ sagði hann. Hægt er að hlusta á viðtalið við sóttvarnalækni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, lýsti því sem góðri hugmynd að hleypa eldri borgunum í sund nú þegar flestir yfir sjötugu hafi fengið að minnsta kosti fyrri skammt af bóluefni gegn veirunni. Sundstaðir hafa verið lokaðir frá því að sóttvarnaaðgerðir voru hertar í mars. Það gæti þó verið afar erfitt í framkvæmd að slaka á sóttvarnareglum fyrir tiltekinn hóp eins og bólusetta eldri borgara að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hann að slíkt hefði verið reynt erlendis og yfirvöld hafi lent í vandræðum þar. „Ég er ekki endilega viss um að á þessu stigi munum við fara út í það. Við höfum reynt að vera með almennar reglur og ekki verið að undanskilja þá sem eru bólusettir eða fengið Covid neitt sérstaklega. Það gæti verið mjög erfitt í framkvæmd og yrði mjög erfitt að hafa eftirlit með því,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ekki hægt að gefa það út nákvæmlega við hvaða mörk yrði hægt að aflétta hinum eða þessum sóttvarnaaðgerðum. Þegar góðri útbreiðslu bólusetninga væri náð, um 50% þjóðarinnar, ætti að vera hægt að byrja að slaka á en ýmsu væru þó enn ósvarað um faraldurinn sjálfan og bólusetningar, þar á meðal um hvernig mismunandi afbrigði veirunnar hegða sér og hvort bólusettir geti borið smit á milli fólks. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér að þróunin verði hæg fram á sumarið en ef bólusetningar ganga vel áfram hilli undir að hægt verði að slaka á takmörkunum. „Við verðum að vera viðbúin alls konar uppákomum í þessu,“ sagði hann. Hægt er að hlusta á viðtalið við sóttvarnalækni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira