Í fyrirlestrinum verður fjallað um snemmbæra sérhæfingu í skipulögðum íþróttum, ávinning og nokkrar af þeim hættum sem fylgja ofuráherslu á slíka þjálfun í íþróttum barna.
Æskilegar áherslur í starfi verða ræddar og því velt upp hvað sé best að gera við rána sem var til umræðu fyrr í vetur í tengslum við körfuboltalið stúlkna sem vildu fá að keppa við stráka.
Á að hækka hana eða jafnvel lækka? Umfjöllunin á erindi við þjálfara, kennara, unglinga og ekki síst foreldra barna í íþróttum.