Sökuð um brot á sóttkví eftir að hafa tekið lit í íslenskri sól Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. apríl 2021 12:31 Kristrún Úlfarsdóttir var sökuð um að hafa brotið sóttkví eftir sólarlandaferð en hún var útitekin eftir að hafa farið í heitan pott í góðu veðri. Aðsend/Getty „Þetta kom svo flatt upp á mig að ég náði bara ekki að svara fyrir mig, ég var hreinlega í sjokki. Konan hans stóð bara kinkandi kolli við hliðina á honum,“ segir Kristrún Úlfarsdóttir í færslu sem hún deildi í gær á Facebook síðunni Góða systir. Kristrún var stödd í matvöruverslun í gærdag og segir hún farir sínar ekki sléttar þegar eldri maður sakaði hana harkalega um brot á sóttkví en þess má geta að Kristrún hefur ekkert farið erlendis í heimsfaraldrinum. Togaði í peysu hennar og gargaði „Ég er að labba um að versla, eiginlega bara í eigin heimi. Ég var búin að heyra einhver læti út undan mér en var ekkert að pæla í því fyrr en það var togað í peysuna mína. Þar er eldri maður á háa c-inu að garga á mig: Átt þú ekki að vera í sóttkví? Djöfulsins lið sem getur ekki verið bara kjurrt á íslandi þegar að heimurinn er í klessu, alltaf að fara til sólarlanda að sóla sig.“ Kristrún segir henni hafa verið mjög brugðið við þessa óvæntu og hörðu athugasemd mannsins og hafi því ekki náð strax að svara fyrir sig. „Ég var hreinlega í sjokki!“ Hún segist svo hafa útskýrt fyrir manninum að hún hafi ekkert farið erlendis og hafi einfaldlega tekið lit í íslenskri sól. Hún segir manninn ekki hafa sætt sig við svarið og haldið áfram. „Ertu með sönnun fyrir því?“ Enn í áfalli Í samtali við Vísi segist Kristrún vera með opin Snapchat reikning, krissa4, og hafi hún nýlega birt myndbrot af sér vera að sóla sig í pottinum. Hún hafi hugsað með sér hvort hún ætti að sýna manninum mynbrotið til sönnunar en hafi þó ekki látið verða af því. Kristrún segist enn vera í töluverðu sjokki eftir þessa ágengni og undrar sig á því hversu fólk er fljótt að ganga á annað fólk með ásakanir. „Ég hef einu sinni áður lent í svona dónaskap fyrir nokkrum árum síðan, þá var ég að versla inn fyrir afmæli dóttur minnar þegar kona kemur upp á mér og segir mér að þetta sé ástæðan fyrir því að ég væri svona feit og benti ofan í körfuna mína. „Er heimurinn bara að verða svona?“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Kristrún var stödd í matvöruverslun í gærdag og segir hún farir sínar ekki sléttar þegar eldri maður sakaði hana harkalega um brot á sóttkví en þess má geta að Kristrún hefur ekkert farið erlendis í heimsfaraldrinum. Togaði í peysu hennar og gargaði „Ég er að labba um að versla, eiginlega bara í eigin heimi. Ég var búin að heyra einhver læti út undan mér en var ekkert að pæla í því fyrr en það var togað í peysuna mína. Þar er eldri maður á háa c-inu að garga á mig: Átt þú ekki að vera í sóttkví? Djöfulsins lið sem getur ekki verið bara kjurrt á íslandi þegar að heimurinn er í klessu, alltaf að fara til sólarlanda að sóla sig.“ Kristrún segir henni hafa verið mjög brugðið við þessa óvæntu og hörðu athugasemd mannsins og hafi því ekki náð strax að svara fyrir sig. „Ég var hreinlega í sjokki!“ Hún segist svo hafa útskýrt fyrir manninum að hún hafi ekkert farið erlendis og hafi einfaldlega tekið lit í íslenskri sól. Hún segir manninn ekki hafa sætt sig við svarið og haldið áfram. „Ertu með sönnun fyrir því?“ Enn í áfalli Í samtali við Vísi segist Kristrún vera með opin Snapchat reikning, krissa4, og hafi hún nýlega birt myndbrot af sér vera að sóla sig í pottinum. Hún hafi hugsað með sér hvort hún ætti að sýna manninum mynbrotið til sönnunar en hafi þó ekki látið verða af því. Kristrún segist enn vera í töluverðu sjokki eftir þessa ágengni og undrar sig á því hversu fólk er fljótt að ganga á annað fólk með ásakanir. „Ég hef einu sinni áður lent í svona dónaskap fyrir nokkrum árum síðan, þá var ég að versla inn fyrir afmæli dóttur minnar þegar kona kemur upp á mér og segir mér að þetta sé ástæðan fyrir því að ég væri svona feit og benti ofan í körfuna mína. „Er heimurinn bara að verða svona?“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira