Á von á breyttum tilmælum um notkun á AstraZeneca Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. apríl 2021 13:39 Sigríður Dóra Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/egill Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á höfuðborgarsvæðinu, segist eiga von á breyttum tilmælum frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, er varðar bólusetningar með bóluefni AstraZeneca. Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur að hugsanlega verði aldursmörkin yfir þá sem verður boðið bóluefnið færð niður í 65 ára og eldri. Það sé í samræmi við leiðbeiningar og notkun í Svíþjóð og Finnlandi. Sem stendur er aðeins 70 ára og eldri boðið efnið. Í gær hélt Lyfjastofnun Evrópu blaðamannafund um nýjustu ákvarðanir og tilmæli vegna bóluefni AstraZeneca. Þar kom fram að stofnunin telji möguleg tengsl vera á milli sjaldgæfra tilfella af blóðtappa og bólusetningar með bóluefninu. Slíkir blóðtappar skuli nú skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Stofnunin telur að ávinningur af notkun efnisins vegi áfram margfalt þyngra en áhættan af aukaverkunum. Emer Cooke, forstjóri Lyfjastofnunar Evrópu, sagði að COVID-19 væri stórhættulegur skaðvaldur og að álfan þyrfti að nýta öll þau bóluefni sem hún hefði yfir að ráða. Góðu fréttirnar væru þær að tilfelli hinna sjaldgæfu blóðtappa væru það fá að hvorki væri hægt að draga ályktanir um né slá því föstu að einn þjóðfélagshópur væri berskjaldaðri gagnvart aukaverkuninni en annar. „Sóttvarnalæknir hefur gefið út að þetta bóluefni eigi að nota fyrir þá sem eru 70 ára og eldri og við eigum svo sem von á breyttum fyrirmælum frá honum varðandi það. Það mun sennilegast skýrast í dag því ég veit að það verða fundir í dag með Evrópsku lyfjastofnuninni. Þá mun sóttvarnalæknir greina frá því hvort það verði breyttar forsendur á notkun AstraZeneca; hvort hópurinn verði útvíkkaður.“ Eðlilegt að fólk spyrji spurninga Sigríður svaraði því játandi þegar hún var spurð hvort borið hefði á kvíða hjá fólki í aðdraganda bólusetningar með AstraZeneca vegna umfjöllunarinnar. Kvíðinn birtist þó mun frekar í fyrirspurnum en í því að fólkið hafnaði bólusetningu. „Vissulega fáum við mjög mikið af fyrirspurnum og það er bara mjög eðlilegt að fólk sem er með sögu um blóðtappa eða ættarsögu um slíkt spyrji spurninga. Það er mjög eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér en við erum með mjög skýrar leiðbeiningar um það og forsendur. Þessi blóðtappahætta sem verið er að skoða hjá AstraZeneca tengist ekki þessari hefðbundnu blóðtappahættu sem við þekkjum.“ Ekki er vitað með vissu hvað veldur blóðtöppunum en á blaðamannafundinum í gær kom fram að líklegasta skýringin sé talin vera ofsafengin ónæmisviðbrögð, ekki ólíkt þeim tilfellum sem hafa sést hjá fólki sem hefur tekið lyfið Heparin sem er segavarnarlyf. Þá skal einnig tekið fram að fólk sem veikst hefur af COVID-19 er í mun meiri hættu á að fá blóðtappa heldur en ef það væri bólusett með AstraZeneca. Margir óþreyjufullir eftir bólusetningu Í kringum fimm þúsund manns streyma nú í Laugardalshöllina í Reykjavík til að fá sína fyrri sprautu af AstraZeneca. Verið er að bóluetja þá sem eru sjötíu ára og eldri en þessi tiltekni hópur mun fá seinni sprautuna og fulla vernd gegn COVID-19 eftir þrjá mánuði. Sigríður segir að nokkuð sé um það að fólk mæti í Laugardalshöllina og spyrji hvort það megi fá bólusetningu þótt það tilheyri ekki þeim aldurshópi sem verið er að bólusetja þann daginn. Hún segist skilja vel að fólk sé orðið fremur óþreyjufullt og vilji fá bólusetningu. Óheimilt sé aftur á móti að víkja frá bólusetningaráætluninni. „Það eru margir sem eru að fylgja sínum maka og félaga og eru svona að spyrja hvernig staðan er með sinn aldurshóp en við höfum bara ekki möguleika á að bólusetja þá. Okkur mjög naumt skammtað bóluefni hverju sinni og nú erum við bundin af þessu aldursviðmiði.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid. 7. apríl 2021 19:21 Blóðtappar skulu skráðir sem „afar sjaldgæf aukaverkun“ af AstraZeneca Evrópska lyfjastofnunin (EMA) telur að möguleg tengsl séu á milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Slíkir blóðtappar skuli nú skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun efnisins vegi þó áfram þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. 7. apríl 2021 14:03 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur að hugsanlega verði aldursmörkin yfir þá sem verður boðið bóluefnið færð niður í 65 ára og eldri. Það sé í samræmi við leiðbeiningar og notkun í Svíþjóð og Finnlandi. Sem stendur er aðeins 70 ára og eldri boðið efnið. Í gær hélt Lyfjastofnun Evrópu blaðamannafund um nýjustu ákvarðanir og tilmæli vegna bóluefni AstraZeneca. Þar kom fram að stofnunin telji möguleg tengsl vera á milli sjaldgæfra tilfella af blóðtappa og bólusetningar með bóluefninu. Slíkir blóðtappar skuli nú skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Stofnunin telur að ávinningur af notkun efnisins vegi áfram margfalt þyngra en áhættan af aukaverkunum. Emer Cooke, forstjóri Lyfjastofnunar Evrópu, sagði að COVID-19 væri stórhættulegur skaðvaldur og að álfan þyrfti að nýta öll þau bóluefni sem hún hefði yfir að ráða. Góðu fréttirnar væru þær að tilfelli hinna sjaldgæfu blóðtappa væru það fá að hvorki væri hægt að draga ályktanir um né slá því föstu að einn þjóðfélagshópur væri berskjaldaðri gagnvart aukaverkuninni en annar. „Sóttvarnalæknir hefur gefið út að þetta bóluefni eigi að nota fyrir þá sem eru 70 ára og eldri og við eigum svo sem von á breyttum fyrirmælum frá honum varðandi það. Það mun sennilegast skýrast í dag því ég veit að það verða fundir í dag með Evrópsku lyfjastofnuninni. Þá mun sóttvarnalæknir greina frá því hvort það verði breyttar forsendur á notkun AstraZeneca; hvort hópurinn verði útvíkkaður.“ Eðlilegt að fólk spyrji spurninga Sigríður svaraði því játandi þegar hún var spurð hvort borið hefði á kvíða hjá fólki í aðdraganda bólusetningar með AstraZeneca vegna umfjöllunarinnar. Kvíðinn birtist þó mun frekar í fyrirspurnum en í því að fólkið hafnaði bólusetningu. „Vissulega fáum við mjög mikið af fyrirspurnum og það er bara mjög eðlilegt að fólk sem er með sögu um blóðtappa eða ættarsögu um slíkt spyrji spurninga. Það er mjög eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér en við erum með mjög skýrar leiðbeiningar um það og forsendur. Þessi blóðtappahætta sem verið er að skoða hjá AstraZeneca tengist ekki þessari hefðbundnu blóðtappahættu sem við þekkjum.“ Ekki er vitað með vissu hvað veldur blóðtöppunum en á blaðamannafundinum í gær kom fram að líklegasta skýringin sé talin vera ofsafengin ónæmisviðbrögð, ekki ólíkt þeim tilfellum sem hafa sést hjá fólki sem hefur tekið lyfið Heparin sem er segavarnarlyf. Þá skal einnig tekið fram að fólk sem veikst hefur af COVID-19 er í mun meiri hættu á að fá blóðtappa heldur en ef það væri bólusett með AstraZeneca. Margir óþreyjufullir eftir bólusetningu Í kringum fimm þúsund manns streyma nú í Laugardalshöllina í Reykjavík til að fá sína fyrri sprautu af AstraZeneca. Verið er að bóluetja þá sem eru sjötíu ára og eldri en þessi tiltekni hópur mun fá seinni sprautuna og fulla vernd gegn COVID-19 eftir þrjá mánuði. Sigríður segir að nokkuð sé um það að fólk mæti í Laugardalshöllina og spyrji hvort það megi fá bólusetningu þótt það tilheyri ekki þeim aldurshópi sem verið er að bólusetja þann daginn. Hún segist skilja vel að fólk sé orðið fremur óþreyjufullt og vilji fá bólusetningu. Óheimilt sé aftur á móti að víkja frá bólusetningaráætluninni. „Það eru margir sem eru að fylgja sínum maka og félaga og eru svona að spyrja hvernig staðan er með sinn aldurshóp en við höfum bara ekki möguleika á að bólusetja þá. Okkur mjög naumt skammtað bóluefni hverju sinni og nú erum við bundin af þessu aldursviðmiði.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid. 7. apríl 2021 19:21 Blóðtappar skulu skráðir sem „afar sjaldgæf aukaverkun“ af AstraZeneca Evrópska lyfjastofnunin (EMA) telur að möguleg tengsl séu á milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Slíkir blóðtappar skuli nú skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun efnisins vegi þó áfram þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. 7. apríl 2021 14:03 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid. 7. apríl 2021 19:21
Blóðtappar skulu skráðir sem „afar sjaldgæf aukaverkun“ af AstraZeneca Evrópska lyfjastofnunin (EMA) telur að möguleg tengsl séu á milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Slíkir blóðtappar skuli nú skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun efnisins vegi þó áfram þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. 7. apríl 2021 14:03