Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 14:12 Íbúar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í Austur-Úkraínu virða sækja eigur sínar úr rústum húsa sem urðu fyrir sprengjuregni í gær. Aukin spenna er hlaupin í átökin á svæðinu og Rússar safna liði á landamærunum. Vísir/AP Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. Stjórnvöld í Kænugarði og vestrænir bandamenn þeirra óttast að Rússar búi sig nú undir vopnaða innrás í austanverða Úkraínu. Þeir hafa safnað liði nærri landamærum ríkjanna og þá hafa skærur á milli uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússum og ráða ríkjum í Donbass-héraði og úkraínska stjórnarhersins færst í aukana að undanförnu. Andrí Taran, varnarmálaráðherra Úkraínu, segir aðeins ákvörðun um það á æðstu stigum stjórnvalda í Kreml geti skýrt aukinn ágang Rússa við Úkraínu. Ögranir Rússa gætu egnt Úkraínumenn út í átök í Donbass, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Rússnesk stjórnvöld, sem hafa stutt við uppreisnarmennina í Austur-Úkraínu um árabil, hafna því að ógn stafi af hermönnum þeirra. Þau muni verja „borgara“ sína í Austur-Úkraínu ef átökin þar fara harðnandi og þeim sé frjálst að senda hermenn þangað sem þau vilja innan Rússlands. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Frakklands og Þýskalands hvöttu Rússa til að stöðva liðsflutninga sína að landamærum Úkraínu í gær. Lýstu þeir jafnframt stuðningi við ríkisstjórn Úkraínu í deilum hennar við Rússa. Fleiri en fjórtán þúsund manns hafa fallið í átökunum í Austur-Úkraínu sem hófust eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Rússar hafa alla tíð neitað því að hermenn þeirra berjist í Austur-Úkraínu. Átylla stjórnvalda í Kreml fyrir innlimun Krímskaga var að þau þyrftu að verja rússneskumælandi íbúa svæðisins. Reyndu Rússar að veita innlimuninni lögmæti eftir á með því að boða til íbúakosningar. Úkraína Rússland Tengdar fréttir Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Rússar óttast að borgarstríð brjótist út í Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi segjast óttast það að átök muni brjótast út af fullum krafti að nýju í austurhluta Úkraínu. Rússar segjast þegar hafa hafið undirbúning á því að vernda rússneskan almenning á svæðinu. 9. apríl 2021 23:22 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Stjórnvöld í Kænugarði og vestrænir bandamenn þeirra óttast að Rússar búi sig nú undir vopnaða innrás í austanverða Úkraínu. Þeir hafa safnað liði nærri landamærum ríkjanna og þá hafa skærur á milli uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússum og ráða ríkjum í Donbass-héraði og úkraínska stjórnarhersins færst í aukana að undanförnu. Andrí Taran, varnarmálaráðherra Úkraínu, segir aðeins ákvörðun um það á æðstu stigum stjórnvalda í Kreml geti skýrt aukinn ágang Rússa við Úkraínu. Ögranir Rússa gætu egnt Úkraínumenn út í átök í Donbass, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Rússnesk stjórnvöld, sem hafa stutt við uppreisnarmennina í Austur-Úkraínu um árabil, hafna því að ógn stafi af hermönnum þeirra. Þau muni verja „borgara“ sína í Austur-Úkraínu ef átökin þar fara harðnandi og þeim sé frjálst að senda hermenn þangað sem þau vilja innan Rússlands. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Frakklands og Þýskalands hvöttu Rússa til að stöðva liðsflutninga sína að landamærum Úkraínu í gær. Lýstu þeir jafnframt stuðningi við ríkisstjórn Úkraínu í deilum hennar við Rússa. Fleiri en fjórtán þúsund manns hafa fallið í átökunum í Austur-Úkraínu sem hófust eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Rússar hafa alla tíð neitað því að hermenn þeirra berjist í Austur-Úkraínu. Átylla stjórnvalda í Kreml fyrir innlimun Krímskaga var að þau þyrftu að verja rússneskumælandi íbúa svæðisins. Reyndu Rússar að veita innlimuninni lögmæti eftir á með því að boða til íbúakosningar.
Úkraína Rússland Tengdar fréttir Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Rússar óttast að borgarstríð brjótist út í Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi segjast óttast það að átök muni brjótast út af fullum krafti að nýju í austurhluta Úkraínu. Rússar segjast þegar hafa hafið undirbúning á því að vernda rússneskan almenning á svæðinu. 9. apríl 2021 23:22 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31
Rússar óttast að borgarstríð brjótist út í Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi segjast óttast það að átök muni brjótast út af fullum krafti að nýju í austurhluta Úkraínu. Rússar segjast þegar hafa hafið undirbúning á því að vernda rússneskan almenning á svæðinu. 9. apríl 2021 23:22