Segist hafa verið sviptur húsnæði og peningagreiðslum þegar hann neitaði að fara í Covid próf Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. apríl 2021 19:30 Mohammed gisti eina nótt í Gistiskýlinu á Lindargötu en fékk ekki að gista þar fleiri nætur þar sem hann er ekki með íslenska kennitölu að sögn lögmanns mannsins. STÖÐ2 Hælisleitandi segist hafa verið sviptur húsnæði og peningagreiðslum þegar hann neitaði að undirgangast Covid próf. Lögmaður mannsins segir að um sé að ræða óbeina þvingun. Mohammad Karimi er hælisleitandi frá Afghanistan sem verður að óbreyttu vísað úr landi og til Svíþjóðar á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Þegar brottvísanir eru framkvæmdar á tímum faraldurs kórónuveirunnar gera ríki þá kröfu að aðilar undirgangist líkamsrannsókn sem felst í því að viðkomandi þarf að fara í covid sýnatöku áður en honum er vísað úr landi. Segir að um óbeina þvingun sé að ræða Muhammed neitaði að fara í sýnatökuna og sama dag var hann sviptur húsnæði og peningagreiðslum að sögn lögmanns mannsins. Lögmaður mannsins segir að aðilar eigi rétt á því að neita að gangast undir slíka líkamsrannsókn og hafa stjórnvöld virt það. „En hafa hins vegar gripið til afskaplega harðra þvingunaraðgerða sem felast í því að sama dag og aðili neitar að taka Covid próf, og höfum það í huga að þetta er ekki í tengslum við það að viðkomandi sé með einkenni eða lýðheilsusjónarmið heldur er þetta hluti af brottvísunarferlinu,“ sagði Magnús D. Norðdahl, lögmaður Mohammad. „En sama dag og viðkomandi neitar því að undirgangast slíka líkamsrannsókn þá missir hann húsnæðið, honum er vísað út á götu og þá missir viðkomandi jafnframt það lífsviðurværi sem hann hefur haft sem felst í vikulegum greiðslum til að geta keypt mat upp á tíu þúsund krónur þannig að einstaklingum er einfaldlega vísað út á götu.“ Magnús Norðdahl lögmaður.SIGURJÓN ÓLASON Magnús segir þessar óbeinu þvinganir harðneskjulegar og ómannúðlegar. Koma alls staðar að lokuðum dyrum „Við höfum leitað til félagsþjónustunnar í Reykjavík, við höfum leitað til félagsþjónustunnar í Hafnarfirði en við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Það er eins og að þessi hópur hælisleitenda eigi bara að dveljast utandyra og vera heimilislausir. Það er óásættanlegt.“ „Ég er áhyggjufullur og stressaður. Ég get ekki farið til baka og ég vil ekki fara til baka,“ sagði Mohammad Jan Karimi, hælisleitandi. Mohammed gisti eina nótt í Gistiskýlinu á Lindargötu en fékk að sögn Magnúsar ekki að gista þar fleiri nætur þar sem hann er ekki með íslenska kennitölu. „Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt og það er von okkar sem störfum á þessu sviði að stjórnvöld grípi inn í og láti af þessu framferði sínu,“ sagði Magnús. Til skoðunar að fara með málið fyrir dómstóla Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp þar sem aðilar neita að fara í Covid sýnatöku að sögn upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. „Það er til skoðunar að fara með mál hans fyrir dóm og það kann að gerast á næstu vikum en það frestar ekki þeirri brottvísun sem er fyrirhuguð. Uppfært klukkan 19:50: Í athugasemd frá Útlendingastofnun um fréttina segir að þjónusta við Mohammad hafi verið felld niður á grundvelli 2. mgr. 23. gr. reglugerðar um útlendinga. Þar segir að þjónusta falli niður 14 dögum frá birtingu ákvörðunar um að beita einstaklingi vernd, þremur dögum eftir að hann hafi dregið umsókn sína til baka eða á þeim degi þegar ákvörðun um að umsækjandi um alþjóðlega vernd skuli yfirgefa landið kemur til framkvæmdar, samanber 35. gr. laga um útlendinga. Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Mohammad Karimi er hælisleitandi frá Afghanistan sem verður að óbreyttu vísað úr landi og til Svíþjóðar á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Þegar brottvísanir eru framkvæmdar á tímum faraldurs kórónuveirunnar gera ríki þá kröfu að aðilar undirgangist líkamsrannsókn sem felst í því að viðkomandi þarf að fara í covid sýnatöku áður en honum er vísað úr landi. Segir að um óbeina þvingun sé að ræða Muhammed neitaði að fara í sýnatökuna og sama dag var hann sviptur húsnæði og peningagreiðslum að sögn lögmanns mannsins. Lögmaður mannsins segir að aðilar eigi rétt á því að neita að gangast undir slíka líkamsrannsókn og hafa stjórnvöld virt það. „En hafa hins vegar gripið til afskaplega harðra þvingunaraðgerða sem felast í því að sama dag og aðili neitar að taka Covid próf, og höfum það í huga að þetta er ekki í tengslum við það að viðkomandi sé með einkenni eða lýðheilsusjónarmið heldur er þetta hluti af brottvísunarferlinu,“ sagði Magnús D. Norðdahl, lögmaður Mohammad. „En sama dag og viðkomandi neitar því að undirgangast slíka líkamsrannsókn þá missir hann húsnæðið, honum er vísað út á götu og þá missir viðkomandi jafnframt það lífsviðurværi sem hann hefur haft sem felst í vikulegum greiðslum til að geta keypt mat upp á tíu þúsund krónur þannig að einstaklingum er einfaldlega vísað út á götu.“ Magnús Norðdahl lögmaður.SIGURJÓN ÓLASON Magnús segir þessar óbeinu þvinganir harðneskjulegar og ómannúðlegar. Koma alls staðar að lokuðum dyrum „Við höfum leitað til félagsþjónustunnar í Reykjavík, við höfum leitað til félagsþjónustunnar í Hafnarfirði en við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Það er eins og að þessi hópur hælisleitenda eigi bara að dveljast utandyra og vera heimilislausir. Það er óásættanlegt.“ „Ég er áhyggjufullur og stressaður. Ég get ekki farið til baka og ég vil ekki fara til baka,“ sagði Mohammad Jan Karimi, hælisleitandi. Mohammed gisti eina nótt í Gistiskýlinu á Lindargötu en fékk að sögn Magnúsar ekki að gista þar fleiri nætur þar sem hann er ekki með íslenska kennitölu. „Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt og það er von okkar sem störfum á þessu sviði að stjórnvöld grípi inn í og láti af þessu framferði sínu,“ sagði Magnús. Til skoðunar að fara með málið fyrir dómstóla Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp þar sem aðilar neita að fara í Covid sýnatöku að sögn upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. „Það er til skoðunar að fara með mál hans fyrir dóm og það kann að gerast á næstu vikum en það frestar ekki þeirri brottvísun sem er fyrirhuguð. Uppfært klukkan 19:50: Í athugasemd frá Útlendingastofnun um fréttina segir að þjónusta við Mohammad hafi verið felld niður á grundvelli 2. mgr. 23. gr. reglugerðar um útlendinga. Þar segir að þjónusta falli niður 14 dögum frá birtingu ákvörðunar um að beita einstaklingi vernd, þremur dögum eftir að hann hafi dregið umsókn sína til baka eða á þeim degi þegar ákvörðun um að umsækjandi um alþjóðlega vernd skuli yfirgefa landið kemur til framkvæmdar, samanber 35. gr. laga um útlendinga.
Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira