Yess er nýtt markaðstorg þar sem panta má mat og afþreyingu Yess.is 12. apríl 2021 09:15 Helgi Andri Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Proton Yfir hundrað veitingastaðir skráðir á Yess markaðstorg en þar er hægt að panta bæði mat og aþreyingu. Yess er glænýtt markaðstorg úr smiðju íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Proton þar sem hægt er að panta bæði veitingar og afþreyingu. Yfir hundrað staðir eru þegar skráðir á torgið og stöðugt bætist við. Yess.is er afar notendavæn síða og auðvelt er að finna nákvæmlega það sem leitað er að eftir flokkum. Yess er Vefverslun vikunnar á Vísi. „Neytendur hafa beðið eftir þeirri útfærslu að sjá úrvalið af mat sem hægt er að panta, flokkað niður til að auðvelda ferlið, til dæmis þegar kemur að Vegan. Það eru alltaf að bætast nýir og nýir staðir við flóruna og við gerum okkar besta við að bæta þeim inn á Yess,“ útskýrir Helgi Andri Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Proton. „Við ákváðum einnig að bjóða upp á fleira en mat inni á markaðstorginu og bættum inn afþreyingu enda hægt að gera margt skemmtilegt hér á landi og þægilegt fyrir fólk að geta nálgast breitt úrval á einum stað,“ segir Helgi en inni á Yess.is er að finna afþreyingu fyrir alla fjölskylduna, meðal annars lasertag, golf og pílu svo fátt eitt sé nefnt. Proton er einnig rekstraraðili sölukerfisins SalesCloud sem þjónustar fjölda fyrirtækja. Helgi segir markaðstorgið Yess hafa sprottið upp úr aukinni þjónustu SalesCloud við sína viðskiptavini. „Þeir sem panta í gegnum heimasíður þessara fyrirtækja fara í gegnum kerfið hjá okkur og við vildum búa til svæði þar sem fólk gæti fundið okkar samstarfsaðila á einum stað,“ segir Helgi. „Við bjóðum einnig upp á þá þjónustu að hægt er að bóka fyrir fjölda en það hefur ekki verið einfalt í framkvæmd til dæmis fyrir fyrirtæki sem vilja bóka fyrir starfsmannahópa. Við leggjum áherslu á að einfalda hlutina svo aðgengið verði sem þægilegast fyrir notendur. Við höfum meðal annars gert samning við öll nemendafélög á höfuðborgarsvæðinu en félögin gera á hverju ári samninga við veitingastaði um afslætti. Þegar nemendur í þessum félögum sækja Yess appið fá þau afsláttinn sjálfvirkt. Það þekkja það margir að vinnustaðir eru gjarnan með afslætti fyrir starfsfólk sitt á ýmsum stöðum en það er enginn einn staður sem heldur utan um þær upplýsingar svo starfsmenn geti nýtt sér þá. Þar kemur Yess sterkt inn,“ útskýrir Helgi. Þá ætlum við að kynna nýjung í vikunni og verða fyrsta markaðstorgið til þess að bjóða upp á ApplePay. Það eru ekki allir alltaf með kortið á sér og því mjög sniðugt að geta nýtt sér innbyggðu kortageymsluna í símanum,“ segir Helgi. Yess.is fór í loftið í lok mars og er óhætt að segja að neytendur hafi tekið við sér. „Það varð algjör sprengja í heimsóknum inn á síðuna og greinilegt að eftirspurnin er mikil.“ Vefverslun vikunnar Lífið Matur Veitingastaðir Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira
Yess er glænýtt markaðstorg úr smiðju íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Proton þar sem hægt er að panta bæði veitingar og afþreyingu. Yfir hundrað staðir eru þegar skráðir á torgið og stöðugt bætist við. Yess.is er afar notendavæn síða og auðvelt er að finna nákvæmlega það sem leitað er að eftir flokkum. Yess er Vefverslun vikunnar á Vísi. „Neytendur hafa beðið eftir þeirri útfærslu að sjá úrvalið af mat sem hægt er að panta, flokkað niður til að auðvelda ferlið, til dæmis þegar kemur að Vegan. Það eru alltaf að bætast nýir og nýir staðir við flóruna og við gerum okkar besta við að bæta þeim inn á Yess,“ útskýrir Helgi Andri Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Proton. „Við ákváðum einnig að bjóða upp á fleira en mat inni á markaðstorginu og bættum inn afþreyingu enda hægt að gera margt skemmtilegt hér á landi og þægilegt fyrir fólk að geta nálgast breitt úrval á einum stað,“ segir Helgi en inni á Yess.is er að finna afþreyingu fyrir alla fjölskylduna, meðal annars lasertag, golf og pílu svo fátt eitt sé nefnt. Proton er einnig rekstraraðili sölukerfisins SalesCloud sem þjónustar fjölda fyrirtækja. Helgi segir markaðstorgið Yess hafa sprottið upp úr aukinni þjónustu SalesCloud við sína viðskiptavini. „Þeir sem panta í gegnum heimasíður þessara fyrirtækja fara í gegnum kerfið hjá okkur og við vildum búa til svæði þar sem fólk gæti fundið okkar samstarfsaðila á einum stað,“ segir Helgi. „Við bjóðum einnig upp á þá þjónustu að hægt er að bóka fyrir fjölda en það hefur ekki verið einfalt í framkvæmd til dæmis fyrir fyrirtæki sem vilja bóka fyrir starfsmannahópa. Við leggjum áherslu á að einfalda hlutina svo aðgengið verði sem þægilegast fyrir notendur. Við höfum meðal annars gert samning við öll nemendafélög á höfuðborgarsvæðinu en félögin gera á hverju ári samninga við veitingastaði um afslætti. Þegar nemendur í þessum félögum sækja Yess appið fá þau afsláttinn sjálfvirkt. Það þekkja það margir að vinnustaðir eru gjarnan með afslætti fyrir starfsfólk sitt á ýmsum stöðum en það er enginn einn staður sem heldur utan um þær upplýsingar svo starfsmenn geti nýtt sér þá. Þar kemur Yess sterkt inn,“ útskýrir Helgi. Þá ætlum við að kynna nýjung í vikunni og verða fyrsta markaðstorgið til þess að bjóða upp á ApplePay. Það eru ekki allir alltaf með kortið á sér og því mjög sniðugt að geta nýtt sér innbyggðu kortageymsluna í símanum,“ segir Helgi. Yess.is fór í loftið í lok mars og er óhætt að segja að neytendur hafi tekið við sér. „Það varð algjör sprengja í heimsóknum inn á síðuna og greinilegt að eftirspurnin er mikil.“
Vefverslun vikunnar Lífið Matur Veitingastaðir Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira