Námsmenn fá launahækkun í sumar Snorri Másson skrifar 12. apríl 2021 15:14 Ungt fólk fékk sumarstarf við ólíklegustu verkefni hjá ýmsum ríkisstofnunum í fyrra, þegar þær fengu skyndilega fleiri milljarða í styrk til að ráða til sín háskólanema. Vísir/Vilhelm 2,4 milljörðum verður veitt til Vinnumálastofnunar í sumar til að skapa störf fyrir námsmenn á milli anna. Störfin eiga að verða 2.500 talsins hjá opinberum stofnunum, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum. „Ég held að þetta sé áhrifaríkasta úrræðið ef við ætlum á annað borð að nota opinbert fé til að aðstoða fólk í atvinnuleit,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Námsmenn hafa mjög góða reynslu af þessu.“ Hverjum nýjum námsmanni sem ráðinn er inn með úrræðinu fylgir styrkur sem nemur fullum dagvinnulaunum samkvæmt kjarasamningum eða í mesta lagi allt að 472 þúsund krónum á mánuði. Ráðningartímabilið er allt að tveir og hálfur mánuður. Ráðist var í svipað átak í fyrra, þar sem fjárhæðin var minni, 2,2 milljarðar, en störfin fleiri, um 3.400. Unnur segir að þetta skýrist af því að nú séu launin hærri, bæði vegna ákvörðunar stjórnvalda og kjarasamningsbundinna hækkana sem hafa tekið gildi í millitíðinni. Óvenjulega mikill fjöldi sumarstarfsmanna í fyrra Allt stefndi í mikið atvinnuleysi hjá ungu fólki í fyrra eftir að heimsfaraldurinn var nýskollinn á, þannig að sögulegum fjárhæðum var veitt til Vinnumálastofnunar í þessu skyni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra tilkynntu um aðgerðirnar fyrir helgi.Vísir/Vilhelm Segja má að allt hafi verið morandi í sumarstarfsmönnum á háskólaaldri hjá hinum ýmsu opinberu stofnunum, allt frá Póst- og fjarskiptastofnun og Veðurstofunni til Árnastofnunar og Háskóla Íslands. Þá réðu sveitarfélögin einnig til sín fjölda fólks. Í ár er að finna þau nýmæli í átakinu að frjálsum félagasamtökum er gert kleift að taka þátt. Þar gætu félög eins og skátafélög, trúarfélög, góðgerðafélög eða stéttarfélög hugsað sér gott til glóðarinnar og ráðið inn fólk á kostnað hins opinbera. Vinnumálastofnun er falið að skera úr um hver er gjaldgengur til slíks og segir forstjórinn að það mat standi yfir. Frestur til að sækja um rann út 5. júní í fyrra enda var ráðist með litlum fyrirvara í átakið. Að sögn Unnar er stefnan að ljúka umsóknarferlinu mun fyrr á þessu ári. Hér er tilkynning Stjórnarráðsins. Ætla má að ákvörðunin um að hafa störfin færri í ár en í fyrra grundvallist á því að í fyrra voru að minnsta kosti 500 störf sem stóðu út af eftir að umsóknum lauk. Við það tilefni sagði félagsmálaráðherra að ekki væri þörf á að skapa fleiri tímabundin störf það sumar en formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefur gagnrýnt þann málflutning og sagt hann ekki vera til marks um góða stöðu stúdenta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Námslán Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Eiga stúdentar ekki betra skilið? Stúdentaráð hefur í gegnum faraldurinn lagt mikla áherslu á að vera með eins skýra mynd af stöðu stúdenta og hægt er. Töluleg gögn um þann hóp eru aftur á móti takmörkuð og er það þess vegna sem ráðið ákvað að leggja fram kannanir meðal stúdenta við Háskóla Íslands. 30. janúar 2021 10:30 Sumarstörf fyrir námsmenn Vegna Covid-19 faraldursins stendur ferðaþjónusta á Íslandi frammi fyrir algjöru hruni, að minnsta kosti tímabundið. Áhrifa faraldursins gætir einnig í öðrum atvinnugreinum og við stöndum frammi fyrir dýpstu kreppu sem við höfum séð í langan tíma. 14. maí 2020 14:30 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Sjá meira
„Ég held að þetta sé áhrifaríkasta úrræðið ef við ætlum á annað borð að nota opinbert fé til að aðstoða fólk í atvinnuleit,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Námsmenn hafa mjög góða reynslu af þessu.“ Hverjum nýjum námsmanni sem ráðinn er inn með úrræðinu fylgir styrkur sem nemur fullum dagvinnulaunum samkvæmt kjarasamningum eða í mesta lagi allt að 472 þúsund krónum á mánuði. Ráðningartímabilið er allt að tveir og hálfur mánuður. Ráðist var í svipað átak í fyrra, þar sem fjárhæðin var minni, 2,2 milljarðar, en störfin fleiri, um 3.400. Unnur segir að þetta skýrist af því að nú séu launin hærri, bæði vegna ákvörðunar stjórnvalda og kjarasamningsbundinna hækkana sem hafa tekið gildi í millitíðinni. Óvenjulega mikill fjöldi sumarstarfsmanna í fyrra Allt stefndi í mikið atvinnuleysi hjá ungu fólki í fyrra eftir að heimsfaraldurinn var nýskollinn á, þannig að sögulegum fjárhæðum var veitt til Vinnumálastofnunar í þessu skyni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra tilkynntu um aðgerðirnar fyrir helgi.Vísir/Vilhelm Segja má að allt hafi verið morandi í sumarstarfsmönnum á háskólaaldri hjá hinum ýmsu opinberu stofnunum, allt frá Póst- og fjarskiptastofnun og Veðurstofunni til Árnastofnunar og Háskóla Íslands. Þá réðu sveitarfélögin einnig til sín fjölda fólks. Í ár er að finna þau nýmæli í átakinu að frjálsum félagasamtökum er gert kleift að taka þátt. Þar gætu félög eins og skátafélög, trúarfélög, góðgerðafélög eða stéttarfélög hugsað sér gott til glóðarinnar og ráðið inn fólk á kostnað hins opinbera. Vinnumálastofnun er falið að skera úr um hver er gjaldgengur til slíks og segir forstjórinn að það mat standi yfir. Frestur til að sækja um rann út 5. júní í fyrra enda var ráðist með litlum fyrirvara í átakið. Að sögn Unnar er stefnan að ljúka umsóknarferlinu mun fyrr á þessu ári. Hér er tilkynning Stjórnarráðsins. Ætla má að ákvörðunin um að hafa störfin færri í ár en í fyrra grundvallist á því að í fyrra voru að minnsta kosti 500 störf sem stóðu út af eftir að umsóknum lauk. Við það tilefni sagði félagsmálaráðherra að ekki væri þörf á að skapa fleiri tímabundin störf það sumar en formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefur gagnrýnt þann málflutning og sagt hann ekki vera til marks um góða stöðu stúdenta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Námslán Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Eiga stúdentar ekki betra skilið? Stúdentaráð hefur í gegnum faraldurinn lagt mikla áherslu á að vera með eins skýra mynd af stöðu stúdenta og hægt er. Töluleg gögn um þann hóp eru aftur á móti takmörkuð og er það þess vegna sem ráðið ákvað að leggja fram kannanir meðal stúdenta við Háskóla Íslands. 30. janúar 2021 10:30 Sumarstörf fyrir námsmenn Vegna Covid-19 faraldursins stendur ferðaþjónusta á Íslandi frammi fyrir algjöru hruni, að minnsta kosti tímabundið. Áhrifa faraldursins gætir einnig í öðrum atvinnugreinum og við stöndum frammi fyrir dýpstu kreppu sem við höfum séð í langan tíma. 14. maí 2020 14:30 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Sjá meira
Eiga stúdentar ekki betra skilið? Stúdentaráð hefur í gegnum faraldurinn lagt mikla áherslu á að vera með eins skýra mynd af stöðu stúdenta og hægt er. Töluleg gögn um þann hóp eru aftur á móti takmörkuð og er það þess vegna sem ráðið ákvað að leggja fram kannanir meðal stúdenta við Háskóla Íslands. 30. janúar 2021 10:30
Sumarstörf fyrir námsmenn Vegna Covid-19 faraldursins stendur ferðaþjónusta á Íslandi frammi fyrir algjöru hruni, að minnsta kosti tímabundið. Áhrifa faraldursins gætir einnig í öðrum atvinnugreinum og við stöndum frammi fyrir dýpstu kreppu sem við höfum séð í langan tíma. 14. maí 2020 14:30