Spennan magnast áfram í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 11:08 Úkraínskur hermaður vaktar víglínuna milli hersins og aðskilnaðarsinna í Donbass-héraði. Vísir/AP Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann staðhæfði að Bandaríkin væru að kanna styrk Rússlands með því að senda herskip á svæðið. „Við vörum Bandaríkin við því að það væri betra fyrir þá að halda sig frá Krímskaga og ströndum okkar í Svartahafi. Það væri þeim hollast,“ er haft eftir Ríabkov. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sló á svipaða strengi í morgun og lýsti því yfir að Rússar ættu að fækka hermönnum á landamærum Rússlands og Úkraínu. Þangað eru ráðamenn í Rússlandi sagðir hafa flutt tugi þúsunda hermanna og skriðdreka á undanförnum vikum. Ráðamenn í Úkraínu hafa lýst því yfir að þeir hafi áhuga á því að ganga í Atlantshafsbandalagið en Rússar eru verulega mótfallnir því. Eftir fund með utanríkisráðherra Úkraínu í morgun sagði Stoltenberg að það kæmi í raun Rússum ekki við hvort Úkraína gengi til til liðs við NATO í framtíðinni. Það væri Úkraínumanna og annarra aðildarríkja að ákvarða. „Rússar eru nú að reyna að skapa áhrifasvið þar sem þeir fá að ákveða hvað nágrannar þeirra geta gert,“ sagði Stoltenberg á blaðamannafundi í morgun Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Ráðamenn í Kænugarði segja um fjörutíu þúsund rússneska hermenn vera við landamæri ríkjanna í austri og að Rússar hafi þar að auki sent um fjörutíu þúsund hermenn til Krímskaga. Rússar gerðu árið 2014 innrás í Úkraínu og innlimuðu Krímskaga. Lengi vel þrættu ráðamenn í Rússlandi fyrir að rússneskir hermenn hefðu ráðist á Krímskaga en Pútín viðurkenndi það þegar yfirráð Rússa þar voru tryggð. Þá hafa Rússar einnig staðið þétt við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu en um fjórtán þúsund manns hafa fallið í átökunum frá þau hófust árið 2014. Úkraínumenn og bandamenn þeirra hafa lýst yfir áhyggjum af óútskýrðri hernaðaruppbyggingu Rússa á svæðinu. Dmítrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, hefur sagt að flutningur hermanna innan landamæra Rússlands komi öðrum ekki við og hefur sakað Úkraínumenn um að ögra Rússum. Ríabkov tók undir það í morgun og sagði blaðamönnum að með því að aðstoða Úkraínumenn væru Bandaríkin og NATO að breyta Úkraínu í púðurtunnu. Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22 Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12 Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Bandarískar hersveitir í Evrópu í viðbragðsstöðu vegna Rússa Rússar hafa varað NATO við því að senda hersveitir til hjálpar Úkraínu en fregnir hafa nú borist af því að hersveitir Rússa safnist nú saman við landamærin að Úkraínu. Talsmaður Kreml sagði í dag að Rússland myndi grípa til frekari ráðstafana sendi NATO hersveitir til þess að mæta Rússum. 2. apríl 2021 17:54 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Hann staðhæfði að Bandaríkin væru að kanna styrk Rússlands með því að senda herskip á svæðið. „Við vörum Bandaríkin við því að það væri betra fyrir þá að halda sig frá Krímskaga og ströndum okkar í Svartahafi. Það væri þeim hollast,“ er haft eftir Ríabkov. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sló á svipaða strengi í morgun og lýsti því yfir að Rússar ættu að fækka hermönnum á landamærum Rússlands og Úkraínu. Þangað eru ráðamenn í Rússlandi sagðir hafa flutt tugi þúsunda hermanna og skriðdreka á undanförnum vikum. Ráðamenn í Úkraínu hafa lýst því yfir að þeir hafi áhuga á því að ganga í Atlantshafsbandalagið en Rússar eru verulega mótfallnir því. Eftir fund með utanríkisráðherra Úkraínu í morgun sagði Stoltenberg að það kæmi í raun Rússum ekki við hvort Úkraína gengi til til liðs við NATO í framtíðinni. Það væri Úkraínumanna og annarra aðildarríkja að ákvarða. „Rússar eru nú að reyna að skapa áhrifasvið þar sem þeir fá að ákveða hvað nágrannar þeirra geta gert,“ sagði Stoltenberg á blaðamannafundi í morgun Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Ráðamenn í Kænugarði segja um fjörutíu þúsund rússneska hermenn vera við landamæri ríkjanna í austri og að Rússar hafi þar að auki sent um fjörutíu þúsund hermenn til Krímskaga. Rússar gerðu árið 2014 innrás í Úkraínu og innlimuðu Krímskaga. Lengi vel þrættu ráðamenn í Rússlandi fyrir að rússneskir hermenn hefðu ráðist á Krímskaga en Pútín viðurkenndi það þegar yfirráð Rússa þar voru tryggð. Þá hafa Rússar einnig staðið þétt við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu en um fjórtán þúsund manns hafa fallið í átökunum frá þau hófust árið 2014. Úkraínumenn og bandamenn þeirra hafa lýst yfir áhyggjum af óútskýrðri hernaðaruppbyggingu Rússa á svæðinu. Dmítrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, hefur sagt að flutningur hermanna innan landamæra Rússlands komi öðrum ekki við og hefur sakað Úkraínumenn um að ögra Rússum. Ríabkov tók undir það í morgun og sagði blaðamönnum að með því að aðstoða Úkraínumenn væru Bandaríkin og NATO að breyta Úkraínu í púðurtunnu.
Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22 Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12 Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Bandarískar hersveitir í Evrópu í viðbragðsstöðu vegna Rússa Rússar hafa varað NATO við því að senda hersveitir til hjálpar Úkraínu en fregnir hafa nú borist af því að hersveitir Rússa safnist nú saman við landamærin að Úkraínu. Talsmaður Kreml sagði í dag að Rússland myndi grípa til frekari ráðstafana sendi NATO hersveitir til þess að mæta Rússum. 2. apríl 2021 17:54 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22
Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12
Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31
Bandarískar hersveitir í Evrópu í viðbragðsstöðu vegna Rússa Rússar hafa varað NATO við því að senda hersveitir til hjálpar Úkraínu en fregnir hafa nú borist af því að hersveitir Rússa safnist nú saman við landamærin að Úkraínu. Talsmaður Kreml sagði í dag að Rússland myndi grípa til frekari ráðstafana sendi NATO hersveitir til þess að mæta Rússum. 2. apríl 2021 17:54