Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. apríl 2021 15:56 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. vísir/Egill Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. Líkt og komið hefur fram hefur bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson ákveðið að fresta dreifingu á Janssen bóluefninu í Evrópu. Þetta var gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins þar sem hið minnsta sex konur á aldrinum átján til 48 ára hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu. Ein þeirra erlátin og ein á sjúkrahúsi og er ástand hennar sagt alvarlegt. Þórólfur segir þessar aukaverkanir svipa til þeirra sem greint var frá í tengslum við bóluefni AstraZeneca. Hann segir eðlilegt að skoða málið nánar. „Við munum bíða með að nota bóluefnið þar til við fáum betri upplýsingar,“ segir Þórólfur. Ekki er víst hversu lengi þetta hlé mun vara. „Við munum bíða með bóluefnið og sjá svo hvort við getum notað það fyrir ákveðna hópa sem við teljum að sé ekki hætta búin af bóluefninu eins og við erum að gera með Astra Zeneca,“ segir hann og bætir við að horft verði til upplýsinga frá Lyfjastofnun Evrópu og Norðurlöndunum. Von er á 4.800 skömmtum af bóluefni Janssen í mánuðinum og hver einstaklingur þarf aðeins einn skammt. Setur þetta strik í reikninginn varðandi bólusetningar? „Ef niðurstaðan verður sú að það verður ekki ráðlagt að nota bóluefnið mun það svo sannarlega gera það. Ég vona að það verði ekki nein töf þó við stoppum notkunina í einhverjar vikur. Ef endanlega niðurstaðan verður hins vegar sú að það sé ekki þorandi að nota bóluefnið mun það setja strik í reikninginn.“ Stórt strik? „Við vorum búin að panta um 230 þúsund skammta og einn skammtur dugar fyrir einn einstakling þannig þetta er stór biti.“ Myndi það setja bólusetningar í verulegt uppnám? „Já, það myndi gera það og breyta áætlunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Líkt og komið hefur fram hefur bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson ákveðið að fresta dreifingu á Janssen bóluefninu í Evrópu. Þetta var gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins þar sem hið minnsta sex konur á aldrinum átján til 48 ára hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu. Ein þeirra erlátin og ein á sjúkrahúsi og er ástand hennar sagt alvarlegt. Þórólfur segir þessar aukaverkanir svipa til þeirra sem greint var frá í tengslum við bóluefni AstraZeneca. Hann segir eðlilegt að skoða málið nánar. „Við munum bíða með að nota bóluefnið þar til við fáum betri upplýsingar,“ segir Þórólfur. Ekki er víst hversu lengi þetta hlé mun vara. „Við munum bíða með bóluefnið og sjá svo hvort við getum notað það fyrir ákveðna hópa sem við teljum að sé ekki hætta búin af bóluefninu eins og við erum að gera með Astra Zeneca,“ segir hann og bætir við að horft verði til upplýsinga frá Lyfjastofnun Evrópu og Norðurlöndunum. Von er á 4.800 skömmtum af bóluefni Janssen í mánuðinum og hver einstaklingur þarf aðeins einn skammt. Setur þetta strik í reikninginn varðandi bólusetningar? „Ef niðurstaðan verður sú að það verður ekki ráðlagt að nota bóluefnið mun það svo sannarlega gera það. Ég vona að það verði ekki nein töf þó við stoppum notkunina í einhverjar vikur. Ef endanlega niðurstaðan verður hins vegar sú að það sé ekki þorandi að nota bóluefnið mun það setja strik í reikninginn.“ Stórt strik? „Við vorum búin að panta um 230 þúsund skammta og einn skammtur dugar fyrir einn einstakling þannig þetta er stór biti.“ Myndi það setja bólusetningar í verulegt uppnám? „Já, það myndi gera það og breyta áætlunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira