Sagður hafa lokkað börn með peningum og sælgæti úti á götu Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 10:58 Þjóðvarðliði rannsakar myndefni sem fannst á raftækjum Íslendingsins. Töluvert magn af klámi og barnaníðsefni fannst á fartölvu og snjallsíma hans. Spænska þjóðvarðliðið Íslenskur karlmaður sem var handtekinn á Spáni vegna kynferðisbrota gegn börnum fyrr í þessum mánuði er sagður hafa lokkað börn til sín úti á götu með peningum og sælgæti. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi þar til mál hans fer fyrir dóm. Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að 59 ára gamall íslenskur karlmaður með sakaferil í barnaníði á Íslandi hefði verið handtekinn í bænum Torrepacheco í Murcia-héraði á Suðaustur-Spáni. Samkvæmt upplýsingum spænska þjóðvarðliðsins, sem handtók manninn, úrskurðaði dómari hann í gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann ætti sér sögu kynferðisbrota á Íslandi. Hann var handtekinn fyrr um tíu dögum. Upplýsingaskrifstofa þjóðvarliðsins í Murcia tjáði Vísi að algengt væri að ár liði áður en mál eru tekin fyrir dóm. Maðurinn gæti setið í varðhaldi fram að því nema honum takist að sannfæra dómara um að veita sér lausn gegn tryggingu. Maðurinn er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn átta börnum á aldrinum níu til þrettán ára. Í frétt spænska dagblaðsins ABC segir að hann hafi nálgast börnin úti á götu og gefið þeim litlar gjafir, peninga og sælgæti, til þess að vekja ekki grunsemdir foreldra þeirra. „Það vekur grunsemdir hjá foreldrum ef barni er gefin leikjatölva eða dýr farsími en þessar litlu upphæðir sem hann gaf þeim vöktu ekki eftirtekt,“ segir heimildarmaður ABC. Foreldra nokkurra barna grunaði þó að eitthvað væri ekki með felldu og tilkynntu málin til lögreglu. Brot mannsins eru sögð hafa hafist síðasta sumar og notaði hann alltaf sömu aðferðir til að nálgast börnin og vinna traust þeirra. Kanna hvort maðurinn hafi brotið á börnum víðar Umtalsvert magn klám- og barnaníðsefni fannst á fartölvu mannsins og snjallsíma. Lögreglan rannsakar nú myndefnið til að kanna hvort að í því leynist myndir af börnunum sem hann er grunaður um að hafa misnotað og einnig hvort hann kunni að hafa misnotað fleiri börn í Murcia eða annars staðar. Þjóðvarðliðið segir Vísi að maðurinn hafi verið búsettur í bænum í um tvö ár. Í frétt ABC segir að ekki sé vitað til þess að hann hafi starfað þar heldur hafi hann virst hafa sest þar í helgan stein. Vitað er að maðurinn hefur búið í nokkrum löndum Suður-Ameríku, þar á meðal í Kólumbíu, undanfarin ár. Spænska þjóðvarðliðið hefur sent fyrirspurnir í gegnum Interpol til að komast að því hvort að hann sé grunaður um sambærileg brot þar eða annars staðar. Á Íslandi er maðurinn sagður hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum árið 1988 í tilkynningu þjóðvarðliðsins. Samkvæmt heimildum Vísis hlaut hann hins vegar dóm í Hæstarétti árið 1994 vegna brotanna sem voru framin frá 1990 til 1992. Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að 59 ára gamall íslenskur karlmaður með sakaferil í barnaníði á Íslandi hefði verið handtekinn í bænum Torrepacheco í Murcia-héraði á Suðaustur-Spáni. Samkvæmt upplýsingum spænska þjóðvarðliðsins, sem handtók manninn, úrskurðaði dómari hann í gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann ætti sér sögu kynferðisbrota á Íslandi. Hann var handtekinn fyrr um tíu dögum. Upplýsingaskrifstofa þjóðvarliðsins í Murcia tjáði Vísi að algengt væri að ár liði áður en mál eru tekin fyrir dóm. Maðurinn gæti setið í varðhaldi fram að því nema honum takist að sannfæra dómara um að veita sér lausn gegn tryggingu. Maðurinn er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn átta börnum á aldrinum níu til þrettán ára. Í frétt spænska dagblaðsins ABC segir að hann hafi nálgast börnin úti á götu og gefið þeim litlar gjafir, peninga og sælgæti, til þess að vekja ekki grunsemdir foreldra þeirra. „Það vekur grunsemdir hjá foreldrum ef barni er gefin leikjatölva eða dýr farsími en þessar litlu upphæðir sem hann gaf þeim vöktu ekki eftirtekt,“ segir heimildarmaður ABC. Foreldra nokkurra barna grunaði þó að eitthvað væri ekki með felldu og tilkynntu málin til lögreglu. Brot mannsins eru sögð hafa hafist síðasta sumar og notaði hann alltaf sömu aðferðir til að nálgast börnin og vinna traust þeirra. Kanna hvort maðurinn hafi brotið á börnum víðar Umtalsvert magn klám- og barnaníðsefni fannst á fartölvu mannsins og snjallsíma. Lögreglan rannsakar nú myndefnið til að kanna hvort að í því leynist myndir af börnunum sem hann er grunaður um að hafa misnotað og einnig hvort hann kunni að hafa misnotað fleiri börn í Murcia eða annars staðar. Þjóðvarðliðið segir Vísi að maðurinn hafi verið búsettur í bænum í um tvö ár. Í frétt ABC segir að ekki sé vitað til þess að hann hafi starfað þar heldur hafi hann virst hafa sest þar í helgan stein. Vitað er að maðurinn hefur búið í nokkrum löndum Suður-Ameríku, þar á meðal í Kólumbíu, undanfarin ár. Spænska þjóðvarðliðið hefur sent fyrirspurnir í gegnum Interpol til að komast að því hvort að hann sé grunaður um sambærileg brot þar eða annars staðar. Á Íslandi er maðurinn sagður hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum árið 1988 í tilkynningu þjóðvarðliðsins. Samkvæmt heimildum Vísis hlaut hann hins vegar dóm í Hæstarétti árið 1994 vegna brotanna sem voru framin frá 1990 til 1992.
Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira