Systkinabörn gera það gott í raftónlistartvíeykinu Congo Bongo Stefán Árni Pálsson skrifar 15. apríl 2021 16:30 Congo Bongo gaf út plötu á dögunum. Á dögunum kom út fyrsta platan frá raftónlistartvíeykinu Congo Bongo sem var stofnuð af þeim Hreini Elíassyni og Sigurmoni Hartmanni Sigurðssyni. Tónlist Congo Bongo hefur einstakan hljóm og má lýsa sem 80’s skotnu sálarpoppi með frumbyggjaívafi sem einkennist af samruna ólíkra stefna með það að leiðarljósi að skapa nýstarlega og ferska upplifun. Fyrsta breiðskífa Congo Bongo Origins inniheldur tólf fyrstu lög sveitarinnar og er nú aðgengileg á ollum helstu streymisveitum. Origins er ferðalag í gegnum framandi heim Congo Bongo þar sem finna má sólardýrkendur, blóð indjána, frumbyggjaættbálka og fornar vættir. Innblásturinn er sóttur frá náttúrunni, hulins heims skapandi afla, fantasíu og ímyndunarafls. Hver hljómsveit hefur sín einkennismerki og í tilfelli Congo Bongo eru það að vissu leyti fjölskyldutengsl. Hreinn og Sigurmon eru systkinabörn og hafa verið hönd í hönd á tónlistarvegferð sinni frá unga aldri. Frændurnir tengdust upphaflega út frá sameiginlegum áhuga sínum á grunge tónlist og eyðimerkurrokki með þráhyggju fyrir sjaldgæfum Nirvana bootlegs, en hafa síðan þróast á nýjar og framandi slóðir raftónlistar án þess að gleyma uppruna sínum, ástríðunni og tengingunni sem upphaflega kveikti neistan. Hér að neðan má hlusta á plötuna. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónlist Congo Bongo hefur einstakan hljóm og má lýsa sem 80’s skotnu sálarpoppi með frumbyggjaívafi sem einkennist af samruna ólíkra stefna með það að leiðarljósi að skapa nýstarlega og ferska upplifun. Fyrsta breiðskífa Congo Bongo Origins inniheldur tólf fyrstu lög sveitarinnar og er nú aðgengileg á ollum helstu streymisveitum. Origins er ferðalag í gegnum framandi heim Congo Bongo þar sem finna má sólardýrkendur, blóð indjána, frumbyggjaættbálka og fornar vættir. Innblásturinn er sóttur frá náttúrunni, hulins heims skapandi afla, fantasíu og ímyndunarafls. Hver hljómsveit hefur sín einkennismerki og í tilfelli Congo Bongo eru það að vissu leyti fjölskyldutengsl. Hreinn og Sigurmon eru systkinabörn og hafa verið hönd í hönd á tónlistarvegferð sinni frá unga aldri. Frændurnir tengdust upphaflega út frá sameiginlegum áhuga sínum á grunge tónlist og eyðimerkurrokki með þráhyggju fyrir sjaldgæfum Nirvana bootlegs, en hafa síðan þróast á nýjar og framandi slóðir raftónlistar án þess að gleyma uppruna sínum, ástríðunni og tengingunni sem upphaflega kveikti neistan. Hér að neðan má hlusta á plötuna.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira