RAX Augnablik: Fundu hágrátandi ungbarn afskiptalaust í fimbulkulda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. apríl 2021 07:47 Ragnar Axelselsson kynntist veiðimanninum Litla Bent á Grænlandi. RAX „Lífið á Grænlandi er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast, en það er samt mjög sjarmerandi og heillandi líf þó að það sé erfitt.“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik rifjar Ragnar Axelsson ljósmyndari upp ferð út á hafísinn árið 1995. Með honum var grænlenski veiðimaðurinn Hjelmer og notuðu þeir hundasleða til að komast leiðar sinnar. Þeir komu við í litlu þorpi og enduðu á að stoppa þar lengur en þeir ætluðu sér. „Við lögðum svolítið seint af stað, það var fimbulkuldi alveg 25 eða 30 stiga frost.“ Enginn í standi til að hugsa um barnið Þegar þeir fóru fram hjá húsi í þorpinu áður en þeir lögðu af stað út á ísinn þá heyrðu þeir sáran barnsgrátur. „Við stoppum við Hjelmer það gerist ekki neitt og það heldur áfram að gráta og við bönkum á húsið en það kemur enginn til dyra. Við förum inn og þar er pínulítið barn í vöggu, hágrátandi, og foreldrarnir og afinn og amman voru ekki í standi til þess að hugsa um barnið.“ Fólkið sem átti að vera að hugsa um þetta litla barn hafði „fengið sér of mikið í tána,“ eins og RAX orðar það. „Við frestum því að fara út og erum bara að rugga litlu barni alla nóttina.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum Litli Bent og lífið í Kap Hope, hér fyrir neðan. Þar segir hann frá ferðinni út á ísinn og veiðimanninum Litla Bent sem hann kynntist fyrst í þessum leiðangri. Klippa: RAX Augnablik - Litli Bent og lífið í Kap Hope Ragnar Axelsson hefur áður sagt frá Grænlandsævintýrum í þáttunum RAX Augnablik. Í þættinum Í krumlum hafíssins er sagt frá annarri ævintýraferð vinanna RAX og Hjelmer. Í þættinum Á borgarísjaka sagði hann söguna á bak við við stórkostlegar myndir sem hann tók af tveimur mönnum á ísjaka við Grænland. Hann viðurkennir að uppátækið sé ekki til eftirbreytni en myndirnar eru í persónulegu uppáhaldi hjá honum. Árið 1997 ferðaðist RAX um Austurströnd Grænlands og myndaði þar náttúruna, dýrin og mannlífið. Á Grænlandi myndaði hann meðal annars Hale-Bopp halastjörnuna frægu. RAX var svo að mynda í litlu þorpi ásamt vini sínum þegar þeir komust í hann krappan um miðja nótt. Hann sagði frá því ævintýri í þættinum Af draugum og halastjörnum. Ljósmyndarinn heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti, meðal annars manninum sem kallaður var kóngurinn í Thule. Hann viðurkennir að hafa verið hræddur að mynda hann í byrjun. Í þættinum Ole og Querndu segir RAX frá einstaka sambandinu sem myndast á milli veiðimanna og veiðihunda á Grænlandi. Hjartnæm saga sem gefur innsýn inn í lífið þar. Grænland Ljósmyndun RAX Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik rifjar Ragnar Axelsson ljósmyndari upp ferð út á hafísinn árið 1995. Með honum var grænlenski veiðimaðurinn Hjelmer og notuðu þeir hundasleða til að komast leiðar sinnar. Þeir komu við í litlu þorpi og enduðu á að stoppa þar lengur en þeir ætluðu sér. „Við lögðum svolítið seint af stað, það var fimbulkuldi alveg 25 eða 30 stiga frost.“ Enginn í standi til að hugsa um barnið Þegar þeir fóru fram hjá húsi í þorpinu áður en þeir lögðu af stað út á ísinn þá heyrðu þeir sáran barnsgrátur. „Við stoppum við Hjelmer það gerist ekki neitt og það heldur áfram að gráta og við bönkum á húsið en það kemur enginn til dyra. Við förum inn og þar er pínulítið barn í vöggu, hágrátandi, og foreldrarnir og afinn og amman voru ekki í standi til þess að hugsa um barnið.“ Fólkið sem átti að vera að hugsa um þetta litla barn hafði „fengið sér of mikið í tána,“ eins og RAX orðar það. „Við frestum því að fara út og erum bara að rugga litlu barni alla nóttina.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum Litli Bent og lífið í Kap Hope, hér fyrir neðan. Þar segir hann frá ferðinni út á ísinn og veiðimanninum Litla Bent sem hann kynntist fyrst í þessum leiðangri. Klippa: RAX Augnablik - Litli Bent og lífið í Kap Hope Ragnar Axelsson hefur áður sagt frá Grænlandsævintýrum í þáttunum RAX Augnablik. Í þættinum Í krumlum hafíssins er sagt frá annarri ævintýraferð vinanna RAX og Hjelmer. Í þættinum Á borgarísjaka sagði hann söguna á bak við við stórkostlegar myndir sem hann tók af tveimur mönnum á ísjaka við Grænland. Hann viðurkennir að uppátækið sé ekki til eftirbreytni en myndirnar eru í persónulegu uppáhaldi hjá honum. Árið 1997 ferðaðist RAX um Austurströnd Grænlands og myndaði þar náttúruna, dýrin og mannlífið. Á Grænlandi myndaði hann meðal annars Hale-Bopp halastjörnuna frægu. RAX var svo að mynda í litlu þorpi ásamt vini sínum þegar þeir komust í hann krappan um miðja nótt. Hann sagði frá því ævintýri í þættinum Af draugum og halastjörnum. Ljósmyndarinn heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti, meðal annars manninum sem kallaður var kóngurinn í Thule. Hann viðurkennir að hafa verið hræddur að mynda hann í byrjun. Í þættinum Ole og Querndu segir RAX frá einstaka sambandinu sem myndast á milli veiðimanna og veiðihunda á Grænlandi. Hjartnæm saga sem gefur innsýn inn í lífið þar.
Grænland Ljósmyndun RAX Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira