Árið 2019 kom út stuttskífa hans Vegvísir á vegum post-dreifingar og von er á nýrri útgáfu frá lottólúppandi taktaflakkaranum í júní.
Fyrir viku síðan kom út platan af hverju grætur hundurinn minn meðan hann sefur? með sveitinni dreymandi hundi, en hún er samstarfsverkefni Diego og snerilsama pákusnáksins Ægis Sindra Bjarnasonar. Þess má geta að Ægir stendur að baki tónleikarýminu R6013 og plötuútgáfunni Why Not? ásamt því að tromma og framkalla ýmis önnur hljóð í hinum og þessum verkefnum.
Lagalistann segir Diego þemaskertan en hann er langur og litskrúðugur, og má á honum finna mikið af því sem einkennir tónlist Flaaryr, til að mynda lúpputendensa og óhefðbundin taktmynstur.