Skýtur föstum skotum á Íslensku tónlistarverðlaunin Snorri Másson skrifar 17. apríl 2021 14:00 Herra Hnetusmjör gaf út plötuna Erfingi krúnunnar í ár. Hún er ekki tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna, enda kærir listamaðurinn sig ekki um það. Hugmyndin: „Eltum pappír ekki styttur, því að blað vinnur stein,“ eins og segir í væntanlegu lagi rapparans. @herrahnetusmjor Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Flóra íslenskra tónlistarmanna er tilnefnd til verðlaunanna, en þar á meðal er ekki Herra Hnetusmjör, einn allra vinsælasti tónlistarmaður landsins. Þó sendi hann frá sér plötu og lag í ár og lagið var einn af útvarpssmellum ársins, Stjörnurnar. Að hann fái ekki eina einustu tilnefningu sætir því í fljótu bragði furðu en við nánari athugun er staðreyndin sú að rapparinn skráði sig ekki til þátttöku. Það var ekki vegna fjárskorts, skráningargjaldið er í mesta lagi 15.000 krónur og var meira að segja fellt niður í ár. Herra Hnetusmjör kýs einfaldlega að taka ekki þátt. Rapparinn, Árni Páll Árnason, lýsir ástæðunum í samtali við Skoðanabræður í þætti sem kom út í gær. Þar vandar hann aðstandendum tónlistarverðlaunanna ekki kveðjurnar, en iðulega er vísað til þeirra sem ÍSTÓN. Árni tók þátt á árum áður en segist hafa fengið sig fullsaddan af fyrirkomulagi verðlaunanna. Herra Hnetusmjör í Eldhúspartý FM957 árið 2019. Hann er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.Vísir/Daníel Þór „Það er alltaf eitthvað sem fyllir mælinn. Menn verða svolítið að líta í eigin barm þegar Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör og Huginn eru ekki á listanum. Sáuð þið þennan bullshit ass rappflokk í ár? Það voru þrjár plötur, af því að það voru bara þrír sem sendu inn. Restin er bara eitthvað „fokk þetta dót.” Þá eruð þið að gera eitthvað vitlaust,” segir Árni í viðtalinu. Fyrir rappplötu ársins eru tilnefnd sveitin CYBER fyrir plötuna VACATION, rapparatvíeykið JóiPé x Króli fyrir plötuna Í miðjum kjarnorkuvetri og rapparinn Logi Pedro fyrir plötu sína Undir bláu tungli. Kennarar að kjósa nemendur sína Herra Hnetusmjör segir helsta vanda ÍSTÓN að val á sigurvegurum fari ekki lýðræðislega fram. Það er í höndum dómnefndar, ólíkt Hlustendaverðlaununum, sem byggja á atkvæðagreiðslu. „Ég gekk svo langt í mínu podcasti að ég kallaði þetta fasista, af því að það er ekki lýðræðisleg kosning hjá ÍSTÓN. Eins og núna voru Hlustendaverðlaunin haldin um daginn. Ég var tilnefndur í nokkrum flokkum en vann ekki neitt og það bara meikaði sens, af því að Bríet átti bara sturlað ár,” segir rapparinn. Hann var á Hlustendaverðlaunum tilnefndur sem söngvari ársins og var þar í harðri samkeppni við Daða í Gagnamagninu, Ingó Veðurguð og Helga Björns. Daði Freyr vann. „Ég get ekki kvartað, af því að þjóðin kaus. Eins og ÍSTÓN gerir þetta er hins vegar bara einhver dómnefnd af gömlu fólki sem eru kennarar í FÍH og gefa nemendum sínum og fyrrum nemendum verðlaun og gáfu Emmsjé Gauta hérna fimmtán verðlaun árið 2017 til að róa þessa rappara. „Þið megið fá þetta núna og við heyrum í ykkur seinna.”” Herra Hnetusmjör heldur áfram: „Hlustendaverðlaunin eru með dómnefnd af útvarpsfólki, sem er strax mun skárra. Þetta er fólk sem er í þessari kreðsu og er í alvöru með „ear to the streets” eins mikið og útvarpið verður það. Allavega meira en kennarar í FÍH.” Rapparinn lætur þetta ekki trufla sig. „Ég segi í nýju lagi: „Eltum pappír ekki styttur, því að blað vinnur stein.” Einhver stytta er ekki að fara að gefa syni mínum að borða,” segir Herra. Opið umsóknarferli í dómnefndir Þess er að geta að í stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna eru fulltrúar frá Samtökum flytjenda og hljómplötuframleiðenda, frá STEF og frá tónlistarskólanum FÍH. Á vefsíðu verðlaunanna segir að dómnefndir verðlaunanna séu skipaðar af framkvæmdastjórn. Hver aðaldómnefnd er minnst skipuð fimm aðilum og „er reynt eftir bestu geta að gæta jafnræðis hvað aldur, kyn, störf og annað varðar.” Reglulega sé haldið opið umsóknarferli og auglýst um setu í dómnefndum og þær skipaðar í kjölfarið. Tónlist Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Þó sendi hann frá sér plötu og lag í ár og lagið var einn af útvarpssmellum ársins, Stjörnurnar. Að hann fái ekki eina einustu tilnefningu sætir því í fljótu bragði furðu en við nánari athugun er staðreyndin sú að rapparinn skráði sig ekki til þátttöku. Það var ekki vegna fjárskorts, skráningargjaldið er í mesta lagi 15.000 krónur og var meira að segja fellt niður í ár. Herra Hnetusmjör kýs einfaldlega að taka ekki þátt. Rapparinn, Árni Páll Árnason, lýsir ástæðunum í samtali við Skoðanabræður í þætti sem kom út í gær. Þar vandar hann aðstandendum tónlistarverðlaunanna ekki kveðjurnar, en iðulega er vísað til þeirra sem ÍSTÓN. Árni tók þátt á árum áður en segist hafa fengið sig fullsaddan af fyrirkomulagi verðlaunanna. Herra Hnetusmjör í Eldhúspartý FM957 árið 2019. Hann er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.Vísir/Daníel Þór „Það er alltaf eitthvað sem fyllir mælinn. Menn verða svolítið að líta í eigin barm þegar Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör og Huginn eru ekki á listanum. Sáuð þið þennan bullshit ass rappflokk í ár? Það voru þrjár plötur, af því að það voru bara þrír sem sendu inn. Restin er bara eitthvað „fokk þetta dót.” Þá eruð þið að gera eitthvað vitlaust,” segir Árni í viðtalinu. Fyrir rappplötu ársins eru tilnefnd sveitin CYBER fyrir plötuna VACATION, rapparatvíeykið JóiPé x Króli fyrir plötuna Í miðjum kjarnorkuvetri og rapparinn Logi Pedro fyrir plötu sína Undir bláu tungli. Kennarar að kjósa nemendur sína Herra Hnetusmjör segir helsta vanda ÍSTÓN að val á sigurvegurum fari ekki lýðræðislega fram. Það er í höndum dómnefndar, ólíkt Hlustendaverðlaununum, sem byggja á atkvæðagreiðslu. „Ég gekk svo langt í mínu podcasti að ég kallaði þetta fasista, af því að það er ekki lýðræðisleg kosning hjá ÍSTÓN. Eins og núna voru Hlustendaverðlaunin haldin um daginn. Ég var tilnefndur í nokkrum flokkum en vann ekki neitt og það bara meikaði sens, af því að Bríet átti bara sturlað ár,” segir rapparinn. Hann var á Hlustendaverðlaunum tilnefndur sem söngvari ársins og var þar í harðri samkeppni við Daða í Gagnamagninu, Ingó Veðurguð og Helga Björns. Daði Freyr vann. „Ég get ekki kvartað, af því að þjóðin kaus. Eins og ÍSTÓN gerir þetta er hins vegar bara einhver dómnefnd af gömlu fólki sem eru kennarar í FÍH og gefa nemendum sínum og fyrrum nemendum verðlaun og gáfu Emmsjé Gauta hérna fimmtán verðlaun árið 2017 til að róa þessa rappara. „Þið megið fá þetta núna og við heyrum í ykkur seinna.”” Herra Hnetusmjör heldur áfram: „Hlustendaverðlaunin eru með dómnefnd af útvarpsfólki, sem er strax mun skárra. Þetta er fólk sem er í þessari kreðsu og er í alvöru með „ear to the streets” eins mikið og útvarpið verður það. Allavega meira en kennarar í FÍH.” Rapparinn lætur þetta ekki trufla sig. „Ég segi í nýju lagi: „Eltum pappír ekki styttur, því að blað vinnur stein.” Einhver stytta er ekki að fara að gefa syni mínum að borða,” segir Herra. Opið umsóknarferli í dómnefndir Þess er að geta að í stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna eru fulltrúar frá Samtökum flytjenda og hljómplötuframleiðenda, frá STEF og frá tónlistarskólanum FÍH. Á vefsíðu verðlaunanna segir að dómnefndir verðlaunanna séu skipaðar af framkvæmdastjórn. Hver aðaldómnefnd er minnst skipuð fimm aðilum og „er reynt eftir bestu geta að gæta jafnræðis hvað aldur, kyn, störf og annað varðar.” Reglulega sé haldið opið umsóknarferli og auglýst um setu í dómnefndum og þær skipaðar í kjölfarið.
Tónlist Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira