Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Eiður Þór Árnason skrifar 21. apríl 2021 11:37 Kamilla Sigríður Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknir. Lögreglan Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) gaf út í gær að hugsanleg tengsl væru milli bólusetningar með efninu og sjaldgæfra blóðtappa. Þá er farið fram á að óvenjulegir blóðtappar með blóðflögufæð verði skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun efnisins. Beðið var með notkun þess hér á landi á meðan athugun EMA stóð yfir en dreifing þess er nú hafin á ný í Evrópu. Kamilla sagði að fyrirliggjandi gögn bendi til að blóðtappatilfellin séu mjög sjaldgæf og enn fátíðari en í tilviki bóluefnis AstraZeneca. Þó beri að taka mið af því að færri hafi fengið efni Janssen fram að þessu. Þá bætti hún við að ekki liggi fyrir nógu margar tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar með Janssen til meta hvort ákveðnir aldurshópar eða kyn sé í aukinni áhættu. Kamilla sagði enn fremur ljóst að ávinningur af notkun efnisins vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Rannsóknir standa nú yfir á bólusetningu barna gegn kórónuveirunni og er fyrst von á niðurstöðum úr rannsókn Pfizer sem nær til barna á aldrinum tólf til fimmtán ára. Kamilla á von á því að bóluefni muni fá markaðsleyfi til notkunar hjá börnum að loknum fullnægjandi rannsóknum. Í kjölfarið verði byrjað að bjóða börnum í áhættuhópum í bólusetningu hér á landi. Notkun AstraZeneca miðist við íslenskar forsendur Aðspurð um það hvers vegna Íslendingar fari ekki sömu leið og Norðmenn sem hafa stöðvað notkun AstraZeneca bóluefnisins í kjölfar tilkynninga um sjaldgæfa blóðtappa sagði Kamilla að ekki hafi sést dæmi um alvarleg tilfelli hér. „Í Noregi hafa þeir séð tilfelli sem eru mjög alvarleg og í hærri tíðni heldur en aðrar þjóðir og þeir verða að taka sínar ákvarðanir byggðar á sinni reynslu og við tökum þær byggt á okkar reynslu og gögnum annars staðar frá,“ sagði Kamilla. Hún bætti við að hér hafi verið ákveðið að fara þá leið að gefa þeim sem hafa mögulega aukna áhættu annað bóluefni. „Það er ekki svo að áhættan sé svo mikil að þetta sé gagnslaust bóluefni. Áhættan af því að fá alvarlega Covid-sýkingu er áfram miklu miklu meiri heldur en áhættan af þessum blóðtöppum.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir benti jafnframt á að Noregur og Danmörk séu einu löndin í Evrópu sem hafi stöðvað notkun AstraZeneca bóluefnisins. Hér hefur verið miðað við að bóluefnið verði notað til að bólusetja einstaklinga sem hafa náð 60 ára aldri og sagði Kamilla líklegt að aldursmörkin verði færð neðar. Greint var frá því í morgun að Ísland myndi fá sextán þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Noregi. Kamilla telur ólíklegt að þörf verði á því að fá fleiri skammta að láni þar sem grænt ljós hafi nú fengist á notkun Janssen efnisins en sagði ákvörðunina liggja hjá heilbrigðisráðuneytinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16 „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 15. apríl 2021 08:54 Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Lyfjastofnun Evrópu (EMA) gaf út í gær að hugsanleg tengsl væru milli bólusetningar með efninu og sjaldgæfra blóðtappa. Þá er farið fram á að óvenjulegir blóðtappar með blóðflögufæð verði skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun efnisins. Beðið var með notkun þess hér á landi á meðan athugun EMA stóð yfir en dreifing þess er nú hafin á ný í Evrópu. Kamilla sagði að fyrirliggjandi gögn bendi til að blóðtappatilfellin séu mjög sjaldgæf og enn fátíðari en í tilviki bóluefnis AstraZeneca. Þó beri að taka mið af því að færri hafi fengið efni Janssen fram að þessu. Þá bætti hún við að ekki liggi fyrir nógu margar tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar með Janssen til meta hvort ákveðnir aldurshópar eða kyn sé í aukinni áhættu. Kamilla sagði enn fremur ljóst að ávinningur af notkun efnisins vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Rannsóknir standa nú yfir á bólusetningu barna gegn kórónuveirunni og er fyrst von á niðurstöðum úr rannsókn Pfizer sem nær til barna á aldrinum tólf til fimmtán ára. Kamilla á von á því að bóluefni muni fá markaðsleyfi til notkunar hjá börnum að loknum fullnægjandi rannsóknum. Í kjölfarið verði byrjað að bjóða börnum í áhættuhópum í bólusetningu hér á landi. Notkun AstraZeneca miðist við íslenskar forsendur Aðspurð um það hvers vegna Íslendingar fari ekki sömu leið og Norðmenn sem hafa stöðvað notkun AstraZeneca bóluefnisins í kjölfar tilkynninga um sjaldgæfa blóðtappa sagði Kamilla að ekki hafi sést dæmi um alvarleg tilfelli hér. „Í Noregi hafa þeir séð tilfelli sem eru mjög alvarleg og í hærri tíðni heldur en aðrar þjóðir og þeir verða að taka sínar ákvarðanir byggðar á sinni reynslu og við tökum þær byggt á okkar reynslu og gögnum annars staðar frá,“ sagði Kamilla. Hún bætti við að hér hafi verið ákveðið að fara þá leið að gefa þeim sem hafa mögulega aukna áhættu annað bóluefni. „Það er ekki svo að áhættan sé svo mikil að þetta sé gagnslaust bóluefni. Áhættan af því að fá alvarlega Covid-sýkingu er áfram miklu miklu meiri heldur en áhættan af þessum blóðtöppum.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir benti jafnframt á að Noregur og Danmörk séu einu löndin í Evrópu sem hafi stöðvað notkun AstraZeneca bóluefnisins. Hér hefur verið miðað við að bóluefnið verði notað til að bólusetja einstaklinga sem hafa náð 60 ára aldri og sagði Kamilla líklegt að aldursmörkin verði færð neðar. Greint var frá því í morgun að Ísland myndi fá sextán þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Noregi. Kamilla telur ólíklegt að þörf verði á því að fá fleiri skammta að láni þar sem grænt ljós hafi nú fengist á notkun Janssen efnisins en sagði ákvörðunina liggja hjá heilbrigðisráðuneytinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16 „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 15. apríl 2021 08:54 Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16
„Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 15. apríl 2021 08:54
Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56