Kynnti fyrstu fjóra fyrirmyndaráfangastaðina á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 21. apríl 2021 16:24 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Stjórnarráðið Gullfoss, Geysir, Þingvallaþjóðgarður og Jökulsárlón verða fyrstu áfangastaðirnir til að hefja ferli til að verða svonefndar Vörður. Um er að ræða nýtt verkefni á vegum stjórnvalda sem er ætlað að leggja drög að fyrirmyndaráfangastöðum sem teljast einstakir á lands- og heimsvísu. Haft er eftir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á vef Stjórnarráðsins að markmiðið sé að byggja upp þekkt merki sem ferðamenn vilji leita uppi við skipulagningu á ferðalögum sínum. Verða þeir áfangastaðir sem eru útnefndir Vörður markaðssettir sérstaklega til íslenskra og erlendra ferðamanna. „Vörðum er ætlað að leiða ferðamenn áfram á leið sinni um landið og jafnframt að vera öðrum áfangastöðum fyrirmynd um stjórnun, umsjón, skipulag, aðbúnað, þjónustu, náttúruvernd, öryggi og annað sem varðar móttöku ferðamanna,“ segir Þórdís. Þórdís kynnti Vörður á streymisfundi fyrr í dag. Til stendur að verja 700 milljónum í verkefnið að svo stöddu, 300 milljónum króna árið 2021 og 200 milljónum árin 2022 og 2023. Þá er stefnt að því að á árinu 2022 verði opnað á að fleiri staðir, meðal annars staðir í eigu einkaaðila, geti sótt um aðild að kerfinu. Að sögn ferðamálamálaráðuneytisins verður um að ræða fjölsótta áfangastaði sem ferðamenn sækja allt árið um kring. Verður reynt að vinna að sjálfbærni við umsjón þeirra. Geta Vörður bæði verið staðir þar sem töluverðir innviðir eru til staðar eða hreinlega engir. „Staðirnir þurfa að sýna fram á langtímaskuldbindingu til þess að framfylgja skilgreindum viðmiðum við stjórnun og skipulagningu m.a. hvað varðar hönnun innviða, aðgengi, fræðslu, öryggi, álagsstýringu, stafræna innviði o.fl,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bláskógabyggð Þingvellir Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Haft er eftir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á vef Stjórnarráðsins að markmiðið sé að byggja upp þekkt merki sem ferðamenn vilji leita uppi við skipulagningu á ferðalögum sínum. Verða þeir áfangastaðir sem eru útnefndir Vörður markaðssettir sérstaklega til íslenskra og erlendra ferðamanna. „Vörðum er ætlað að leiða ferðamenn áfram á leið sinni um landið og jafnframt að vera öðrum áfangastöðum fyrirmynd um stjórnun, umsjón, skipulag, aðbúnað, þjónustu, náttúruvernd, öryggi og annað sem varðar móttöku ferðamanna,“ segir Þórdís. Þórdís kynnti Vörður á streymisfundi fyrr í dag. Til stendur að verja 700 milljónum í verkefnið að svo stöddu, 300 milljónum króna árið 2021 og 200 milljónum árin 2022 og 2023. Þá er stefnt að því að á árinu 2022 verði opnað á að fleiri staðir, meðal annars staðir í eigu einkaaðila, geti sótt um aðild að kerfinu. Að sögn ferðamálamálaráðuneytisins verður um að ræða fjölsótta áfangastaði sem ferðamenn sækja allt árið um kring. Verður reynt að vinna að sjálfbærni við umsjón þeirra. Geta Vörður bæði verið staðir þar sem töluverðir innviðir eru til staðar eða hreinlega engir. „Staðirnir þurfa að sýna fram á langtímaskuldbindingu til þess að framfylgja skilgreindum viðmiðum við stjórnun og skipulagningu m.a. hvað varðar hönnun innviða, aðgengi, fræðslu, öryggi, álagsstýringu, stafræna innviði o.fl,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bláskógabyggð Þingvellir Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira