Friðrik Dór bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2021 20:51 Friðrik Dór var sæmdur nafnbótinni bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021 við hátíðlega athöfn í Bæjarbíói í dag síðasta dag vetrar. Hafnarfjarðarbær Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður og Hafnfirðingur, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021. Friðrik, einnig þekktur sem Frikki Dór, var sæmdur titlinum við hátíðlega athöfn í bænum í dag. „Hann hefur frá unga aldri sungið sig inn í hug og hjörtu Hafnfirðinga og auðgað menningarlíf bæjarins með framkomu sinni, skemmtun og viðburðum,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Bæjarlistamaður fær 1,5 milljónir í viðurkenningarskyni til að vinna áfram að list sinni. Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með tilkynningu um val á bæjarlistamanni ársins. Friðrik Dór hóf feril sinn með hafnfirsku hljómsveitinni Fendrix sem hann stofnaði með félögum sínum í Setbergsskóla þegar hann var í 8. bekk. Hljómsveitin tók þátt í Músíktilraunum árið 2003 og komst í úrslit. Þá spilaði Friðrik Dór á trommur en hann stundaði nám í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á sínum yngri árum. Meðal þekktra laga Friðriks eru Til í allt, Hringd'í mig, Fröken Reykjavík og lagið Í síðasta skipti sem Friðrik Dór flutti í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2015. „Hann er unga fólkinu okkar frábær fyrirmynd og hefur fetað slóðir sem marga dreymir um að feta. Hæfileikabúnt, frábær söngvari og hugljúfur lagahöfundur með hjarta sem sannarlega slær í Hafnarfirði,“ er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra í Hafnarfirði í tilkynningu. Þeir sem hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í gegnum árin eru: • 2020 – Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari • 2019 - Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri • 2018 - Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður • 2017 - Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður • Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2015 til 2016 • 2014 - Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður • Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013 • 2009 - Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona • 2008 - Sigurður Sigurjónsson, leikari • 2007 - Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður • 2006 - Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona • 2005 - Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), myndlistarmaður Tónlist Hafnarfjörður Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Sjá meira
„Hann hefur frá unga aldri sungið sig inn í hug og hjörtu Hafnfirðinga og auðgað menningarlíf bæjarins með framkomu sinni, skemmtun og viðburðum,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Bæjarlistamaður fær 1,5 milljónir í viðurkenningarskyni til að vinna áfram að list sinni. Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með tilkynningu um val á bæjarlistamanni ársins. Friðrik Dór hóf feril sinn með hafnfirsku hljómsveitinni Fendrix sem hann stofnaði með félögum sínum í Setbergsskóla þegar hann var í 8. bekk. Hljómsveitin tók þátt í Músíktilraunum árið 2003 og komst í úrslit. Þá spilaði Friðrik Dór á trommur en hann stundaði nám í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á sínum yngri árum. Meðal þekktra laga Friðriks eru Til í allt, Hringd'í mig, Fröken Reykjavík og lagið Í síðasta skipti sem Friðrik Dór flutti í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2015. „Hann er unga fólkinu okkar frábær fyrirmynd og hefur fetað slóðir sem marga dreymir um að feta. Hæfileikabúnt, frábær söngvari og hugljúfur lagahöfundur með hjarta sem sannarlega slær í Hafnarfirði,“ er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra í Hafnarfirði í tilkynningu. Þeir sem hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í gegnum árin eru: • 2020 – Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari • 2019 - Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri • 2018 - Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður • 2017 - Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður • Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2015 til 2016 • 2014 - Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður • Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013 • 2009 - Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona • 2008 - Sigurður Sigurjónsson, leikari • 2007 - Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður • 2006 - Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona • 2005 - Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), myndlistarmaður
Tónlist Hafnarfjörður Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Sjá meira