Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2021 18:19 Um níutíu börn eru á leikskólanum Jörfa. Tuttugu og tvö eru smituð. Vísir/Vilhelm Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann. „Við gerum ráð fyrir að eftir hádegi á mánudag geti elstu börnin mætt og systkin þeirra. Síðan næstu daga verða deildirnar opnar til skiptis. Við að sjálfsögðu reynum að tryggja að leikfélagar og systkin séu saman á sama tíma í leikskólanum og vinnum þetta í góðu samstarfi við fjölskyldurnar,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Foreldrar fengu tölvupóst nú síðdegis með upplýsingum um hvernig starfseminni háttað. Um 45 börn af 90 geta mætt hverju sinni. Tvisvar inn á spítala Nú hafa 22 börn og níu starfsmenn á leikskólanum Jörfa greinst með kórónuveirusmit. Um 150 börn fóru í skimun í gær og í framhaldinu luku á fjórða hundrað manns sóttkví. Ekkert barn er alvarlega veikt, en börn veikjast síður illa af kórónuveirunni. Starfsfólk hefur þó fundið fyrir einkennum og einn þurft að leggjast inn á sjúkrahús í tvígang. Í bréfi sem foreldrar fengu nú síðdegis segir að húsnæði leikskólans hafi allt verið sótthreinsað og teljist örugg. Það þurfi þó að sýna sérstaka smitgát og fólk beðið um að koma ekki með börn ef þau sýni minnstu einkenni lasleika, til dæmis kvef. „Það þarf ekki að nefna það að þessi smit hafa verið áfall fyrir allt leikskólasamfélagið og á mánudag er ráðgert að byrja daginn á því að eiga fund með starfsfólkinu til þjappa hópinn saman og skipuleggja starfið næstu viku. Við áætlum því að opna leikskólann kl. 12.30 en ekki verður boðið upp á hádegisverð. Sá hópur sem getur komið í leikskólann á mánudag eru börn fædd 2015 og systkini þeirra,“ segir í bréfinu. Skólahald verður með eðlilegum hætti nema hópastarf og vettvangsferðir falla niður. Nokkuð víst að fleiri muni greinast Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að nokkur börn hafi greinst með kórónuveirusmit í gær. „Við teljum nokkuð víst að við séum ekki komin fyrir endann á þessu en vonandi eru allir sem voru útsettir búnir að vera í sóttkví í einhvern tíma,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig. 24. apríl 2021 12:25 „Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta“ Leikskólastjóri á Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík segir stöðuna mjög alvarlega. Fimm starfsmenn og sex börn á Jörfa greindust smituð af Covid-19 í gær. Bergljót er þeirra á meðal og er komin í rúmið. 19. apríl 2021 09:13 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Við gerum ráð fyrir að eftir hádegi á mánudag geti elstu börnin mætt og systkin þeirra. Síðan næstu daga verða deildirnar opnar til skiptis. Við að sjálfsögðu reynum að tryggja að leikfélagar og systkin séu saman á sama tíma í leikskólanum og vinnum þetta í góðu samstarfi við fjölskyldurnar,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Foreldrar fengu tölvupóst nú síðdegis með upplýsingum um hvernig starfseminni háttað. Um 45 börn af 90 geta mætt hverju sinni. Tvisvar inn á spítala Nú hafa 22 börn og níu starfsmenn á leikskólanum Jörfa greinst með kórónuveirusmit. Um 150 börn fóru í skimun í gær og í framhaldinu luku á fjórða hundrað manns sóttkví. Ekkert barn er alvarlega veikt, en börn veikjast síður illa af kórónuveirunni. Starfsfólk hefur þó fundið fyrir einkennum og einn þurft að leggjast inn á sjúkrahús í tvígang. Í bréfi sem foreldrar fengu nú síðdegis segir að húsnæði leikskólans hafi allt verið sótthreinsað og teljist örugg. Það þurfi þó að sýna sérstaka smitgát og fólk beðið um að koma ekki með börn ef þau sýni minnstu einkenni lasleika, til dæmis kvef. „Það þarf ekki að nefna það að þessi smit hafa verið áfall fyrir allt leikskólasamfélagið og á mánudag er ráðgert að byrja daginn á því að eiga fund með starfsfólkinu til þjappa hópinn saman og skipuleggja starfið næstu viku. Við áætlum því að opna leikskólann kl. 12.30 en ekki verður boðið upp á hádegisverð. Sá hópur sem getur komið í leikskólann á mánudag eru börn fædd 2015 og systkini þeirra,“ segir í bréfinu. Skólahald verður með eðlilegum hætti nema hópastarf og vettvangsferðir falla niður. Nokkuð víst að fleiri muni greinast Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að nokkur börn hafi greinst með kórónuveirusmit í gær. „Við teljum nokkuð víst að við séum ekki komin fyrir endann á þessu en vonandi eru allir sem voru útsettir búnir að vera í sóttkví í einhvern tíma,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig. 24. apríl 2021 12:25 „Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta“ Leikskólastjóri á Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík segir stöðuna mjög alvarlega. Fimm starfsmenn og sex börn á Jörfa greindust smituð af Covid-19 í gær. Bergljót er þeirra á meðal og er komin í rúmið. 19. apríl 2021 09:13 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig. 24. apríl 2021 12:25
„Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta“ Leikskólastjóri á Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík segir stöðuna mjög alvarlega. Fimm starfsmenn og sex börn á Jörfa greindust smituð af Covid-19 í gær. Bergljót er þeirra á meðal og er komin í rúmið. 19. apríl 2021 09:13
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent