„Þetta er fáránlegt prógramm“ Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2021 12:31 Guðmundur Guðmundsson er afar óhress með dagskrána sem EHF lagði fyrir íslenska landsliðið. Hann hefði frekar kosið að síðustu þrír leikir Íslands yrðu allir leiknir í Ísrael. EPA-EFE/Khaled Elfiqi „Þetta er mjög erfitt. Við fáum ekki eina einustu æfingu með allt liðið og erum þar fyrir utan með marga nýja leikmenn,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fyrir síðustu þrjá leiki Íslands í undankeppni EM. Guðmundur er staddur í Ísrael og þegar Vísir ræddi við hann var hann á leið á einu æfingu íslenska landsliðsins fyrir leikinn við heimamenn annað kvöld. Þjálfarinn kvaðst hins vegar aðeins vera með átta leikmenn á æfingunni, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Aðrir eru á leiðinni eða koma í nótt, vegna erfiðs ferðalags eftir að hafa verið að spila með félagsliðum sínum um helgina. Ísland mætir Ísrael ytra annað kvöld, Litáen í Vilnius á fimmtudagskvöld, og Ísrael á Ásvöllum á sunnudaginn. Leikið er svo þétt vegna þess að leikjum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Með sigri í öllum leikjunum endar Ísland fyrir ofan Portúgal, í efsta sæti undanriðilsins, sem yrði liðinu dýrmætt þegar dregið verður í riðla fyrir EM sem fram fer í janúar á næsta ári. Guðmundur segir það hins vegar afar krefjandi verkefni fyrir sig og sína menn að ná öllum sex stigunum sem í boði séu. Mikið um meiðsli og Elvar með veiruna „Í fyrsta lagi er bara hluti hópsins kominn, því hinir koma ekki fyrr en í nótt. Þar með náum við ekki einni einustu æfingu allir saman fyrir leikinn á móti Ísrael. Hingað er náttúrulega langt ferðalag sem situr í mönnum. Svo spilum við leikinn á morgun og förum upp í flugvél strax morguninn eftir, í langt flug til Vilnius. Þetta er fáránlegt prógramm og gríðarlega mikið lagt á liðið. Ofan á þetta bætast svo gríðarlega mikil forföll. Miðjumennirnir eru allir meiddir; Haukur [Þrastarson], Gísli [Þorgeir Kristjánsson] og Janus [Daði Smárason]. Arnór Þór er í einangrun, Elvar Ásgeirs var tekinn inn út af forföllum en er einnig úr leik því hann er með Covid. Elliði [Snær Viðarsson] er meiddur. Ólafur Guðmundsson hefur verið að glíma við meiðsli en er í hópnum því við vonumst til að hann geti spilað leikinn gegn Litáen. Það eru ansi margir leikmenn sem standa okkur ekki til boða,“ segir Guðmundur. Janus Daði Smárason er einn þeirra sem ekki geta spilað leikina vegna meiðsla.EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Portúgal lengi að slíta sig frá Ísrael Ísrael hefur ekki komist á stórmót síðan á EM 2002 en er nú með níu leikmenn í sínum hópi sem spila með erlendum félögum, og vann til að mynda sigur gegn Póllandi í síðustu undankeppni EM. Liðið tapaði 31-22 gegn Portúgal í vetur en úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum, segir Guðmundur: „Þeir mættu Portúgal í nóvember og voru lengi yfir, og leikurinn var í járnum í 48 mínútur í þeim leik, á heimavelli Portúgals. Þetta er hættulegur andstæðingur, sem spilar öðruvísi handbolta, og það þarf verulega að hafa fyrir þeim eins og Portúgalar fengu að kynnast þó að þeir hafi náð að skora mörg mörk í lokin.“ Íslendingar vildu að allir leikirnir yrðu í Ísrael Litáen er sömuleiðis varhugaverður andstæðingur að sögn Guðmundar sem ítrekar að ekkert megi út af bregða ætli Ísland ekki að missa toppsætið til Portúgals. Hann segist helst hafa kosið að leikirnir þrír yrðu allir spilaðir í Ísrael og HSÍ bað einnig um aðrar breytingar sem ekki fengust í gegn: „Litáen fékk leiknum við okkur flýtt. Sá leikur hefði að okkar mati átt að fara fram á föstudaginn. Við lögðum líka til að allir leikirnir yrðu bara spilaðir í Ísrael, í staðinn fyrir öll þessi ferðalög, en það var ekki vilji fyrir því. Þetta er staðan og við verðum bara að klára þetta verkefni. Við þurfum að gera mjög vel til að komast í gegnum þetta. Þetta eru þrjú löng ferðalög vegna leikjanna, og þrír leikir á sex dögum. Við þurfum að leggja af stað heim til Íslands frá Vilnius um miðja nótt fyrir síðasta leikinn, og fara í gegnum Riga og Kaupmannahöfn. Og við megum ekkert misstíga okkur í þessum leikjum til að við náum efsta sætinu.“ EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur valdi engan úr íslensku liði Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið átján leikmenn til að spila síðustu þrjá leikina í undankeppni EM karla í handbolta. 19. apríl 2021 17:12 Taka leiguflug frá Ísrael til Litáens og spila leikina þrjá á sex dögum Íslenska karlalandsliðið í handbolta neyðist til að spila síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM í þremur löndum á sex dögum. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur nú staðfest þá ákvörðun sína. 16. apríl 2021 13:30 „Með ólíkindum að EHF bjóði okkur upp á þessa umræðu“ „Það er í raun ótrúlegt að leggja þetta til,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um þá tillögu handknattleikssambands Evrópu, EHF, að Ísland spili þrjá leiki, í þremur löndum á aðeins sex dögum. 15. apríl 2021 12:01 Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Sjá meira
Guðmundur er staddur í Ísrael og þegar Vísir ræddi við hann var hann á leið á einu æfingu íslenska landsliðsins fyrir leikinn við heimamenn annað kvöld. Þjálfarinn kvaðst hins vegar aðeins vera með átta leikmenn á æfingunni, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Aðrir eru á leiðinni eða koma í nótt, vegna erfiðs ferðalags eftir að hafa verið að spila með félagsliðum sínum um helgina. Ísland mætir Ísrael ytra annað kvöld, Litáen í Vilnius á fimmtudagskvöld, og Ísrael á Ásvöllum á sunnudaginn. Leikið er svo þétt vegna þess að leikjum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Með sigri í öllum leikjunum endar Ísland fyrir ofan Portúgal, í efsta sæti undanriðilsins, sem yrði liðinu dýrmætt þegar dregið verður í riðla fyrir EM sem fram fer í janúar á næsta ári. Guðmundur segir það hins vegar afar krefjandi verkefni fyrir sig og sína menn að ná öllum sex stigunum sem í boði séu. Mikið um meiðsli og Elvar með veiruna „Í fyrsta lagi er bara hluti hópsins kominn, því hinir koma ekki fyrr en í nótt. Þar með náum við ekki einni einustu æfingu allir saman fyrir leikinn á móti Ísrael. Hingað er náttúrulega langt ferðalag sem situr í mönnum. Svo spilum við leikinn á morgun og förum upp í flugvél strax morguninn eftir, í langt flug til Vilnius. Þetta er fáránlegt prógramm og gríðarlega mikið lagt á liðið. Ofan á þetta bætast svo gríðarlega mikil forföll. Miðjumennirnir eru allir meiddir; Haukur [Þrastarson], Gísli [Þorgeir Kristjánsson] og Janus [Daði Smárason]. Arnór Þór er í einangrun, Elvar Ásgeirs var tekinn inn út af forföllum en er einnig úr leik því hann er með Covid. Elliði [Snær Viðarsson] er meiddur. Ólafur Guðmundsson hefur verið að glíma við meiðsli en er í hópnum því við vonumst til að hann geti spilað leikinn gegn Litáen. Það eru ansi margir leikmenn sem standa okkur ekki til boða,“ segir Guðmundur. Janus Daði Smárason er einn þeirra sem ekki geta spilað leikina vegna meiðsla.EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Portúgal lengi að slíta sig frá Ísrael Ísrael hefur ekki komist á stórmót síðan á EM 2002 en er nú með níu leikmenn í sínum hópi sem spila með erlendum félögum, og vann til að mynda sigur gegn Póllandi í síðustu undankeppni EM. Liðið tapaði 31-22 gegn Portúgal í vetur en úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum, segir Guðmundur: „Þeir mættu Portúgal í nóvember og voru lengi yfir, og leikurinn var í járnum í 48 mínútur í þeim leik, á heimavelli Portúgals. Þetta er hættulegur andstæðingur, sem spilar öðruvísi handbolta, og það þarf verulega að hafa fyrir þeim eins og Portúgalar fengu að kynnast þó að þeir hafi náð að skora mörg mörk í lokin.“ Íslendingar vildu að allir leikirnir yrðu í Ísrael Litáen er sömuleiðis varhugaverður andstæðingur að sögn Guðmundar sem ítrekar að ekkert megi út af bregða ætli Ísland ekki að missa toppsætið til Portúgals. Hann segist helst hafa kosið að leikirnir þrír yrðu allir spilaðir í Ísrael og HSÍ bað einnig um aðrar breytingar sem ekki fengust í gegn: „Litáen fékk leiknum við okkur flýtt. Sá leikur hefði að okkar mati átt að fara fram á föstudaginn. Við lögðum líka til að allir leikirnir yrðu bara spilaðir í Ísrael, í staðinn fyrir öll þessi ferðalög, en það var ekki vilji fyrir því. Þetta er staðan og við verðum bara að klára þetta verkefni. Við þurfum að gera mjög vel til að komast í gegnum þetta. Þetta eru þrjú löng ferðalög vegna leikjanna, og þrír leikir á sex dögum. Við þurfum að leggja af stað heim til Íslands frá Vilnius um miðja nótt fyrir síðasta leikinn, og fara í gegnum Riga og Kaupmannahöfn. Og við megum ekkert misstíga okkur í þessum leikjum til að við náum efsta sætinu.“
EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur valdi engan úr íslensku liði Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið átján leikmenn til að spila síðustu þrjá leikina í undankeppni EM karla í handbolta. 19. apríl 2021 17:12 Taka leiguflug frá Ísrael til Litáens og spila leikina þrjá á sex dögum Íslenska karlalandsliðið í handbolta neyðist til að spila síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM í þremur löndum á sex dögum. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur nú staðfest þá ákvörðun sína. 16. apríl 2021 13:30 „Með ólíkindum að EHF bjóði okkur upp á þessa umræðu“ „Það er í raun ótrúlegt að leggja þetta til,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um þá tillögu handknattleikssambands Evrópu, EHF, að Ísland spili þrjá leiki, í þremur löndum á aðeins sex dögum. 15. apríl 2021 12:01 Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Sjá meira
Guðmundur valdi engan úr íslensku liði Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið átján leikmenn til að spila síðustu þrjá leikina í undankeppni EM karla í handbolta. 19. apríl 2021 17:12
Taka leiguflug frá Ísrael til Litáens og spila leikina þrjá á sex dögum Íslenska karlalandsliðið í handbolta neyðist til að spila síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM í þremur löndum á sex dögum. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur nú staðfest þá ákvörðun sína. 16. apríl 2021 13:30
„Með ólíkindum að EHF bjóði okkur upp á þessa umræðu“ „Það er í raun ótrúlegt að leggja þetta til,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um þá tillögu handknattleikssambands Evrópu, EHF, að Ísland spili þrjá leiki, í þremur löndum á aðeins sex dögum. 15. apríl 2021 12:01
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti