Óttast stórslys vegna mikils ágangs á reiðstígum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2021 20:01 Hulda Geirsdóttir biður fólk um að virða merkingar á reiðvegum. Vísir/Arnar Hestamenn hafa áhyggjur af auknum ágangi á reiðvegum í höfuðborginni, sem geti leitt til stórslysa. Dæmi eru um að hjólreiða- og motorcrossfólk nýti sér stígana sem hefur leitt til þess að knapar veigri sér við að fara í útreiðartúra. Hulda G. Geirsdóttir vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær, eftir að hafa mætt fjölmörgum; gangandi, hlaupandi og hjólandi, á sérmerktum reiðstígum í útreiðartúr sínum í gær. Hún bendir á að vegirnir séu kyrfilega merktir og byggðir upp fyrir fé hestamannafélaganna. „Og svo sáum við til hóps fólks sem stóð þarna á reiðveginum með hestana sína og þar voru motorcross-hjól búin að spæna þar um og það endaði með því að fólk varð hreinlega að henda sér af baki til þess að koma í veg fyrir stórslys. Þeir stoppuðu ekki, sinntu engum merkjum og valda stórhættu með þessu framferði,“ segir Hulda í samtali við fréttastofu. Hjörtur Bergstað tekur undir áhyggjur Huldu og segir áganginn allt of mikinn, sem skapi umtalsverða slysahættu.Vísir/Arnar Lítið megi út af bregða Hulda tekur fram að hestar séu í eðli sínu flóttadýr og að lítið megi út af bregða til þess að hesturinn rjúki af stað. „Það er ekkert grín að detta af hesti sem tekur á rás,“ segir Hulda, sem er félagi í Spretti í Kópavogi. Sama virðist vera upp á teningnum í Fáki í Víðidal, að sögn Hjartar Bergstað, formanns Fáks. „Fólk er farið að velja sér svolítið tímann til þess að fara út. Seinni partinn, eftir klukkan 16 á daginn, þegar fólk er búið í vinnu og svoleiðis þá flykkist fólk út að hreyfa sig og maður heyrir mikið á fólki að það er mikið hrætt,“ segir Hjörtur. Allir þurfi að sýna tillit Þau segja áganginn hafa verið vandamál lengi en hafa aukist í heimsfaraldrinum þegar líkamsræktarstöðvum var lokað. Bæði kalla þau eftir tillitssemi beggja vegna en einnig aukinni vitund. „Ég held það þurfi fyrst og fremst fræðslu, hvernig hestamenn eiga að umgangast hjólreiðafólk og hlaupafólk, og akkúrat öfugt,“ segir Hjörtur. Hulda segir að taka þurfi samtal svo hægt sé að bæta öryggi og samskipti meðal fólks. „Hestamenn eiga ekki að vera á göngustígum sem þeir mega ekki vera á. Og þeir sem villast inn á reiðstígana þurfa bara að hægja á sér og stöðva og helst víkja út í kant,“ segir hún. „Það er engin hætta á því að reiðhjólið þitt eða buggy-bíllinn þinn bregðist eitthvað illa við. Hestinum getur brugðið en farartækin gera ekki neitt. Hestar Hjólreiðar Reykjavík Kópavogur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hulda G. Geirsdóttir vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær, eftir að hafa mætt fjölmörgum; gangandi, hlaupandi og hjólandi, á sérmerktum reiðstígum í útreiðartúr sínum í gær. Hún bendir á að vegirnir séu kyrfilega merktir og byggðir upp fyrir fé hestamannafélaganna. „Og svo sáum við til hóps fólks sem stóð þarna á reiðveginum með hestana sína og þar voru motorcross-hjól búin að spæna þar um og það endaði með því að fólk varð hreinlega að henda sér af baki til þess að koma í veg fyrir stórslys. Þeir stoppuðu ekki, sinntu engum merkjum og valda stórhættu með þessu framferði,“ segir Hulda í samtali við fréttastofu. Hjörtur Bergstað tekur undir áhyggjur Huldu og segir áganginn allt of mikinn, sem skapi umtalsverða slysahættu.Vísir/Arnar Lítið megi út af bregða Hulda tekur fram að hestar séu í eðli sínu flóttadýr og að lítið megi út af bregða til þess að hesturinn rjúki af stað. „Það er ekkert grín að detta af hesti sem tekur á rás,“ segir Hulda, sem er félagi í Spretti í Kópavogi. Sama virðist vera upp á teningnum í Fáki í Víðidal, að sögn Hjartar Bergstað, formanns Fáks. „Fólk er farið að velja sér svolítið tímann til þess að fara út. Seinni partinn, eftir klukkan 16 á daginn, þegar fólk er búið í vinnu og svoleiðis þá flykkist fólk út að hreyfa sig og maður heyrir mikið á fólki að það er mikið hrætt,“ segir Hjörtur. Allir þurfi að sýna tillit Þau segja áganginn hafa verið vandamál lengi en hafa aukist í heimsfaraldrinum þegar líkamsræktarstöðvum var lokað. Bæði kalla þau eftir tillitssemi beggja vegna en einnig aukinni vitund. „Ég held það þurfi fyrst og fremst fræðslu, hvernig hestamenn eiga að umgangast hjólreiðafólk og hlaupafólk, og akkúrat öfugt,“ segir Hjörtur. Hulda segir að taka þurfi samtal svo hægt sé að bæta öryggi og samskipti meðal fólks. „Hestamenn eiga ekki að vera á göngustígum sem þeir mega ekki vera á. Og þeir sem villast inn á reiðstígana þurfa bara að hægja á sér og stöðva og helst víkja út í kant,“ segir hún. „Það er engin hætta á því að reiðhjólið þitt eða buggy-bíllinn þinn bregðist eitthvað illa við. Hestinum getur brugðið en farartækin gera ekki neitt.
Hestar Hjólreiðar Reykjavík Kópavogur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira