Íslandsmótinu í skák lokið: Varðist máti eins og markvörður Björn Thorfinnsson skrifar 1. maí 2021 17:22 Björn tapaði fyrir Helga Áss Grétarssyni í lokaumferð Íslandsmótsins. SKÁK.IS Það skilur alltaf eftir sig óbragð í munni að tapa í síðustu umferð skákmóta og ég þurfti að bíta í það súra epli gegn vini mínum Helga Áss Grétarssyni í lokaumferð Íslandsmótsins. Sigur eða jafntefli hefði þýtt að ég hefði grætt nokkur skákstig en ósigurinn þýddi að ég tapa fáeinum slíkum sem er grautfúlt. Skákin þróaðist á þá leið að Helgi kom mér á óvart með byrjanavali sínu og ég ákvað nánast samstundis að velja áhættusama leið. Hún var ekki vitlaus ef maður er vel undirbúinn og veit hvað maður er að gera. Það var ég að sjálfsögðu ekki. Svo að maður noti frasa úr fjárhættuspilum þá var ég „á blöffi“ og var þannig að vonast til þess að rugla Helga í ríminu. Almennt er hann nefnilega hrifinn af fullkomnun og leitinni að sannleikanum í skák en ég er meira fyrir óreiðu og blekkingar. Allt kom þó fyrir ekki. Helgi tefldi rökrétt og yfirvegað á meðan að ég hélt áfram að grafa mína eigin gröf. Í lokapistli um mótið á Skak.is var talað um að ég hefði migið upp í vindinn sem er nærri lagi. Ég gekk hlandblautur útaf skákstað, beygður en óbrotinn. Hræddur við heljarmennið Í viðtali á Vísi á dögunum lýsti ég Helga sem einum af mestu keppnismönnum í íslensku skáklífi. Þar er engu logið því Helgi er einn af þeim fáu sem að gefur frá sér allt að því áþreifanlega orku þegar maður situr gegnt honum við skákborðið. Helgi Áss var í mínum augum einskonar ofurmenni þegar ég var að alast upp í skákinni. Hann er tveimur árum eldri en ég og vann nánast öll mót hér heima og á Norðurlöndunum. Þá var hann iðulega í toppbaráttunni á Evrópu- og heimsmeistaramótum. Sú barátta hans á þeim vettvangi endaði síðan með því, eins og flestir þekkja, að Helgi varð heimsmeistari ungmenna árið 1994 og var útnefndur stórmeistari fyrir afrekið. Fyrir utan afrekin á skákborðinu þá var Helgi einnig frábær markvörður hjá mínum mönnum í Fram og var um tíma í unglingalandsliðum Íslands. Hann valdi þó að lokum skákina sem var skynsamlegt enda betri íþrótt fyrir heilann og hnén. Að framansögðu var því ekki undra að maður var stundum lítill í sér í gamla daga að mæta slíku heljarmenni sem að geislaði af orku og baráttugleði við skákborðið. Guðmundur Kjartansson (til hægri), tryggði sér þriðja sæti á mótinu með sigri á Alexander Mai.Skák.is Varðist máti sem markvörður Það eru til önnur dæmi þess að menn skari fram úr í skák og fótbolta en Helgi Áss er einn af fáum sem hefur brætt þessar íþróttir saman í eina ómótstæðilega heild. Fyrir nokkrum árum var slegið upp hraðskáksmót á skemmtistaðnum Players í Kópavogi. Þrátt fyrir að markmiðið væri að gera sér glaðan dag þá voru glæsileg verðlaun í boði, margir sterkustu skákmenn landsins mættir og keppnisharkan eftir því. Úrslitin fóru að falla með mér strax í byrjun og að lokum fór það svo að ég og Helgi vorum efstir fyrir síðustu umferð og mættumst í hreinni úrslitaskák. Helgi verður erfiðastur þegar sigur hans er innan seilingar og því setti hann hausinn undir sig við borðið og var langt kominn með að pakka mér saman. Tíminn á klukkunni minnkaði og minnkaði og að endingu vorum við farnir að leika leifturhratt og lemja á klukkuna. Ég var í nauðvörn og á slíkum stundum reynir maður oft einhverjar örvæntingarfullar tilraunir til að snúa taflinu sér í hag. Ég sá skyndilega að ég gat hótað máti með einföldum en lymskulegum biskupsleik sem ég og gerði og var svo heppinn að Helgi svaraði leifturhratt og yfirsást hótunin í nokkrar sekúndur. Sigrihrósandi greip ég því drottninguna mína og ætlaði að klára skákina í einum leik á h7-reitnum. Helgi sá um leið hvað var að fara að gerast. Hann öskraði „Neeeeeiiiiii“ af öllum lífs og sálarkröftum og greip til þess örþrifaráðs að stökkva upp úr stólnum og freista þess að verja reitinn með tvær hendur á lofti eins og hann gerði sem markvörður á árunum áður. Sjaldan hefur nokkur skákmaður svifið jafn tignarlega á skákmóti. Þessi varnartilraun kom mér í opna skjöldu en sló mig þó ekki útaf í laginu. Eftir á að hyggja var þetta í raun eini „leikurinn“ í stöðuna hjá Helga! Með vinstri hendi náði ég að ýta hrömmum markvarðarins aðeins til hliðar og með þeirri hægri negldi ég drottningunni niður á h7 og kláraði skákina. Á þessari stundu var ég ekki staddur á neinu skákborði í huganum heldur var ég mættur inn á iðagrænan knattspyrnuvöll. Ég hafði ekki mátað heldur hafði ég skorað mark. Ósjálfrátt spratt ég því upp frá borðinu um leið um leið og drottningin lenti á h7 og renndi mér í einhverskonar skriðtæklingu eftir parketlögðu Playersgólfinu og öskraði af öllum kröftum. Ég er reyndar ekki viss um að það fagn hafi verið mjög tignarlegt. Hjörvar landaði titlinum í fyrsta sinn Lokaumferð Íslandsmótsins var gríðarlega spennandi enda var Hjörvar Steinn með hálfs vinnings forskot á Jóhann Hjartarson. Líkurnar voru því svo sannarlega Hjörvari í hag því að auk forskotsins var hann með hvítt á Sigurbjörn Björnsson en Jóhann með svart gegn Hannesi Hlífari sem á pappírunum ætti að vera erfiðari skák. Ekki veit ég hver var handritshöfundurinn að mótinu var fyrir fyrir hönd Skáksambands Íslands en viðkomandi á skilið einhver verðlaun. Þessar tvær skákir voru þær síðustu til að klárast og var spennan eftir því. Sérstaklega var skák Hannesar og Jóhanns æsileg en þrátt fyrir að Jóhann hafi teflt skákina fantavel og verið í bílstjórasætinu alla skákina þá gat Hannes Hlífar bjargað skákina í jafntefli rétt undir lokin með ótrúlegu fallegum en þó flóknum hætti. Áhorfendur, með skáktölvur sér til aðstoðar, tóku andköf en Hannes fann ekki vörnina. Á meðan sýndi Hjörvar Steinn aðdáunarverða stillingu. Hann vissi sem var að jafntefli gæti dugað honum ef að Jóhann myndi ekki vinna sína skák. Hann fór sér því að engu óðslega og byggði trausta stöðu sem var aðeins betri en hann. Þegar spennustigið fór að aukast og ljóst var að Jóhann hefði unnið sína skák fór hann síðan að láta sverfa til stáls og endaði með að brjótast í gegn um varnir Sigurbjörns með fumlausum hætti og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn. Hjörvar Steinn hefur í nokkur ár verið stigahæsti skákmaður landsins en hefur kannski ekki safnað að sér sama fjölda titla og aðrir íslenskir kollegar hans. Það hefur þó breyst mikið undanfarið því á dögunum vann hann öruggan sigur í Íslandsbikarnum og fylgir því svo eftir með Íslandsmeistaratitlinum. Í dag er fullkomlega óumdeilt hver er besti skákmaður landsins. Sá heitir Hjörvar Steinn Grétarsson. Fráfarandi Íslandsmeistari, Guðmundur Kjartansson, tryggði sér svo þriðja sæti mótsins með sigri á Alexander Mai og Vignir Vatnar hélt jafntefli gegn Braga Þorfinnssyni. Það þýðir að Vignir Vatnar tryggði sér sinn annan áfanga að alþjóðlegum meistaratitli og vantar nú aðeins einn enn til þess að vera útnefndur sem slíkur. Frábæru móti er því lokið. Það er rétt að þakka Kópavogsbæ fyrir glæsilegar aðstæður, Skáksambandinu fyrir fagmannlega umgjörð og skipulag og ekki síst ykkur kæru lesendur fyrir áhugann. Skák Tengdar fréttir Íslandsmótið í skák: Bróðirinn gæti setið uppi með skömmina Það getur verið afar auðmýkjandi að sitja við skákborðið og þurfa að horfast í augu við hvað maður getur verið ógurlega vitlaus. Slíka stund upplifði ég sterkt í gær þegar ég mætti hinum unga Alexander Mai í næstsíðustu umferð Íslandsmótsins í skák. 30. apríl 2021 14:14 Íslandsmótið í skák: Gleymdi af hvaða dýrategund þjálfarinn var Í gær þurfti ég að sætta mig við tap gegn ungstirninu Vigni Vatnari og þurfti að horfast í augu við þá súrsætu martröð allra þjálfara að nemandinn sé kannski að taka fram úr í getu. 29. apríl 2021 14:46 Íslandsmótið í skák: Blóðug barátta bræðra Ég get ekki sagt að ég hafi verið fullur tilhlökkunar að mæta að Braga bróður mínum á Íslandsmótinu 28. apríl 2021 13:00 Íslandsmótið í skák: Moðreykur apaheilans felldi geithafurinn Þegar maður leitar á Google eftir orðinu „apaheili“ þá blasir við mynd af undirrituðum í einhverskonar danshreyfingu við skákborðið. 26. apríl 2021 13:46 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Skákin þróaðist á þá leið að Helgi kom mér á óvart með byrjanavali sínu og ég ákvað nánast samstundis að velja áhættusama leið. Hún var ekki vitlaus ef maður er vel undirbúinn og veit hvað maður er að gera. Það var ég að sjálfsögðu ekki. Svo að maður noti frasa úr fjárhættuspilum þá var ég „á blöffi“ og var þannig að vonast til þess að rugla Helga í ríminu. Almennt er hann nefnilega hrifinn af fullkomnun og leitinni að sannleikanum í skák en ég er meira fyrir óreiðu og blekkingar. Allt kom þó fyrir ekki. Helgi tefldi rökrétt og yfirvegað á meðan að ég hélt áfram að grafa mína eigin gröf. Í lokapistli um mótið á Skak.is var talað um að ég hefði migið upp í vindinn sem er nærri lagi. Ég gekk hlandblautur útaf skákstað, beygður en óbrotinn. Hræddur við heljarmennið Í viðtali á Vísi á dögunum lýsti ég Helga sem einum af mestu keppnismönnum í íslensku skáklífi. Þar er engu logið því Helgi er einn af þeim fáu sem að gefur frá sér allt að því áþreifanlega orku þegar maður situr gegnt honum við skákborðið. Helgi Áss var í mínum augum einskonar ofurmenni þegar ég var að alast upp í skákinni. Hann er tveimur árum eldri en ég og vann nánast öll mót hér heima og á Norðurlöndunum. Þá var hann iðulega í toppbaráttunni á Evrópu- og heimsmeistaramótum. Sú barátta hans á þeim vettvangi endaði síðan með því, eins og flestir þekkja, að Helgi varð heimsmeistari ungmenna árið 1994 og var útnefndur stórmeistari fyrir afrekið. Fyrir utan afrekin á skákborðinu þá var Helgi einnig frábær markvörður hjá mínum mönnum í Fram og var um tíma í unglingalandsliðum Íslands. Hann valdi þó að lokum skákina sem var skynsamlegt enda betri íþrótt fyrir heilann og hnén. Að framansögðu var því ekki undra að maður var stundum lítill í sér í gamla daga að mæta slíku heljarmenni sem að geislaði af orku og baráttugleði við skákborðið. Guðmundur Kjartansson (til hægri), tryggði sér þriðja sæti á mótinu með sigri á Alexander Mai.Skák.is Varðist máti sem markvörður Það eru til önnur dæmi þess að menn skari fram úr í skák og fótbolta en Helgi Áss er einn af fáum sem hefur brætt þessar íþróttir saman í eina ómótstæðilega heild. Fyrir nokkrum árum var slegið upp hraðskáksmót á skemmtistaðnum Players í Kópavogi. Þrátt fyrir að markmiðið væri að gera sér glaðan dag þá voru glæsileg verðlaun í boði, margir sterkustu skákmenn landsins mættir og keppnisharkan eftir því. Úrslitin fóru að falla með mér strax í byrjun og að lokum fór það svo að ég og Helgi vorum efstir fyrir síðustu umferð og mættumst í hreinni úrslitaskák. Helgi verður erfiðastur þegar sigur hans er innan seilingar og því setti hann hausinn undir sig við borðið og var langt kominn með að pakka mér saman. Tíminn á klukkunni minnkaði og minnkaði og að endingu vorum við farnir að leika leifturhratt og lemja á klukkuna. Ég var í nauðvörn og á slíkum stundum reynir maður oft einhverjar örvæntingarfullar tilraunir til að snúa taflinu sér í hag. Ég sá skyndilega að ég gat hótað máti með einföldum en lymskulegum biskupsleik sem ég og gerði og var svo heppinn að Helgi svaraði leifturhratt og yfirsást hótunin í nokkrar sekúndur. Sigrihrósandi greip ég því drottninguna mína og ætlaði að klára skákina í einum leik á h7-reitnum. Helgi sá um leið hvað var að fara að gerast. Hann öskraði „Neeeeeiiiiii“ af öllum lífs og sálarkröftum og greip til þess örþrifaráðs að stökkva upp úr stólnum og freista þess að verja reitinn með tvær hendur á lofti eins og hann gerði sem markvörður á árunum áður. Sjaldan hefur nokkur skákmaður svifið jafn tignarlega á skákmóti. Þessi varnartilraun kom mér í opna skjöldu en sló mig þó ekki útaf í laginu. Eftir á að hyggja var þetta í raun eini „leikurinn“ í stöðuna hjá Helga! Með vinstri hendi náði ég að ýta hrömmum markvarðarins aðeins til hliðar og með þeirri hægri negldi ég drottningunni niður á h7 og kláraði skákina. Á þessari stundu var ég ekki staddur á neinu skákborði í huganum heldur var ég mættur inn á iðagrænan knattspyrnuvöll. Ég hafði ekki mátað heldur hafði ég skorað mark. Ósjálfrátt spratt ég því upp frá borðinu um leið um leið og drottningin lenti á h7 og renndi mér í einhverskonar skriðtæklingu eftir parketlögðu Playersgólfinu og öskraði af öllum kröftum. Ég er reyndar ekki viss um að það fagn hafi verið mjög tignarlegt. Hjörvar landaði titlinum í fyrsta sinn Lokaumferð Íslandsmótsins var gríðarlega spennandi enda var Hjörvar Steinn með hálfs vinnings forskot á Jóhann Hjartarson. Líkurnar voru því svo sannarlega Hjörvari í hag því að auk forskotsins var hann með hvítt á Sigurbjörn Björnsson en Jóhann með svart gegn Hannesi Hlífari sem á pappírunum ætti að vera erfiðari skák. Ekki veit ég hver var handritshöfundurinn að mótinu var fyrir fyrir hönd Skáksambands Íslands en viðkomandi á skilið einhver verðlaun. Þessar tvær skákir voru þær síðustu til að klárast og var spennan eftir því. Sérstaklega var skák Hannesar og Jóhanns æsileg en þrátt fyrir að Jóhann hafi teflt skákina fantavel og verið í bílstjórasætinu alla skákina þá gat Hannes Hlífar bjargað skákina í jafntefli rétt undir lokin með ótrúlegu fallegum en þó flóknum hætti. Áhorfendur, með skáktölvur sér til aðstoðar, tóku andköf en Hannes fann ekki vörnina. Á meðan sýndi Hjörvar Steinn aðdáunarverða stillingu. Hann vissi sem var að jafntefli gæti dugað honum ef að Jóhann myndi ekki vinna sína skák. Hann fór sér því að engu óðslega og byggði trausta stöðu sem var aðeins betri en hann. Þegar spennustigið fór að aukast og ljóst var að Jóhann hefði unnið sína skák fór hann síðan að láta sverfa til stáls og endaði með að brjótast í gegn um varnir Sigurbjörns með fumlausum hætti og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn. Hjörvar Steinn hefur í nokkur ár verið stigahæsti skákmaður landsins en hefur kannski ekki safnað að sér sama fjölda titla og aðrir íslenskir kollegar hans. Það hefur þó breyst mikið undanfarið því á dögunum vann hann öruggan sigur í Íslandsbikarnum og fylgir því svo eftir með Íslandsmeistaratitlinum. Í dag er fullkomlega óumdeilt hver er besti skákmaður landsins. Sá heitir Hjörvar Steinn Grétarsson. Fráfarandi Íslandsmeistari, Guðmundur Kjartansson, tryggði sér svo þriðja sæti mótsins með sigri á Alexander Mai og Vignir Vatnar hélt jafntefli gegn Braga Þorfinnssyni. Það þýðir að Vignir Vatnar tryggði sér sinn annan áfanga að alþjóðlegum meistaratitli og vantar nú aðeins einn enn til þess að vera útnefndur sem slíkur. Frábæru móti er því lokið. Það er rétt að þakka Kópavogsbæ fyrir glæsilegar aðstæður, Skáksambandinu fyrir fagmannlega umgjörð og skipulag og ekki síst ykkur kæru lesendur fyrir áhugann.
Skák Tengdar fréttir Íslandsmótið í skák: Bróðirinn gæti setið uppi með skömmina Það getur verið afar auðmýkjandi að sitja við skákborðið og þurfa að horfast í augu við hvað maður getur verið ógurlega vitlaus. Slíka stund upplifði ég sterkt í gær þegar ég mætti hinum unga Alexander Mai í næstsíðustu umferð Íslandsmótsins í skák. 30. apríl 2021 14:14 Íslandsmótið í skák: Gleymdi af hvaða dýrategund þjálfarinn var Í gær þurfti ég að sætta mig við tap gegn ungstirninu Vigni Vatnari og þurfti að horfast í augu við þá súrsætu martröð allra þjálfara að nemandinn sé kannski að taka fram úr í getu. 29. apríl 2021 14:46 Íslandsmótið í skák: Blóðug barátta bræðra Ég get ekki sagt að ég hafi verið fullur tilhlökkunar að mæta að Braga bróður mínum á Íslandsmótinu 28. apríl 2021 13:00 Íslandsmótið í skák: Moðreykur apaheilans felldi geithafurinn Þegar maður leitar á Google eftir orðinu „apaheili“ þá blasir við mynd af undirrituðum í einhverskonar danshreyfingu við skákborðið. 26. apríl 2021 13:46 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Íslandsmótið í skák: Bróðirinn gæti setið uppi með skömmina Það getur verið afar auðmýkjandi að sitja við skákborðið og þurfa að horfast í augu við hvað maður getur verið ógurlega vitlaus. Slíka stund upplifði ég sterkt í gær þegar ég mætti hinum unga Alexander Mai í næstsíðustu umferð Íslandsmótsins í skák. 30. apríl 2021 14:14
Íslandsmótið í skák: Gleymdi af hvaða dýrategund þjálfarinn var Í gær þurfti ég að sætta mig við tap gegn ungstirninu Vigni Vatnari og þurfti að horfast í augu við þá súrsætu martröð allra þjálfara að nemandinn sé kannski að taka fram úr í getu. 29. apríl 2021 14:46
Íslandsmótið í skák: Blóðug barátta bræðra Ég get ekki sagt að ég hafi verið fullur tilhlökkunar að mæta að Braga bróður mínum á Íslandsmótinu 28. apríl 2021 13:00
Íslandsmótið í skák: Moðreykur apaheilans felldi geithafurinn Þegar maður leitar á Google eftir orðinu „apaheili“ þá blasir við mynd af undirrituðum í einhverskonar danshreyfingu við skákborðið. 26. apríl 2021 13:46