Röðin aldrei lengri í pylsupartýið í Laugardalshöll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2021 16:49 Stemmningunni í Laugardalshöll í dag hefur verið líkt við pylsupartý enda voru karlmenn í miklum meirihluta eftir því sem leið á daginn. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri verið bólusettir fyrir Covid-19 í Laugardalshöll og í dag. Um fjórtán þúsund manns voru boðaðir í sprautu og stefnir í að 12800 verði sprautaðir með bóluefni AstraZeneca á þessum sólríka degi í höfuðborginni. Stemmningunni í Laugardalshöll í dag hefur verið lýst sem pylsupartýi vegna þess að langflestir sem fengu sprautu í dag eru karlmenn. Ástæðan er sú að konur yngri en 55 ára fá ekki bóluefni AstraZeneca sem er bóluefnið sem notað var í dag. „Þetta var Svandís og strákarnir,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var á meðal þeirra sem bólusett voru fyrir hádegi. Eftir hádegi má segja að karlarnir hafi átt sviðið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk sprautu með bóluefni AstraZeneca í dag.Vísir/vilhelm Ragnheiður Ósk var að blanda í síðustu sprauturnar nú á fimmta tímanum og á leiðinni niður í Laugardalshöll. Þar verða þau þar til sprauta númer 12800 hefur verið gefin á eftir. „Þetta er langstærsti dagurinn,“ segir Ragnheiður Ósk en aldrei hafa fleiri verið bólusettir. Nú síðdegis var röðin inn í Laugardalshöll orðin lengri en nokkru sinni fyrr eins og sjá má á myndinni að ofan. Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið rosalega vel, eins og smurð vél.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk sprautu í morgun og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sömuleiðis síðar í dag. Astra komið á sinn stað. Gaman að sjá framkvæmdina í Laugardalshöll, allt til fyrirmyndar. Það birtir til.Posted by Bjarni Benediktsson on Thursday, May 6, 2021 Á morgun verður rólegra að gera í Laugardalshöll en þá verða um þrjú þúsund manns með undirliggjandi sjúkdóma sprautaðir með bóluefni Moderna. Mikil stemmning var í Laugardalshöllinni í dag eins og undanfarna daga en Daddi disco þeytir skífum með hressandi tónlist allan liðlangan daginn. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Daddi Disco þeytir skífum í Laugardalshöllinni „Ég er í miðri skiptingu á lagi. Þetta er geggjað, Guðni forseti var hérna áðan eins og hans árgangur,“ segir Kjartan Guðbergsson, betur þekktur sem Daddi Disco, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6. maí 2021 12:30 Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47 „Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt“ „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. 6. maí 2021 10:13 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Stemmningunni í Laugardalshöll í dag hefur verið lýst sem pylsupartýi vegna þess að langflestir sem fengu sprautu í dag eru karlmenn. Ástæðan er sú að konur yngri en 55 ára fá ekki bóluefni AstraZeneca sem er bóluefnið sem notað var í dag. „Þetta var Svandís og strákarnir,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var á meðal þeirra sem bólusett voru fyrir hádegi. Eftir hádegi má segja að karlarnir hafi átt sviðið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk sprautu með bóluefni AstraZeneca í dag.Vísir/vilhelm Ragnheiður Ósk var að blanda í síðustu sprauturnar nú á fimmta tímanum og á leiðinni niður í Laugardalshöll. Þar verða þau þar til sprauta númer 12800 hefur verið gefin á eftir. „Þetta er langstærsti dagurinn,“ segir Ragnheiður Ósk en aldrei hafa fleiri verið bólusettir. Nú síðdegis var röðin inn í Laugardalshöll orðin lengri en nokkru sinni fyrr eins og sjá má á myndinni að ofan. Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið rosalega vel, eins og smurð vél.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk sprautu í morgun og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sömuleiðis síðar í dag. Astra komið á sinn stað. Gaman að sjá framkvæmdina í Laugardalshöll, allt til fyrirmyndar. Það birtir til.Posted by Bjarni Benediktsson on Thursday, May 6, 2021 Á morgun verður rólegra að gera í Laugardalshöll en þá verða um þrjú þúsund manns með undirliggjandi sjúkdóma sprautaðir með bóluefni Moderna. Mikil stemmning var í Laugardalshöllinni í dag eins og undanfarna daga en Daddi disco þeytir skífum með hressandi tónlist allan liðlangan daginn.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Daddi Disco þeytir skífum í Laugardalshöllinni „Ég er í miðri skiptingu á lagi. Þetta er geggjað, Guðni forseti var hérna áðan eins og hans árgangur,“ segir Kjartan Guðbergsson, betur þekktur sem Daddi Disco, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6. maí 2021 12:30 Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47 „Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt“ „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. 6. maí 2021 10:13 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Daddi Disco þeytir skífum í Laugardalshöllinni „Ég er í miðri skiptingu á lagi. Þetta er geggjað, Guðni forseti var hérna áðan eins og hans árgangur,“ segir Kjartan Guðbergsson, betur þekktur sem Daddi Disco, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6. maí 2021 12:30
Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47
„Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt“ „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. 6. maí 2021 10:13