Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2021 19:21 Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni. Nú eru um tuttugu þúsund manns á atvinnuleysisskrá og þar af hafa tæplega sex þúsund verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur. Í átaki stjórnvalda Hefjum störf sem hleypt var af stokkunum í mars geta fyrirtæki og frjáls félagasamtök að uppfylltum ákveðnum skilyrðu ráðið til sín alla sem hafa verið skráðir atvinnulausir í fjórar vikur eða lengur. Greiðir ríkið þá fullar atvinnuleysisbætur, 307.430, með því fólki í sex mánuði. Með ráðningu fólks sem hefur verið atvinnulaust lengur en í tólf mánuði greiðir ríkið laun upp að rúmum 472 þúsund krónum í sex mánuði. Að auki er 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóði greitt með öllum. Unnur Sverrisdóttir segir átak stjórnvalda Hefjum störf hafa skilað árangri.Stöð 2/Sigurjón Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunarinnar segir fjölda starfa hafa verið skráður hjá stofnuninni frá því átakið hófst. „Það eru fjögur þúsund og sjö hundruð störf. Þar af er búið að ráða í þrettán hundruð. Þetta lofar mjög góðu.“ Og ennþá að detta inn ný störf? „Já, já. Það detta inn ný störf á hverjum degi,“ segir Unnur. Átakið sé því að virka og bjartsýni að aukast í samfélaginu. Útlit sé fyrir að atvinnulausum muni fækka mikið eftir því sem líða á sumarið. „Mér finnst þetta lofa mjög góðu, öll þessi störf sem komin eru inn. Fólk er svona að skoða og ég skora á atvinnuleitendur að fylgjast vel með á Mínum síðum,“ segir Unnur. Þar geti atvinnuleitendur fundið störf og fyrirtæki og félagasamtök skráð inn laus störf. Nú séu sömu fyrirtækin og sögðu fólki upp í fyrra að ráða til sín fólk. „Þetta eru gististaðirnir. Þetta er verslunin, veitingastaðirnir, flutingafyrirtækin. Þetta er ferðaþjónustan og tengd störf,“ segir Unnur. Sama gæsin hefur verpt á sama stað við Vinnumálastofnun í nokkur ár. Sum árin hefur hún reynt að koma með unga sína inn í húsakynni stofnunarinnar.Stöð 2/Sigurjón Og svo mætti halda að dýraríkið leiti líka á náðir Vinnumálastofnunar. Í trjábeði fyrir utan stofnunina hefur gæs sest á hreiður og það ekki í fyrsta sinn og hefur áður reynt að komast inn með unga sína. Er hún að leita að atvinnu fyrir þá. Er hún að reyna að skrá þá atvinnulausa? „Það er kannski spurning að fara að gera það. Hún kemur hérna ár eftir ár og verpir. Þetta er alveg dásamlegur vorboði hérna,“ segir Unnur glöð í bragði. Vinnumarkaður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Nú eru um tuttugu þúsund manns á atvinnuleysisskrá og þar af hafa tæplega sex þúsund verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur. Í átaki stjórnvalda Hefjum störf sem hleypt var af stokkunum í mars geta fyrirtæki og frjáls félagasamtök að uppfylltum ákveðnum skilyrðu ráðið til sín alla sem hafa verið skráðir atvinnulausir í fjórar vikur eða lengur. Greiðir ríkið þá fullar atvinnuleysisbætur, 307.430, með því fólki í sex mánuði. Með ráðningu fólks sem hefur verið atvinnulaust lengur en í tólf mánuði greiðir ríkið laun upp að rúmum 472 þúsund krónum í sex mánuði. Að auki er 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóði greitt með öllum. Unnur Sverrisdóttir segir átak stjórnvalda Hefjum störf hafa skilað árangri.Stöð 2/Sigurjón Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunarinnar segir fjölda starfa hafa verið skráður hjá stofnuninni frá því átakið hófst. „Það eru fjögur þúsund og sjö hundruð störf. Þar af er búið að ráða í þrettán hundruð. Þetta lofar mjög góðu.“ Og ennþá að detta inn ný störf? „Já, já. Það detta inn ný störf á hverjum degi,“ segir Unnur. Átakið sé því að virka og bjartsýni að aukast í samfélaginu. Útlit sé fyrir að atvinnulausum muni fækka mikið eftir því sem líða á sumarið. „Mér finnst þetta lofa mjög góðu, öll þessi störf sem komin eru inn. Fólk er svona að skoða og ég skora á atvinnuleitendur að fylgjast vel með á Mínum síðum,“ segir Unnur. Þar geti atvinnuleitendur fundið störf og fyrirtæki og félagasamtök skráð inn laus störf. Nú séu sömu fyrirtækin og sögðu fólki upp í fyrra að ráða til sín fólk. „Þetta eru gististaðirnir. Þetta er verslunin, veitingastaðirnir, flutingafyrirtækin. Þetta er ferðaþjónustan og tengd störf,“ segir Unnur. Sama gæsin hefur verpt á sama stað við Vinnumálastofnun í nokkur ár. Sum árin hefur hún reynt að koma með unga sína inn í húsakynni stofnunarinnar.Stöð 2/Sigurjón Og svo mætti halda að dýraríkið leiti líka á náðir Vinnumálastofnunar. Í trjábeði fyrir utan stofnunina hefur gæs sest á hreiður og það ekki í fyrsta sinn og hefur áður reynt að komast inn með unga sína. Er hún að leita að atvinnu fyrir þá. Er hún að reyna að skrá þá atvinnulausa? „Það er kannski spurning að fara að gera það. Hún kemur hérna ár eftir ár og verpir. Þetta er alveg dásamlegur vorboði hérna,“ segir Unnur glöð í bragði.
Vinnumarkaður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira